Hugvekja til Íslendinga Arnar Þór Jónsson skrifar 10. desember 2023 19:01 Ef Íslendingar ætla að vera frjáls þjóð í frjálsu landi þurfa þeir að taka ábyrgð á sínu eigin frelsi. Í því felst að við sýnum vilja og getu til að stjórna okkur sjálf, án þess að sýna dónaskap, yfirgang, fyrirlitningu, ókurteisi; án ofbeldis og án þess að niðurlægja sjálf okkur og aðra. Leiðin í þessa átt beinist ekki að því að banna fólki að tjá sig, banna efasemdir, gagnrýni eða ágreining. Sú leið hefur ítrekað verið reynd í alræðisríkjum og sú vegferð hefur aldrei endað vel. Nei, til að þjóð geti ráðið sér sjálf þarf hún að geta sýnt gagnkvæma virðingu og iðkað friðsamlega stjórnarhætti. Þrátt fyrir allt sem á gengur, þrátt fyrir áföll og mótlæti, þrátt fyrir vonbrigði með skoðanakannanir og fall prófum verðum við að trúa því að við getum stjórnað okkur sjálf án þess að eyðileggja þau réttindi og það frelsi sem fyrri kynslóðir færðu okkur í arf. Íslenska lýðveldið er hugdjörf tilraun smáþjóðar til að fá að ráða sér sjálf. En lýðveldið viðheldur sér ekki sjálft. Til að það lifi þurfum við að þekkja stjórnkerfið og vera tilbúin að taka þátt í starfrækslu þess. Að þessu leyti er niðurstaða nýjustu PISA könnunarinnar áfall, því heilbrigt lýðveldi byggist á góðri undirstöðumenntun borgaranna. Einræðisríki og harðstjórnir þurfa ekki á menntuðum þegnum að halda. Til að lýðveldið okkar geti lifað þarf hver einasta kynslóð að hafa skilning á stjórnskipun landsins og þem hugsjónum sem lýðveldið var stofnsett til að verja. Það er m.ö.o. ekki nóg að þekkja réttindi okkar. Við þurfum að þekkja reglurnar sem ætlað er að verja þessi réttindi okkar. Stjórnarskrá lýðveldisins byggir á því að vald ríkisins sé takmarkað og að því sé dreift á fleiri hendur en færri. Þessu er ætlað að þjóna þeim tilgangi að verja réttindi okkar, frelsi okkar og möguleika okkar til að stjórna okkur sjálf. Þess vegna má valdið ekki safnast á of fáar hendur. Ef við missum sjónar á þessari undirstöðu, hvernig ætlum við þá að rækja borgaralegar skyldur okkar og hvað verður þá um lýðræðislega ábyrgð valdhafa? Ef menn vilja ímynda sér að við lifum nú í annars konar heimi en fyrri kynslóðir, þar sem við þurfum ekki lengur að verja framangreind dýrmæti; ef menn ímynda sér að þeir séu ,,heimsborgarar" í þeim skilningi að þeir treysti alþjóðlegum stofnunum til að stýra öllum okkar málum, þá þurfum við um leið að ræða hvað slikt afskiptaleysi af landsmálum felur í sér og hvort réttlætanlegt sé að vera hirðulaus um stjórn landsins okkar. Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar réttindi hans og frelsi verða tekin af honum? Hver á þá að koma honum til varnar? Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar búið er að svipta hann málfrelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi? Mannkynssagan segir okkur að valdið er ekki vel geymt í höndum fjarlægra valdhafa, sem svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart borgurunum, sem vilja ekki heyra gagnrýni, sem umbera engar efasemdir. Ef skynsamt og velviljað fólk nennir ekki að taka þátt í stjórn landsins, þá mun það hlutverk lenda í annarra höndum. „Ef þjóð býst við því að hún geti verið fávís og frjáls ... þá væntir hún þess sem aldrei var og aldrei verður“ Thomas Jefferson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ef Íslendingar ætla að vera frjáls þjóð í frjálsu landi þurfa þeir að taka ábyrgð á sínu eigin frelsi. Í því felst að við sýnum vilja og getu til að stjórna okkur sjálf, án þess að sýna dónaskap, yfirgang, fyrirlitningu, ókurteisi; án ofbeldis og án þess að niðurlægja sjálf okkur og aðra. Leiðin í þessa átt beinist ekki að því að banna fólki að tjá sig, banna efasemdir, gagnrýni eða ágreining. Sú leið hefur ítrekað verið reynd í alræðisríkjum og sú vegferð hefur aldrei endað vel. Nei, til að þjóð geti ráðið sér sjálf þarf hún að geta sýnt gagnkvæma virðingu og iðkað friðsamlega stjórnarhætti. Þrátt fyrir allt sem á gengur, þrátt fyrir áföll og mótlæti, þrátt fyrir vonbrigði með skoðanakannanir og fall prófum verðum við að trúa því að við getum stjórnað okkur sjálf án þess að eyðileggja þau réttindi og það frelsi sem fyrri kynslóðir færðu okkur í arf. Íslenska lýðveldið er hugdjörf tilraun smáþjóðar til að fá að ráða sér sjálf. En lýðveldið viðheldur sér ekki sjálft. Til að það lifi þurfum við að þekkja stjórnkerfið og vera tilbúin að taka þátt í starfrækslu þess. Að þessu leyti er niðurstaða nýjustu PISA könnunarinnar áfall, því heilbrigt lýðveldi byggist á góðri undirstöðumenntun borgaranna. Einræðisríki og harðstjórnir þurfa ekki á menntuðum þegnum að halda. Til að lýðveldið okkar geti lifað þarf hver einasta kynslóð að hafa skilning á stjórnskipun landsins og þem hugsjónum sem lýðveldið var stofnsett til að verja. Það er m.ö.o. ekki nóg að þekkja réttindi okkar. Við þurfum að þekkja reglurnar sem ætlað er að verja þessi réttindi okkar. Stjórnarskrá lýðveldisins byggir á því að vald ríkisins sé takmarkað og að því sé dreift á fleiri hendur en færri. Þessu er ætlað að þjóna þeim tilgangi að verja réttindi okkar, frelsi okkar og möguleika okkar til að stjórna okkur sjálf. Þess vegna má valdið ekki safnast á of fáar hendur. Ef við missum sjónar á þessari undirstöðu, hvernig ætlum við þá að rækja borgaralegar skyldur okkar og hvað verður þá um lýðræðislega ábyrgð valdhafa? Ef menn vilja ímynda sér að við lifum nú í annars konar heimi en fyrri kynslóðir, þar sem við þurfum ekki lengur að verja framangreind dýrmæti; ef menn ímynda sér að þeir séu ,,heimsborgarar" í þeim skilningi að þeir treysti alþjóðlegum stofnunum til að stýra öllum okkar málum, þá þurfum við um leið að ræða hvað slikt afskiptaleysi af landsmálum felur í sér og hvort réttlætanlegt sé að vera hirðulaus um stjórn landsins okkar. Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar réttindi hans og frelsi verða tekin af honum? Hver á þá að koma honum til varnar? Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar búið er að svipta hann málfrelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi? Mannkynssagan segir okkur að valdið er ekki vel geymt í höndum fjarlægra valdhafa, sem svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart borgurunum, sem vilja ekki heyra gagnrýni, sem umbera engar efasemdir. Ef skynsamt og velviljað fólk nennir ekki að taka þátt í stjórn landsins, þá mun það hlutverk lenda í annarra höndum. „Ef þjóð býst við því að hún geti verið fávís og frjáls ... þá væntir hún þess sem aldrei var og aldrei verður“ Thomas Jefferson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun