„Hann þarf hjálp“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2023 18:30 Draymond Green skilur ekkert í brottvísuninni í nótt. Vísir/Getty Draymond Green er enn á ný í vandræðum í NBA-deildinni. Hann lék sinn fyrsta leik í nótt eftir fimm leikja bann og var rekinn af velli eftir að hafa slegið andstæðing. Draymond Green var dæmdur í fimm leikja bann í síðasta mánuði eftir að hafa lent í átökum við Rudy Gobert í leik Golden State Warriors og Minnesota Timberwolves. Hann fékk bannið fyrir að magna upp slagsmál á milli Klay Thompson og Jaden McDaniels. Tók hann Gobert meðal annars hálstaki en Green missti laun sín á meðan á banninu stóð. Það tók ekki langan tíma fyrir Green að koma sér í vandræði á nýjan leik. Hann var á gólfinu í nótt þegar lið Warriors mætti Phoenix Suns. Í baráttu við Jusuf Nurkic sló Green til Bosníumannsins og var rekinn af velli. „Hvað er með hann? Ég veit það ekki. Hann þarf hjálp. Ég er bara glaður að hann reyndi ekki að kyrkja mig. Þetta hefur ekkert með körfubolta að gera,“ sagði Nurkic á blaðamannafundi eftir leik. Draymond has been ejected after flagrant foul on Nurki pic.twitter.com/RmrLU5tdw8— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2023 „Ég reyni bara að spila körfubolta og hann er þarna að kýla frá sér. Við höfum séð þetta oft og ég vona bara að þetta lagist, hvað sem gerist í hans lífi.“ Green iðraðist eftir atvikið í nótt og sagði það ekki hafa verið ætlunin að slá Nurkic. „Ég biðst afsökunar. Þetta er óheppilegt. Ef ég geri eitthvað viljandi þá biðst ég ekki afsökunar.“ Líklegt verður að teljast að Green verði dæmdur í bann á nýjan leik. Hann hefur verið dæmdur fimm sinnum í bann á ferlinum og í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir að hafa slegið liðsfélaga sinn Jordan Poole á æfingu. NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Draymond Green var dæmdur í fimm leikja bann í síðasta mánuði eftir að hafa lent í átökum við Rudy Gobert í leik Golden State Warriors og Minnesota Timberwolves. Hann fékk bannið fyrir að magna upp slagsmál á milli Klay Thompson og Jaden McDaniels. Tók hann Gobert meðal annars hálstaki en Green missti laun sín á meðan á banninu stóð. Það tók ekki langan tíma fyrir Green að koma sér í vandræði á nýjan leik. Hann var á gólfinu í nótt þegar lið Warriors mætti Phoenix Suns. Í baráttu við Jusuf Nurkic sló Green til Bosníumannsins og var rekinn af velli. „Hvað er með hann? Ég veit það ekki. Hann þarf hjálp. Ég er bara glaður að hann reyndi ekki að kyrkja mig. Þetta hefur ekkert með körfubolta að gera,“ sagði Nurkic á blaðamannafundi eftir leik. Draymond has been ejected after flagrant foul on Nurki pic.twitter.com/RmrLU5tdw8— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2023 „Ég reyni bara að spila körfubolta og hann er þarna að kýla frá sér. Við höfum séð þetta oft og ég vona bara að þetta lagist, hvað sem gerist í hans lífi.“ Green iðraðist eftir atvikið í nótt og sagði það ekki hafa verið ætlunin að slá Nurkic. „Ég biðst afsökunar. Þetta er óheppilegt. Ef ég geri eitthvað viljandi þá biðst ég ekki afsökunar.“ Líklegt verður að teljast að Green verði dæmdur í bann á nýjan leik. Hann hefur verið dæmdur fimm sinnum í bann á ferlinum og í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir að hafa slegið liðsfélaga sinn Jordan Poole á æfingu.
NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum