Inter á toppinn á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2023 21:46 Hakan Çalhanoğlu var öflugur í kvöld. @Inter Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, eftir öruggan 4-0 sigur á Udinese. Atalanta vann dramatískan sigur á AC Milan. Í Þýskalandi vann RB Leipzing útisigur á Borussia Dortmund. Juventus hafði tyllt sér á topp deildarinnar í dag en Inter sýndi allar sínu bestu hliðar þegar Udinese heimsótti San Siro-völlinn í Mílanó. Á sjö mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði liðið þrjú mörk og gekk frá leiknum. Það fyrsta skoraði Hakan Çalhanoğlu úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hann lagði svo upp annað markið sem Federico Dimarco skoraði fimm mínútum síðar. Aðeins tveimur mínútum síðar gulltryggði Marcus Thuram sigurinn eftir undirbúning Henrikh Mkhitaryan. Ecco a voi @FDimarco #ForzaInter #InterUdinese pic.twitter.com/JUsDVC42dt— Inter (@Inter) December 9, 2023 Undir lok leiks bætti Lautaro Martínez við fjórða marki Inter og þar við sat, lokatölur 4-0 heimaliðinu í vil. Inter því komið aftur á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, tveimur meira en Juventus. AC Milan er í 3. sæti með 29 stig þrátt fyrir 3-2 tap gegn Atalanta fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Luis Muriel þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hin tvö mörk Atalanta skoraði Ademola Lookman á meðan Oliver Giroud og Luka Jović skoruðu mörk AC Milan. Þá gerðu Verona og Lazio 1-1 jafntefli. Mattia Zaccagni með mark Lazio og Thomas Henry mark Verona. EL TACONAZO DE @Luisfmuriel09 #AtalantaMilan #SerieA #GoAtalantaGo pic.twitter.com/xx6KporfNL— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) December 9, 2023 Í Þýskalandi vann RB Leipzig 3-2 útisigur á Borussia Dortmund. Mats Hummels, miðvörður Dortmund, fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðungs leik og heimamenn manni færri í 75 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Ramy Bensebaini sjálfsmark eftir hálftímaleik og gestirnir komnir 1-0 yfir. Miðvörðurinn Niklas Süle jafnaði metin fyrir Dortmund áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hléinu. Christoph Baumgartner kom Leipzig yfir á nýjan leik og Yussuf Poulsen gulltryggði sigurinn í uppbótartíma. Skipti engu máli þó Niclas Füllkrug hafi minnkað muninn í 3-2 fyrir Dortmund áður en flautað var til leiksloka. Schön. Und verdient. #HeyRBLeipzig pic.twitter.com/BS4jDe8zMf— RB Leipzig (@RBLeipzig) December 9, 2023 Leipzig er í 4. sæti með 29 stig að loknum 14 leikjum. Dortmund er sæti neðar með 25 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Juventus hafði tyllt sér á topp deildarinnar í dag en Inter sýndi allar sínu bestu hliðar þegar Udinese heimsótti San Siro-völlinn í Mílanó. Á sjö mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði liðið þrjú mörk og gekk frá leiknum. Það fyrsta skoraði Hakan Çalhanoğlu úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hann lagði svo upp annað markið sem Federico Dimarco skoraði fimm mínútum síðar. Aðeins tveimur mínútum síðar gulltryggði Marcus Thuram sigurinn eftir undirbúning Henrikh Mkhitaryan. Ecco a voi @FDimarco #ForzaInter #InterUdinese pic.twitter.com/JUsDVC42dt— Inter (@Inter) December 9, 2023 Undir lok leiks bætti Lautaro Martínez við fjórða marki Inter og þar við sat, lokatölur 4-0 heimaliðinu í vil. Inter því komið aftur á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, tveimur meira en Juventus. AC Milan er í 3. sæti með 29 stig þrátt fyrir 3-2 tap gegn Atalanta fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Luis Muriel þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hin tvö mörk Atalanta skoraði Ademola Lookman á meðan Oliver Giroud og Luka Jović skoruðu mörk AC Milan. Þá gerðu Verona og Lazio 1-1 jafntefli. Mattia Zaccagni með mark Lazio og Thomas Henry mark Verona. EL TACONAZO DE @Luisfmuriel09 #AtalantaMilan #SerieA #GoAtalantaGo pic.twitter.com/xx6KporfNL— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) December 9, 2023 Í Þýskalandi vann RB Leipzig 3-2 útisigur á Borussia Dortmund. Mats Hummels, miðvörður Dortmund, fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðungs leik og heimamenn manni færri í 75 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Ramy Bensebaini sjálfsmark eftir hálftímaleik og gestirnir komnir 1-0 yfir. Miðvörðurinn Niklas Süle jafnaði metin fyrir Dortmund áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hléinu. Christoph Baumgartner kom Leipzig yfir á nýjan leik og Yussuf Poulsen gulltryggði sigurinn í uppbótartíma. Skipti engu máli þó Niclas Füllkrug hafi minnkað muninn í 3-2 fyrir Dortmund áður en flautað var til leiksloka. Schön. Und verdient. #HeyRBLeipzig pic.twitter.com/BS4jDe8zMf— RB Leipzig (@RBLeipzig) December 9, 2023 Leipzig er í 4. sæti með 29 stig að loknum 14 leikjum. Dortmund er sæti neðar með 25 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti