Veltir framboði til forseta fyrir sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2023 15:49 Páll Pálsson er fasteignasali sem gæti vel hugsað sér að verða forseti. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Hann tjáði fréttastofu á dögunum að hann ætlaði ekki að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framhaldið fyrr en ávarpi sínu á nýársdag. „Það verða smá vonbrigði ef Guðni fer ekki aftur fram,“ segir Páll í samtali við Vísi sem hafði heyrt úr fleiri en einni átt að Páll hyggi á framboð. „Ég var með plan um að fara fram þegar hann væri búinn að vera forseti í fjögur ár í viðbót,“ segir Páll. Flestir virðast reikna með því að Guðni tilkynni um áframhaldandi framboð sitt. Lítil umræða hefur verið um forsetaembættið og fáir verið orðaðir við framboð. Undantekning á því er Sigríður Hrund Pétursdóttir sem tjáði Vísi á dögunum að hún lægi undir feld varðandi mögulegt framboð. „Ég vona innilega að hann klári næsta tímabil. En ég veit ekki hvort ég ætli fram ef hann gerir það ekki,“ segir Páll sem mun sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á nýársdag. Hann tekur undir að ákvörðun hans um framboð standi og falli með Guðna. „Hann hefur verið frábær forseti og ég vona að hann haldi áfram fjögur ár í viðbót. Hann er að standa sig vel og ég sé engan í dag sem er betri en hann í þetta hlutverk. Þó maður geti verið uppfullur af egói þá er hann betri en bæði ég og þú í þetta embætti,“ segir Páll. Guðni hefur vakið athygli fyrir alþýðleika sinn. Hann tínir dósir á Álftanesi, stendur næturvaktina á fótboltamótum barnanna og notar buff eins og börnin. Páll segist ekki nota buff eins og Guðni. „Ég er ekki í buffinu. Guðni má eiga það skuldlaust. Það getur enginn toppað hann þar,“ segir Páll sem myndi snúa aftur heim á Álftanes, þar sem hann ólst upp, fari svo að hann nái kjöri einn daginn sem forseti Íslands. Forseti Íslands Garðabær Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Hann tjáði fréttastofu á dögunum að hann ætlaði ekki að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framhaldið fyrr en ávarpi sínu á nýársdag. „Það verða smá vonbrigði ef Guðni fer ekki aftur fram,“ segir Páll í samtali við Vísi sem hafði heyrt úr fleiri en einni átt að Páll hyggi á framboð. „Ég var með plan um að fara fram þegar hann væri búinn að vera forseti í fjögur ár í viðbót,“ segir Páll. Flestir virðast reikna með því að Guðni tilkynni um áframhaldandi framboð sitt. Lítil umræða hefur verið um forsetaembættið og fáir verið orðaðir við framboð. Undantekning á því er Sigríður Hrund Pétursdóttir sem tjáði Vísi á dögunum að hún lægi undir feld varðandi mögulegt framboð. „Ég vona innilega að hann klári næsta tímabil. En ég veit ekki hvort ég ætli fram ef hann gerir það ekki,“ segir Páll sem mun sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á nýársdag. Hann tekur undir að ákvörðun hans um framboð standi og falli með Guðna. „Hann hefur verið frábær forseti og ég vona að hann haldi áfram fjögur ár í viðbót. Hann er að standa sig vel og ég sé engan í dag sem er betri en hann í þetta hlutverk. Þó maður geti verið uppfullur af egói þá er hann betri en bæði ég og þú í þetta embætti,“ segir Páll. Guðni hefur vakið athygli fyrir alþýðleika sinn. Hann tínir dósir á Álftanesi, stendur næturvaktina á fótboltamótum barnanna og notar buff eins og börnin. Páll segist ekki nota buff eins og Guðni. „Ég er ekki í buffinu. Guðni má eiga það skuldlaust. Það getur enginn toppað hann þar,“ segir Páll sem myndi snúa aftur heim á Álftanes, þar sem hann ólst upp, fari svo að hann nái kjöri einn daginn sem forseti Íslands.
Forseti Íslands Garðabær Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira