Folar fagna stórafmæli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. desember 2023 15:36 Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn Garðarsson leikari og Herbert Guðmundsson tónlistarmaður standa á tímamótum í dag. Þeir fagna stórafmæli sínu hvor með sínum hætti. Annar í Brasilíu en hinn með nýbakaðri tebollu og því að gera það sem hann gerir best - að skemmta fólki. Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn er staddur í Brasilíu með eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur og syni þeirra í sannkölluðu ævintýrafríi. „Betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér!! Ævintýramaður fram í fingurgóma Gleðipinn og prakkari geggjuð blanda, hlakka til að leika með þér á þinum efri árum gamli. Elska þig út yfir öll mörk,“ segir eiginkonan Nína Dögg í kveðju til síns heittelskaða á Facebook þar sem afmæliskveðjum rignir. Gísli Örn hefur átt stórt ár en nýlega frumsýndi hann söngleikinn Frozen í Noregi. Stórafmælistónleikar í mars Herbert byrjaði daginn líka á Suður-Amerískum nótum. Hann hellti upp á kólumbískt kaffi og gæddi sér á nýbakaðri tebollu úr Bónus. Hann tók forskot á sæluna í gærkvöldi og fór út að borða á Steikhúsið Tryggvagötu með syni sínu. Þar gæddu þeir sér á gómsætri lambasteik, diet coke, og súkkulaðiköku með í eftirrétt. „Ég held sjaldnast upp á daginn en ætla að fagna stórafmælinu í kvöld með því að gleðja fólk í einkasamkvæmi. Allt verður vitlaust og fólk hoppar út á gólf, ég elska það mest,“ segir Herbert rólegur og bætir við: „Maður yngist bara með árunum.“ Herbert mun fagna tímamótunum með pompi og prakt í mars næstkomandi með stórafmælistónleikum í Hákskólabíói, þar sem farið verður yfir ferilinn. Með honum verða Diljá Pétursdóttir, Stefán Hilmarrson og Axel Ó. Ísland í dag hefur gert nærmynd af Gísla Erni og Herberti, reyndar fyrir nokkrum árum. Þær má sjá hér að neðan. Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ræddi við fólkið sem stendur Gísla næst árið 2011. Þá hefur verið horft um fimmtíu þúsund sinnum á eftirminnilegt atriði Gísla Arnar og Steinda Jr. í þættinum Stóra sviðinu í fyrra. Ásgeir Erlendsson tók hús á Herberti árið 2017. Herbert gaf út lagið Ástarbál á árinu sem er að líða. Tímamót Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn er staddur í Brasilíu með eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur og syni þeirra í sannkölluðu ævintýrafríi. „Betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér!! Ævintýramaður fram í fingurgóma Gleðipinn og prakkari geggjuð blanda, hlakka til að leika með þér á þinum efri árum gamli. Elska þig út yfir öll mörk,“ segir eiginkonan Nína Dögg í kveðju til síns heittelskaða á Facebook þar sem afmæliskveðjum rignir. Gísli Örn hefur átt stórt ár en nýlega frumsýndi hann söngleikinn Frozen í Noregi. Stórafmælistónleikar í mars Herbert byrjaði daginn líka á Suður-Amerískum nótum. Hann hellti upp á kólumbískt kaffi og gæddi sér á nýbakaðri tebollu úr Bónus. Hann tók forskot á sæluna í gærkvöldi og fór út að borða á Steikhúsið Tryggvagötu með syni sínu. Þar gæddu þeir sér á gómsætri lambasteik, diet coke, og súkkulaðiköku með í eftirrétt. „Ég held sjaldnast upp á daginn en ætla að fagna stórafmælinu í kvöld með því að gleðja fólk í einkasamkvæmi. Allt verður vitlaust og fólk hoppar út á gólf, ég elska það mest,“ segir Herbert rólegur og bætir við: „Maður yngist bara með árunum.“ Herbert mun fagna tímamótunum með pompi og prakt í mars næstkomandi með stórafmælistónleikum í Hákskólabíói, þar sem farið verður yfir ferilinn. Með honum verða Diljá Pétursdóttir, Stefán Hilmarrson og Axel Ó. Ísland í dag hefur gert nærmynd af Gísla Erni og Herberti, reyndar fyrir nokkrum árum. Þær má sjá hér að neðan. Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ræddi við fólkið sem stendur Gísla næst árið 2011. Þá hefur verið horft um fimmtíu þúsund sinnum á eftirminnilegt atriði Gísla Arnar og Steinda Jr. í þættinum Stóra sviðinu í fyrra. Ásgeir Erlendsson tók hús á Herberti árið 2017. Herbert gaf út lagið Ástarbál á árinu sem er að líða.
Tímamót Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira