Rafmagnshjól með virðisaukaskattsvindinn í fangið á nýju ári Hilmar Ingimundarson skrifar 15. desember 2023 07:01 Með setningu bráðabirgðaákvæðis XXVI við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 154/2019, var tollyfirvöldum gert heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt upp að hámarki 96.000 kr. við kaup á virkum samgöngutækjum. Á þessum fjórum árum hafa rafmagnshjól, og hjólreiðar almennt, heldur betur rutt sér til rúms hér á landi og opnað hefur verið fyrir mun stærri hóp að nýta sér hjólreiðar bæði til þess að fara í og úr vinnu og sinna öðrum erindum, en ekki síður til að efla lýðheilsu. Það er jákvæð breyting og ánægjulegt að sjá hvað rafmagnshjólum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár og skipa sífellt stærri sess á stígum og slóðum á höfuðborgarsvæðinu. Nú um áramótin taka gildi breytingar þar sem fella á niður framangreint bráðabirgðaákvæði, og aðeins á að styrkja kaup á rafmagnsbílum og öðrum hreinorkubílum.Fallið verður því frá stuðningi sem hefur verið síðustu ár vegna kaupa á virkum samgöngutækjum, eða öðrum farartækjum sem flokkast sem vistvæn. Rafmagnshjól og reiðhjól munu ekki falla inn í nýtt styrkjakerfi Orkusjóðs sem tekur við af núgildandi virðisaukaskattsívilnunum. Á tímum þegar verðbólga og vextir eru í hæstu hæðum og umhverfismál og heilsa almennings eru í brennidepli skýtur það skökku við að sporna gegn hvötum til fjölbreyttari og heilsusamlegri samgangna. Rafmagnshjól eru kærkomin og ánægjuleg viðbót við þá fjölbreyttu flóru samgöngumáta sem nýtist okkur við að komast á milli staða. Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafhjólum tel ég að mismuni ört stækkandi hópi fólks sem kýs að hjóla til vinnu og nýta reiðhjól sem ferðamáta, þegar því er við komið. Endurgreiðslan fullnýtist í núverandi fyrirkomulagi fyrir rafmagnshjól sem kostar um 400 þúsund krónur, sem mun hækka uppí tæp 500.000 krónur eftir áramót þegar niðurfellingarinnar nýtur ekki lengur við. Það munar um minna. Því mun óhjákvæmilega draga úr nýliðun og fjölgun í hópi vistvænni samgangna. Það er því mikilvægt að virðisaukaskattsívilnun fyrir rafmagnshjól og reiðhjól fái áfram brautargengi og að hún verði framlengd til að styðja við frelsi einstaklingsins til að geta nýtt sér umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngumáta. Því leyfi ég mér að hvetja alþingismenn til þess að halda aftur af opinberum álögum á rafknúin reiðhjól, senda jákvæð og rétt skilaboð um vistvænar samgöngur og styðja við alla samgöngumáta til jafns. Höfundur er hjólreiðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skattar og tollar Hjólreiðar Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Með setningu bráðabirgðaákvæðis XXVI við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 154/2019, var tollyfirvöldum gert heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt upp að hámarki 96.000 kr. við kaup á virkum samgöngutækjum. Á þessum fjórum árum hafa rafmagnshjól, og hjólreiðar almennt, heldur betur rutt sér til rúms hér á landi og opnað hefur verið fyrir mun stærri hóp að nýta sér hjólreiðar bæði til þess að fara í og úr vinnu og sinna öðrum erindum, en ekki síður til að efla lýðheilsu. Það er jákvæð breyting og ánægjulegt að sjá hvað rafmagnshjólum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár og skipa sífellt stærri sess á stígum og slóðum á höfuðborgarsvæðinu. Nú um áramótin taka gildi breytingar þar sem fella á niður framangreint bráðabirgðaákvæði, og aðeins á að styrkja kaup á rafmagnsbílum og öðrum hreinorkubílum.Fallið verður því frá stuðningi sem hefur verið síðustu ár vegna kaupa á virkum samgöngutækjum, eða öðrum farartækjum sem flokkast sem vistvæn. Rafmagnshjól og reiðhjól munu ekki falla inn í nýtt styrkjakerfi Orkusjóðs sem tekur við af núgildandi virðisaukaskattsívilnunum. Á tímum þegar verðbólga og vextir eru í hæstu hæðum og umhverfismál og heilsa almennings eru í brennidepli skýtur það skökku við að sporna gegn hvötum til fjölbreyttari og heilsusamlegri samgangna. Rafmagnshjól eru kærkomin og ánægjuleg viðbót við þá fjölbreyttu flóru samgöngumáta sem nýtist okkur við að komast á milli staða. Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafhjólum tel ég að mismuni ört stækkandi hópi fólks sem kýs að hjóla til vinnu og nýta reiðhjól sem ferðamáta, þegar því er við komið. Endurgreiðslan fullnýtist í núverandi fyrirkomulagi fyrir rafmagnshjól sem kostar um 400 þúsund krónur, sem mun hækka uppí tæp 500.000 krónur eftir áramót þegar niðurfellingarinnar nýtur ekki lengur við. Það munar um minna. Því mun óhjákvæmilega draga úr nýliðun og fjölgun í hópi vistvænni samgangna. Það er því mikilvægt að virðisaukaskattsívilnun fyrir rafmagnshjól og reiðhjól fái áfram brautargengi og að hún verði framlengd til að styðja við frelsi einstaklingsins til að geta nýtt sér umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngumáta. Því leyfi ég mér að hvetja alþingismenn til þess að halda aftur af opinberum álögum á rafknúin reiðhjól, senda jákvæð og rétt skilaboð um vistvænar samgöngur og styðja við alla samgöngumáta til jafns. Höfundur er hjólreiðamaður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun