Réttur fatlaðra til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. desember 2023 16:00 Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir dæmi um að börn hafi verið tekin of snemma frá seinfærum foreldrum án þess að allt hafi verið reynt og að það sé áhyggjuefni. Rétturinn til fjölskyldulífs sé mjög mikilvægur og aðlaga þurfi stuðningsþjónustu við þarfir hvers og eins Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá máli seinfærrar móður tveggja drengja sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum. Móðirin sagðist ekki þrá neitt heitar en að fá syni sína heim en Reykjavíkurborg vill svipta hana forsjá yfir þeim. Lögmaður móðurinnar segir óskiljanlegt að borgin skuli ekki hafa tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Þá sagði prófessor í fötlunarfræði, sem rannsakað hefur mál fatlaðra foreldra í áratugi, sína reynslu vera að í langflestum tilfellum væri ekki búið að reyna allt áður en börn eru tekin af seinfærum foreldrum. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir það áhyggjuefni. „Við höfum haft töluvert miklar áhyggjur af þessu og ekki af ástæðu lausu. Það hafa komið upp dæmi sem gefa tilefni til þess,“ segir Árni og bætir við að fordómar ríki í samfélaginu. „Það er kannski ekki alveg skilningur á því hvaða skyldur hvíla á opinberum aðilum samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Árni. Þar sé réttur fatlaðra til fjölskyldulífs, frjósemis og ala upp börn og fá til þess viðeigandi stuðning áréttaður. „Þetta er ekki að ástæðu lausu. Því alls staðar í heiminum, þar með talið á Íslandi, hefur verið gert allt of mikið af því að vanvirða þessi réttindi fatlaðra og ekki síst seinfærra foreldra,“ segir Árni og heldur áfram: „Þannig við höfum alltaf haft áhyggjur af því að það séu fordómar í kerfinu og ekki skilningur og kannski ekki búið að gera það sem þarf til að vinna, ekki síst, í viðhorfum þeirra sem þar eru. Rétturinn til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur og þá eigi réttur barna eigi að vera í forgangi. Árni segir mikilvægt að fatlaðir foreldrar fái viðeigandi stuðning. „Þetta er mjög skýrt að það á að vera viðeigandi aðlögun, það á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins þannig að líkurnar fyrir hvern og einn að geta notið þessara réttinda séu hámörkuð,“ segir Árni. Auðvitað geti komið upp dæmi þar sem seinfærir foreldrar ráða ekki við að ala upp börn en það eigi ekki eingöngu við um seinfæra eða fatlaða foreldra. Málefni fatlaðs fólks Fjölskyldumál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá máli seinfærrar móður tveggja drengja sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum. Móðirin sagðist ekki þrá neitt heitar en að fá syni sína heim en Reykjavíkurborg vill svipta hana forsjá yfir þeim. Lögmaður móðurinnar segir óskiljanlegt að borgin skuli ekki hafa tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Þá sagði prófessor í fötlunarfræði, sem rannsakað hefur mál fatlaðra foreldra í áratugi, sína reynslu vera að í langflestum tilfellum væri ekki búið að reyna allt áður en börn eru tekin af seinfærum foreldrum. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir það áhyggjuefni. „Við höfum haft töluvert miklar áhyggjur af þessu og ekki af ástæðu lausu. Það hafa komið upp dæmi sem gefa tilefni til þess,“ segir Árni og bætir við að fordómar ríki í samfélaginu. „Það er kannski ekki alveg skilningur á því hvaða skyldur hvíla á opinberum aðilum samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Árni. Þar sé réttur fatlaðra til fjölskyldulífs, frjósemis og ala upp börn og fá til þess viðeigandi stuðning áréttaður. „Þetta er ekki að ástæðu lausu. Því alls staðar í heiminum, þar með talið á Íslandi, hefur verið gert allt of mikið af því að vanvirða þessi réttindi fatlaðra og ekki síst seinfærra foreldra,“ segir Árni og heldur áfram: „Þannig við höfum alltaf haft áhyggjur af því að það séu fordómar í kerfinu og ekki skilningur og kannski ekki búið að gera það sem þarf til að vinna, ekki síst, í viðhorfum þeirra sem þar eru. Rétturinn til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur og þá eigi réttur barna eigi að vera í forgangi. Árni segir mikilvægt að fatlaðir foreldrar fái viðeigandi stuðning. „Þetta er mjög skýrt að það á að vera viðeigandi aðlögun, það á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins þannig að líkurnar fyrir hvern og einn að geta notið þessara réttinda séu hámörkuð,“ segir Árni. Auðvitað geti komið upp dæmi þar sem seinfærir foreldrar ráða ekki við að ala upp börn en það eigi ekki eingöngu við um seinfæra eða fatlaða foreldra.
Málefni fatlaðs fólks Fjölskyldumál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira