NBA-deildin setur Draymond Green í ótímabundið bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 07:15 Draymond Green spilar ekki með Golden State Warriors liðinu á næstunni og líklegast ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. AP/Nate Billings Körfuboltamaðurinn Draymond Green má ekki spila með Golden State Warriors á næstunni en NBA-deildin hefur sett hann í bann. Það sérstaka við bannið er að það er ekki talið í leikjum, dögum eða vikum. Green er kominn í ótímabundið bann. Green fær bannið fyrir að slá niður Jusuf Nurkic í leik á þriðjudagskvöldið en fyrir það var hann rekinn út úr húsi. Þetta var í þriðja sinn sem Green er rekinn snemma í sturtu á þessu tímabili. Green var nýkominn úr fimm leikja banni fyrir að taka leikmann hálstaki í leik. BREAKING: The NBA will suspend Draymond Green INDEFINITELY, per Woj pic.twitter.com/KBz6o8ibPV— NBACentral (@TheDunkCentral) December 14, 2023 Alvarleiki málsins eru þessi síendurteknu brot Green. NBA-deildin segir að Green þurfi nú að uppfylla ákveðin skilyrði og skyldur áður en hann má spila aftur með Warriors. NBA-deildin segist ekki hafa viljað gefa út ramma utan um bannið heldur frekar gefa Green tækifæri til að vinna í sínum málum. Mike Dunleavy Jr., framkvæmdastjóri Golden State Warriors og umboðsmaður Green, Rich Paul, munu funda um framhaldið og finna leiðir til að hjálpa Green að ná bata en það er augljóslega eitthvað mikið að angra hann þessi misserin. Þetta bann mun líka kosta Green mikinn pening í töpuðum launum. Hann verður af 154 þúsund dollurum fyrir hvern leik sem hann missir af en það eru 21,6 milljónir króna. Verði bannið tuttugu leikir eða meira þá hækkar þessu upphæð upp í 203 þúsund Bandaríkjadali á leik sem eru meira en 28 milljónir króna. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Green fær bannið fyrir að slá niður Jusuf Nurkic í leik á þriðjudagskvöldið en fyrir það var hann rekinn út úr húsi. Þetta var í þriðja sinn sem Green er rekinn snemma í sturtu á þessu tímabili. Green var nýkominn úr fimm leikja banni fyrir að taka leikmann hálstaki í leik. BREAKING: The NBA will suspend Draymond Green INDEFINITELY, per Woj pic.twitter.com/KBz6o8ibPV— NBACentral (@TheDunkCentral) December 14, 2023 Alvarleiki málsins eru þessi síendurteknu brot Green. NBA-deildin segir að Green þurfi nú að uppfylla ákveðin skilyrði og skyldur áður en hann má spila aftur með Warriors. NBA-deildin segist ekki hafa viljað gefa út ramma utan um bannið heldur frekar gefa Green tækifæri til að vinna í sínum málum. Mike Dunleavy Jr., framkvæmdastjóri Golden State Warriors og umboðsmaður Green, Rich Paul, munu funda um framhaldið og finna leiðir til að hjálpa Green að ná bata en það er augljóslega eitthvað mikið að angra hann þessi misserin. Þetta bann mun líka kosta Green mikinn pening í töpuðum launum. Hann verður af 154 þúsund dollurum fyrir hvern leik sem hann missir af en það eru 21,6 milljónir króna. Verði bannið tuttugu leikir eða meira þá hækkar þessu upphæð upp í 203 þúsund Bandaríkjadali á leik sem eru meira en 28 milljónir króna. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum