Mahomes öskureiður í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 13:31 Patrick Mahomes var mjög reiður í leikslok eftir tap Kansas City Chiefs á móti Buffalo Bills. Getty/Jamie Squire Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs töpuðu á heimavelli í NFL deildinni í gær og það er óhætt að segja að leikstjórnandi liðsins hafi verið mjög ósáttur í leikslok. Mahomes er þekktur fyrir prúðmannlega framkomu og yfirvegun en hann var gjörsamleg bandbrjálaður í leikslok eftir að snertimark var dæmt af Chiefs í blálokin. Bills vann leikinn 20-17. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Snertimarkið var stórglæsilegt þar sem innherjinn Travis Kelce hélt sókninni áfram með því að gefa boltann aftur til baka á útherjann Kadarius Toney sem skoraði. Dómarar leiksins dæmdu það hins vegar ógilt af því að Toney hafði stillt sér vitlaust upp - fór yfir bardagalínuna áður en sóknin hófst. Þetta var auðvitað mikil synd enda var þetta frábært snertimark sem sýndi enn á ný útsjónarsemi hins magnaða Kelce. Mahomes talaði meðal annars um það að hann vonaði að þetta snertimark yrði sýnt þegar Kelce verður tekinn inn í Heiðurshöllina. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Það þurfti að halda aftur af Mahomes í leikslok þar sem hann öskraði á dómarana og hann lét dómarana líka heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þjálfari hans Andy Reid, var líka mjög gagnrýninn á þennan dóm. Þetta var fjórða tap Chiefs liðsins í síðustu sex leikjum en Buffalo Bills varð aftur á móti að vinna ætlaði liðið sér að komast í úrslitakeppnina. San Francisco 49ers hélt áfram sigurgöngu sinni með fimmta sigrinum í röð en Philadelphia Eagles er hins vegar búið að tapa tveimur leikjum í röð eftir tap á móti Dallas Cowboys í nótt. Dallas liðið er einnig búið að vinna fimm leiki í röð og er efst í Þjóðardeildinni með 49ers en bæði hafa unnið tíu leiki og tapað þremur. Baltimore Ravens vann Los Angeles Rams á dramatískan hátt í framlengingu og er með bestan árangur í Ameríkudeildinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24 NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Mahomes er þekktur fyrir prúðmannlega framkomu og yfirvegun en hann var gjörsamleg bandbrjálaður í leikslok eftir að snertimark var dæmt af Chiefs í blálokin. Bills vann leikinn 20-17. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Snertimarkið var stórglæsilegt þar sem innherjinn Travis Kelce hélt sókninni áfram með því að gefa boltann aftur til baka á útherjann Kadarius Toney sem skoraði. Dómarar leiksins dæmdu það hins vegar ógilt af því að Toney hafði stillt sér vitlaust upp - fór yfir bardagalínuna áður en sóknin hófst. Þetta var auðvitað mikil synd enda var þetta frábært snertimark sem sýndi enn á ný útsjónarsemi hins magnaða Kelce. Mahomes talaði meðal annars um það að hann vonaði að þetta snertimark yrði sýnt þegar Kelce verður tekinn inn í Heiðurshöllina. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Það þurfti að halda aftur af Mahomes í leikslok þar sem hann öskraði á dómarana og hann lét dómarana líka heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þjálfari hans Andy Reid, var líka mjög gagnrýninn á þennan dóm. Þetta var fjórða tap Chiefs liðsins í síðustu sex leikjum en Buffalo Bills varð aftur á móti að vinna ætlaði liðið sér að komast í úrslitakeppnina. San Francisco 49ers hélt áfram sigurgöngu sinni með fimmta sigrinum í röð en Philadelphia Eagles er hins vegar búið að tapa tveimur leikjum í röð eftir tap á móti Dallas Cowboys í nótt. Dallas liðið er einnig búið að vinna fimm leiki í röð og er efst í Þjóðardeildinni með 49ers en bæði hafa unnið tíu leiki og tapað þremur. Baltimore Ravens vann Los Angeles Rams á dramatískan hátt í framlengingu og er með bestan árangur í Ameríkudeildinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira