Páll Erland forstjóri HS Veitna segir í samtali við Vísi að í kvöld hafi neyðarstjórn HS veitna verið virkjuð og hún fundi enn.
Upplýsingar frá Almannavörnum og Veðurstofunni berist jafn óðum en ekki sé hægt að segja til um hvort hraunflæðið muni hafa áhrif á innviði að svo stöddu.
„Við verðum á vaktinni þangað til við höfum eitthvað fast land undi fótum og vitum hvað sé raunverulega í gangi þarna,“ segir Páll í samtali við Vísi.