Fjárlögin og fólkið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 18. desember 2023 11:31 Síðustu misserin hefur framganga íslenskra ráðamanna vakið sívaxandi undrun hjá okkur mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem forseti Alþýðusambandsins hitti ég marga, innan og utan hreyfingarinnar, og ég treysti mér til að fullyrða, að sú skoðun er að verða æ algengari að núverandi forustusveit ríkisstjórnarinnar sýni kjörum fólksins í landinu lítinn áhuga. Þetta sinnuleysi um hag og afkomu almennings birtist skýrt og greinilega í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 sem Alþingi samþykkti um liðna helgi. Forgangsröðunin í frumvarpinu er svo brengluð að hreinum undrum sætir. Tekjuöflun ríkisins er allri beint gegn almenningi. Skatta- og gjaldahækkanir eru sem fyrr úrræði stjórnmálamanna sem búa ekki yfir þeirri færni sem nauðsynleg er við farsæla hagstjórn. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við eðlilegri skattheimtu og fjármagnið má auðvitað ekki snerta nú sem fyrr. Þetta sýnir enn og aftur að stjórnvöld eru að verja velferðarkerfi ríkasta 5% hluta þjóðarinnar. Um leið og ríkisvaldið hefur forgöngu um að skerða kjör almennings verða skatta- og gjaldahækkanir til að blása í glæður verðbólgu sem aftur leiðir til þess að vaxtakjör munu vísast fremur versna en hitt um leið og verðbætur éta upp eign skuldara í húsnæði sínu. Minna fæst fyrir hærri skatta Á sama tíma fær almenningur sífellt minna fyrir hækkandi skatta. Tilfærslukerfi til almennings, sem eru grundvöllur þess velferðarsamfélags er lætur sig kjör hinna efnaminni einhverju varða, hafa skipulega verið holuð að innan á undan liðnum árum og enn skal hert á þeim spellvirkjum. Húsnæðisbætur lækka, vaxtabætur lækka, barnabætur lækka. Nýir og sértækir skattstofnar eru lagðir á bifreiðar og húsnæði almennings. Raunar er það svo, að nær allar opinberar álögur hækka og fyrir því munu landsmenn fá að finna á næstu vikum. Sífellt hærri gjöld og skattar skila fólkinu í landinu engu. Því veldur fráleit forgangsröðun og hörmuleg hagstjórn. „Stöðugleikinn” margfrægi er og var vitanlega frá upphafi skáldskapur; leikrit sem snerist um völd og forréttindi valinna hópa, fyrirtækja og atvinnugreina. Fjárlagafrumvarp næsta árs staðfestir þetta mat. Heilbrigð forgangsröðun Verkalýðshreyfingin hefur margoft kynnt ítarlegar tillögur um hvernig hlífa má almenningi við sífellt auknum álögum og varða þær í stuttu máli einkum breytta skattlagningu fjármagnstekna, tekjutilflutning, auðlindagjöld, hækkun bankaskatts og eðlilega skattlagningu ferðaþjónustu. Þessi forgangsröðun er heilbrigð og hún er réttlát. Hún beinir skattakrumlunni að þeim stöðum þar sem fjármagninu hefur verið safnað og stjórnmálamenn hafa ákveðið að njóta skuli eins konar „friðhelgi” gagnvart samfélaginu og þörfum þess á sama tíma og hin útvöldu raka saman auði á kostnað almennings. Fjárlagafrumvarp 2024 sýnir almenningi verkefnið og beinir sterku ljósi að andstæðingunum; þeim stjórnmálamönnum og hagsmunaöflum sem láta sér í léttu rúmi liggja versnandi kjör launafólks og raunverulega fátækt þeirra sem minnst hafa handa í millum. Frumvarpið lýsir firringu gagnvart fólkinu í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál ASÍ Finnbjörn A. Hermannsson Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Síðustu misserin hefur framganga íslenskra ráðamanna vakið sívaxandi undrun hjá okkur mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem forseti Alþýðusambandsins hitti ég marga, innan og utan hreyfingarinnar, og ég treysti mér til að fullyrða, að sú skoðun er að verða æ algengari að núverandi forustusveit ríkisstjórnarinnar sýni kjörum fólksins í landinu lítinn áhuga. Þetta sinnuleysi um hag og afkomu almennings birtist skýrt og greinilega í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 sem Alþingi samþykkti um liðna helgi. Forgangsröðunin í frumvarpinu er svo brengluð að hreinum undrum sætir. Tekjuöflun ríkisins er allri beint gegn almenningi. Skatta- og gjaldahækkanir eru sem fyrr úrræði stjórnmálamanna sem búa ekki yfir þeirri færni sem nauðsynleg er við farsæla hagstjórn. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við eðlilegri skattheimtu og fjármagnið má auðvitað ekki snerta nú sem fyrr. Þetta sýnir enn og aftur að stjórnvöld eru að verja velferðarkerfi ríkasta 5% hluta þjóðarinnar. Um leið og ríkisvaldið hefur forgöngu um að skerða kjör almennings verða skatta- og gjaldahækkanir til að blása í glæður verðbólgu sem aftur leiðir til þess að vaxtakjör munu vísast fremur versna en hitt um leið og verðbætur éta upp eign skuldara í húsnæði sínu. Minna fæst fyrir hærri skatta Á sama tíma fær almenningur sífellt minna fyrir hækkandi skatta. Tilfærslukerfi til almennings, sem eru grundvöllur þess velferðarsamfélags er lætur sig kjör hinna efnaminni einhverju varða, hafa skipulega verið holuð að innan á undan liðnum árum og enn skal hert á þeim spellvirkjum. Húsnæðisbætur lækka, vaxtabætur lækka, barnabætur lækka. Nýir og sértækir skattstofnar eru lagðir á bifreiðar og húsnæði almennings. Raunar er það svo, að nær allar opinberar álögur hækka og fyrir því munu landsmenn fá að finna á næstu vikum. Sífellt hærri gjöld og skattar skila fólkinu í landinu engu. Því veldur fráleit forgangsröðun og hörmuleg hagstjórn. „Stöðugleikinn” margfrægi er og var vitanlega frá upphafi skáldskapur; leikrit sem snerist um völd og forréttindi valinna hópa, fyrirtækja og atvinnugreina. Fjárlagafrumvarp næsta árs staðfestir þetta mat. Heilbrigð forgangsröðun Verkalýðshreyfingin hefur margoft kynnt ítarlegar tillögur um hvernig hlífa má almenningi við sífellt auknum álögum og varða þær í stuttu máli einkum breytta skattlagningu fjármagnstekna, tekjutilflutning, auðlindagjöld, hækkun bankaskatts og eðlilega skattlagningu ferðaþjónustu. Þessi forgangsröðun er heilbrigð og hún er réttlát. Hún beinir skattakrumlunni að þeim stöðum þar sem fjármagninu hefur verið safnað og stjórnmálamenn hafa ákveðið að njóta skuli eins konar „friðhelgi” gagnvart samfélaginu og þörfum þess á sama tíma og hin útvöldu raka saman auði á kostnað almennings. Fjárlagafrumvarp 2024 sýnir almenningi verkefnið og beinir sterku ljósi að andstæðingunum; þeim stjórnmálamönnum og hagsmunaöflum sem láta sér í léttu rúmi liggja versnandi kjör launafólks og raunverulega fátækt þeirra sem minnst hafa handa í millum. Frumvarpið lýsir firringu gagnvart fólkinu í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar