Réttur fatlaðra til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. desember 2023 16:00 Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir dæmi um að börn hafi verið tekin of snemma frá seinfærum foreldrum án þess að allt hafi verið reynt og að það sé áhyggjuefni. Rétturinn til fjölskyldulífs sé mjög mikilvægur og aðlaga þurfi stuðningsþjónustu við þarfir hvers og eins Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá máli seinfærrar móður tveggja drengja sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum. Móðirin sagðist ekki þrá neitt heitar en að fá syni sína heim en Reykjavíkurborg vill svipta hana forsjá yfir þeim. Lögmaður móðurinnar segir óskiljanlegt að borgin skuli ekki hafa tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Þá sagði prófessor í fötlunarfræði, sem rannsakað hefur mál fatlaðra foreldra í áratugi, sína reynslu vera að í langflestum tilfellum væri ekki búið að reyna allt áður en börn eru tekin af seinfærum foreldrum. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir það áhyggjuefni. „Við höfum haft töluvert miklar áhyggjur af þessu og ekki af ástæðu lausu. Það hafa komið upp dæmi sem gefa tilefni til þess,“ segir Árni og bætir við að fordómar ríki í samfélaginu. „Það er kannski ekki alveg skilningur á því hvaða skyldur hvíla á opinberum aðilum samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Árni. Þar sé réttur fatlaðra til fjölskyldulífs, frjósemis og ala upp börn og fá til þess viðeigandi stuðning áréttaður. „Þetta er ekki að ástæðu lausu. Því alls staðar í heiminum, þar með talið á Íslandi, hefur verið gert allt of mikið af því að vanvirða þessi réttindi fatlaðra og ekki síst seinfærra foreldra,“ segir Árni og heldur áfram: „Þannig við höfum alltaf haft áhyggjur af því að það séu fordómar í kerfinu og ekki skilningur og kannski ekki búið að gera það sem þarf til að vinna, ekki síst, í viðhorfum þeirra sem þar eru. Rétturinn til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur og þá eigi réttur barna eigi að vera í forgangi. Árni segir mikilvægt að fatlaðir foreldrar fái viðeigandi stuðning. „Þetta er mjög skýrt að það á að vera viðeigandi aðlögun, það á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins þannig að líkurnar fyrir hvern og einn að geta notið þessara réttinda séu hámörkuð,“ segir Árni. Auðvitað geti komið upp dæmi þar sem seinfærir foreldrar ráða ekki við að ala upp börn en það eigi ekki eingöngu við um seinfæra eða fatlaða foreldra. Málefni fatlaðs fólks Fjölskyldumál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá máli seinfærrar móður tveggja drengja sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum. Móðirin sagðist ekki þrá neitt heitar en að fá syni sína heim en Reykjavíkurborg vill svipta hana forsjá yfir þeim. Lögmaður móðurinnar segir óskiljanlegt að borgin skuli ekki hafa tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Þá sagði prófessor í fötlunarfræði, sem rannsakað hefur mál fatlaðra foreldra í áratugi, sína reynslu vera að í langflestum tilfellum væri ekki búið að reyna allt áður en börn eru tekin af seinfærum foreldrum. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir það áhyggjuefni. „Við höfum haft töluvert miklar áhyggjur af þessu og ekki af ástæðu lausu. Það hafa komið upp dæmi sem gefa tilefni til þess,“ segir Árni og bætir við að fordómar ríki í samfélaginu. „Það er kannski ekki alveg skilningur á því hvaða skyldur hvíla á opinberum aðilum samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Árni. Þar sé réttur fatlaðra til fjölskyldulífs, frjósemis og ala upp börn og fá til þess viðeigandi stuðning áréttaður. „Þetta er ekki að ástæðu lausu. Því alls staðar í heiminum, þar með talið á Íslandi, hefur verið gert allt of mikið af því að vanvirða þessi réttindi fatlaðra og ekki síst seinfærra foreldra,“ segir Árni og heldur áfram: „Þannig við höfum alltaf haft áhyggjur af því að það séu fordómar í kerfinu og ekki skilningur og kannski ekki búið að gera það sem þarf til að vinna, ekki síst, í viðhorfum þeirra sem þar eru. Rétturinn til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur og þá eigi réttur barna eigi að vera í forgangi. Árni segir mikilvægt að fatlaðir foreldrar fái viðeigandi stuðning. „Þetta er mjög skýrt að það á að vera viðeigandi aðlögun, það á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins þannig að líkurnar fyrir hvern og einn að geta notið þessara réttinda séu hámörkuð,“ segir Árni. Auðvitað geti komið upp dæmi þar sem seinfærir foreldrar ráða ekki við að ala upp börn en það eigi ekki eingöngu við um seinfæra eða fatlaða foreldra.
Málefni fatlaðs fólks Fjölskyldumál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira