Hershöfðingjar funda um mögulegt vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2023 12:45 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í Súdan vegna átaka þar undanfarna mánuði. Ástandinu hefur verið lýst sem martraðakenndu. Getty/Luke Dray Hershöfðingjarnir Mohamed Hamdan Daglo og Abdel Fattah al-Burhan hafa samþykkt að hittast til að reyna að binda enda á blóðuga styrjöld í Súdan. Gífurleg óreiða hefur ríkt í Súdan undanfarna mánuði og hafa þúsundir fallið vegna átaka hershöfðingjanna og sveita þeirra. Mennirnir eru sagðir hafa samþykkt á fundi samtaka ríkja Austur-Afríku að koma á vopnahléi og hefja viðræður um langvarandi frið. Al-Burhan leiðir her Súdan en Dagalo leiðir hópinn RSF. Þegar Omar al-Bashir, einræðisherra Súdans til langs tíma, var velt úr sessi árið 2019 tóku þeir tveir höndum saman og leiddu valdarán hersins í október 2021. Fyrr á þessu ári kom svo til deilna þeirra á milli og hafa blóðug átök staðið yfir síðan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Þá var áætlað að minnst níu þúsund manns lægju í valnum. Sérfræðingar segja töluna líklega mun hærri nú. Á leiðtogafundi IGAD, þróunarsamvinnusamtaka ríkja í Austur-Afríku, um helgina samþykktu al-Burhan og Dagalo áðurnefndar viðræður. Al-Burhan var á fundinum en rætt var við Dagalo í gegnum síma og samþykkti hann, samkvæmt yfirlýsingu frá IGAD, að funda með Al-Burhan í persónu. Ekki er vitað hvar Dagalo er staðsettur. Þá liggur ekki fyrir hvar eða hvenær fundurinn milli hans og al-Buhran á að fara fram. AP fréttaveitan hefur þó eftir ráðgjafa forseta Djibútí, að fundurinn eigi að fara fram innan fimmtán daga. Fréttaveitan segir einnig frá því að yfirvöld í Súdan hafi skipað ráðamönnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna að kalla fimmtán erindreka heim frá Súdan. Er það vegna stuðnings yfirvalda í ABU Dhabi við RSF. Súdan Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Mennirnir eru sagðir hafa samþykkt á fundi samtaka ríkja Austur-Afríku að koma á vopnahléi og hefja viðræður um langvarandi frið. Al-Burhan leiðir her Súdan en Dagalo leiðir hópinn RSF. Þegar Omar al-Bashir, einræðisherra Súdans til langs tíma, var velt úr sessi árið 2019 tóku þeir tveir höndum saman og leiddu valdarán hersins í október 2021. Fyrr á þessu ári kom svo til deilna þeirra á milli og hafa blóðug átök staðið yfir síðan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Þá var áætlað að minnst níu þúsund manns lægju í valnum. Sérfræðingar segja töluna líklega mun hærri nú. Á leiðtogafundi IGAD, þróunarsamvinnusamtaka ríkja í Austur-Afríku, um helgina samþykktu al-Burhan og Dagalo áðurnefndar viðræður. Al-Burhan var á fundinum en rætt var við Dagalo í gegnum síma og samþykkti hann, samkvæmt yfirlýsingu frá IGAD, að funda með Al-Burhan í persónu. Ekki er vitað hvar Dagalo er staðsettur. Þá liggur ekki fyrir hvar eða hvenær fundurinn milli hans og al-Buhran á að fara fram. AP fréttaveitan hefur þó eftir ráðgjafa forseta Djibútí, að fundurinn eigi að fara fram innan fimmtán daga. Fréttaveitan segir einnig frá því að yfirvöld í Súdan hafi skipað ráðamönnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna að kalla fimmtán erindreka heim frá Súdan. Er það vegna stuðnings yfirvalda í ABU Dhabi við RSF.
Súdan Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira