Jólahugvekja um aðbúnað svína Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 19. desember 2023 12:31 Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú annað árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki hamborgarhrygg í jólamatinn. Þessi grein er hugvekja um það efni. Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Lög um velferð dýra segja til um að dýr eiga að hafa tækifæri til að upplifa sitt náttúrulega atferli. Þetta er ein af lágmarkskröfum til að halda dýr. Iðnaðarframleiðsla á svínakjöti, sem ekki getur talist búskapur, uppfyllir engan veginn þetta skilyrði. Gyltum er haldið föngum í þröngum gotstíum. Afkastageta þeirra til að skila af sér sem flestum grísum er hámörkuð. Gyltur eru frá náttúrunnar hendi afar ljúfar og umhyggjusamar mæður en búa við aðstæður þar sem þær geta á engan hátt sinnt grísunum sínum. Flest erum við dýravinir. Við viljum að dýrum líði vel og njóti góðs lífs. Við gerum kröfu um, treystum og jafnvel trúum að kjöt sem framleitt er á Íslandi uppfylli slík skilyrði. Framleiðsla á svínakjöti gerir það ekki. Fæst okkar þekkja til framleiðslunnar enda er það hagur framleiðenda að halda upplýsingum um hana leyndum. Svín er greind, leikglöð og ljúf en þeim er búið hræðilegt líf í svínabúum landsins. Með kaupum á vörum frá slíkum búum eru neytendur að samþykkja og styðja við illa meðferð dýra. Samþykki og stuðning veitum við í skjóli sjálfsblekkingar eða vanþekkingar um starfsemina. Tilgangur þessarar greinar er að hvetja fólk til að leiða hugann að því hvað gera þarf til að koma hamborgarhryggnum á diskinn okkar. Svínum er aldrei hleypt út og geta því aldrei andað að sér fersku lofti. Þau fá ekki að leika sér við eðlilegar aðstæður eða róta í moldinni með trýni sínu. Gylturnar gjóta allt að þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Þær geta einungis staðið upp og lagst niður. Þær geta ekki hnusað af grísum sínum sem sjúga spena í gegnum rimla. Tennur og halar grísa eru klippt án deyfingar af starfsfólki verksmiðjubúa. Það er í trássi við lög og reglur. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þessi hreinlátu dýr eru svo látin dúsa í þröngum stíum í úrgangi sínum. Lokaskref framleiðslunnar fer fram í gasklefa við hræðilegar aðstæður. Hópur svína er þá rekinn í klefa og opnað er fyrir kæfigas. Í gasklefum má kæfa hóp svína til meðvitundarleysis en það getur tekið 60 kvalarfullar sekúndur. Gasið er mjög ertandi og veldur sviða í slímhúðum og mikilli andnauð. Matvælaöryggisstofnun Evrópu metur notkun gasklefa við slátrun svína alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Svín eru eins og við. Þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Þau geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum jólamatinn. Fólk getur minnkað þjáningarspor sitt til muna með því að hafna svínaafurðum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Fylgist með á instagram og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Darri Gunnarsson, verkfræðingur Rósa Líf Darradóttir, læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú annað árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki hamborgarhrygg í jólamatinn. Þessi grein er hugvekja um það efni. Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Lög um velferð dýra segja til um að dýr eiga að hafa tækifæri til að upplifa sitt náttúrulega atferli. Þetta er ein af lágmarkskröfum til að halda dýr. Iðnaðarframleiðsla á svínakjöti, sem ekki getur talist búskapur, uppfyllir engan veginn þetta skilyrði. Gyltum er haldið föngum í þröngum gotstíum. Afkastageta þeirra til að skila af sér sem flestum grísum er hámörkuð. Gyltur eru frá náttúrunnar hendi afar ljúfar og umhyggjusamar mæður en búa við aðstæður þar sem þær geta á engan hátt sinnt grísunum sínum. Flest erum við dýravinir. Við viljum að dýrum líði vel og njóti góðs lífs. Við gerum kröfu um, treystum og jafnvel trúum að kjöt sem framleitt er á Íslandi uppfylli slík skilyrði. Framleiðsla á svínakjöti gerir það ekki. Fæst okkar þekkja til framleiðslunnar enda er það hagur framleiðenda að halda upplýsingum um hana leyndum. Svín er greind, leikglöð og ljúf en þeim er búið hræðilegt líf í svínabúum landsins. Með kaupum á vörum frá slíkum búum eru neytendur að samþykkja og styðja við illa meðferð dýra. Samþykki og stuðning veitum við í skjóli sjálfsblekkingar eða vanþekkingar um starfsemina. Tilgangur þessarar greinar er að hvetja fólk til að leiða hugann að því hvað gera þarf til að koma hamborgarhryggnum á diskinn okkar. Svínum er aldrei hleypt út og geta því aldrei andað að sér fersku lofti. Þau fá ekki að leika sér við eðlilegar aðstæður eða róta í moldinni með trýni sínu. Gylturnar gjóta allt að þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Þær geta einungis staðið upp og lagst niður. Þær geta ekki hnusað af grísum sínum sem sjúga spena í gegnum rimla. Tennur og halar grísa eru klippt án deyfingar af starfsfólki verksmiðjubúa. Það er í trássi við lög og reglur. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þessi hreinlátu dýr eru svo látin dúsa í þröngum stíum í úrgangi sínum. Lokaskref framleiðslunnar fer fram í gasklefa við hræðilegar aðstæður. Hópur svína er þá rekinn í klefa og opnað er fyrir kæfigas. Í gasklefum má kæfa hóp svína til meðvitundarleysis en það getur tekið 60 kvalarfullar sekúndur. Gasið er mjög ertandi og veldur sviða í slímhúðum og mikilli andnauð. Matvælaöryggisstofnun Evrópu metur notkun gasklefa við slátrun svína alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Svín eru eins og við. Þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Þau geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum jólamatinn. Fólk getur minnkað þjáningarspor sitt til muna með því að hafna svínaafurðum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Fylgist með á instagram og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Darri Gunnarsson, verkfræðingur Rósa Líf Darradóttir, læknir
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun