Mýtan um töfralausnir ríkissáttasemjara Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 19. desember 2023 13:30 Í nýlegri skoðanagrein sinni, Kaffiboðið í Karphúsinu, fjallar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um hlutverk ríkissáttasemjara og reynir að draga upp samanburð við önnur Norðurlönd, en á röngum forsendum. Því fer fjarri að ríkissáttasemjari sé gestgjafi í kaffiboðum eins og framkvæmdastjórinn gefur í skyn. Flestum ríkissáttasemjurum hefur tekist með skynsemi og lempni að laða aðila á vinnumarkaði til samninga og unnið í því efni aðdáunarvert og gott starf með örfáum undantekningum sem ekki er ástæða til að nefna Óskoraður réttur til vinnustöðvunar Réttur samtaka launafólks til þess að þrýsta á um kröfur sínar í vinnudeilum með boðun vinnustöðvana fellur undir grundvallarmannréttindi sem varin eru af fjölmörgum evrópskum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og hafa lagagildi hér á landi. Hér vísast m.a. til Félagsmálasáttmála Evrópu, Alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 og 98. Um þetta er blessunarlega lítið deilt og horfa verður á allar mögulegar og ómögulegar breytingar á íslenska vinnumarkaðslíkaninu með hliðsjón af þessu. Sé horft til annarra Norðurlanda er það rétt að valdheimildir sáttasemjara þar eru a.m.k. sumpart aðrar en hér. Hvort þær eru meiri er eitthvað sem eflaust má deila um en mestu skiptir að þær eru sprottnar upp úr annars konar veruleika. Mikilvægast er hér að hafa í huga að valdheimildir sáttasemjara eru aðeins einn hluti af miklu stærra og flóknara vinnumarkaðsumhverfi þar sem fléttast inn venjur, hagfræði, landafræði og menning viðkomandi lands. Framkvæmdastjóri SA lætur vera að fjalla um þessi grundvallaratriði. Að mörgu leyti eru Norðurlöndin fyrirmynd í málefnum vinnumarkaðar. Stjórnvöldum á Norðurlöndum hefur auðnast í áranna rás að koma á og viðhalda nokkuð góðum félagslegum stöðugleika, jöfnuði og fyrirsjáanleika sem eðli málsins samkvæmt hefur mikil áhrif á vilja launafólks og traust til að ganga til kjarasamninga án mikilla átaka. Hins vegar er það beinlínis rangt að þar ríki ávallt sátt og samlyndi um kaup og kjör. Samstaða um hlutverk ríkissáttasemjara Lykill að velgengni vinnumarkaðslíkans Norðurlandanna er að samtök launafólks og atvinnurekendur hafa komist að sátt um uppbyggingu kerfisins. Þetta er kjarni máls sem framkvæmdastjóri SA kýs einnig að leiða hjá sér. Hlutverk ríkissáttasemjara þar er með þeim hætti sem raun ber vitni vegna þess að aðilar hafa í sameiningu ákveðið að svo skuli vera. Á þeim forsendum hafa þeir verið reiðubúnir að framselja hluta af valdi sem þeir hafa samkvæmt framangreindu. Slíkt hefur vissulega að einhverju leyti verið til umræðu hér á landi áður og mun væntanlega skjóta upp kollinum aftur. Augljóslega verður slík umræða ekki til lykta leidd nema að allir þættir vinnumarkaðsumhverfisins séu ræddir. Að líta svo á að töfralausn sé falin í því að auka valdheimildir ríkissáttasemjara án þess að uppbyggileg umræða hafi átt sér stað við samtök launafólks sem fara með hinn eiginlega kjarasamningsrétt og valdheimildir er í skásta falli óábyrgt og ekki líklegt til að skapa sátt á vinnumarkaði til lengri tíma. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri skoðanagrein sinni, Kaffiboðið í Karphúsinu, fjallar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um hlutverk ríkissáttasemjara og reynir að draga upp samanburð við önnur Norðurlönd, en á röngum forsendum. Því fer fjarri að ríkissáttasemjari sé gestgjafi í kaffiboðum eins og framkvæmdastjórinn gefur í skyn. Flestum ríkissáttasemjurum hefur tekist með skynsemi og lempni að laða aðila á vinnumarkaði til samninga og unnið í því efni aðdáunarvert og gott starf með örfáum undantekningum sem ekki er ástæða til að nefna Óskoraður réttur til vinnustöðvunar Réttur samtaka launafólks til þess að þrýsta á um kröfur sínar í vinnudeilum með boðun vinnustöðvana fellur undir grundvallarmannréttindi sem varin eru af fjölmörgum evrópskum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og hafa lagagildi hér á landi. Hér vísast m.a. til Félagsmálasáttmála Evrópu, Alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 og 98. Um þetta er blessunarlega lítið deilt og horfa verður á allar mögulegar og ómögulegar breytingar á íslenska vinnumarkaðslíkaninu með hliðsjón af þessu. Sé horft til annarra Norðurlanda er það rétt að valdheimildir sáttasemjara þar eru a.m.k. sumpart aðrar en hér. Hvort þær eru meiri er eitthvað sem eflaust má deila um en mestu skiptir að þær eru sprottnar upp úr annars konar veruleika. Mikilvægast er hér að hafa í huga að valdheimildir sáttasemjara eru aðeins einn hluti af miklu stærra og flóknara vinnumarkaðsumhverfi þar sem fléttast inn venjur, hagfræði, landafræði og menning viðkomandi lands. Framkvæmdastjóri SA lætur vera að fjalla um þessi grundvallaratriði. Að mörgu leyti eru Norðurlöndin fyrirmynd í málefnum vinnumarkaðar. Stjórnvöldum á Norðurlöndum hefur auðnast í áranna rás að koma á og viðhalda nokkuð góðum félagslegum stöðugleika, jöfnuði og fyrirsjáanleika sem eðli málsins samkvæmt hefur mikil áhrif á vilja launafólks og traust til að ganga til kjarasamninga án mikilla átaka. Hins vegar er það beinlínis rangt að þar ríki ávallt sátt og samlyndi um kaup og kjör. Samstaða um hlutverk ríkissáttasemjara Lykill að velgengni vinnumarkaðslíkans Norðurlandanna er að samtök launafólks og atvinnurekendur hafa komist að sátt um uppbyggingu kerfisins. Þetta er kjarni máls sem framkvæmdastjóri SA kýs einnig að leiða hjá sér. Hlutverk ríkissáttasemjara þar er með þeim hætti sem raun ber vitni vegna þess að aðilar hafa í sameiningu ákveðið að svo skuli vera. Á þeim forsendum hafa þeir verið reiðubúnir að framselja hluta af valdi sem þeir hafa samkvæmt framangreindu. Slíkt hefur vissulega að einhverju leyti verið til umræðu hér á landi áður og mun væntanlega skjóta upp kollinum aftur. Augljóslega verður slík umræða ekki til lykta leidd nema að allir þættir vinnumarkaðsumhverfisins séu ræddir. Að líta svo á að töfralausn sé falin í því að auka valdheimildir ríkissáttasemjara án þess að uppbyggileg umræða hafi átt sér stað við samtök launafólks sem fara með hinn eiginlega kjarasamningsrétt og valdheimildir er í skásta falli óábyrgt og ekki líklegt til að skapa sátt á vinnumarkaði til lengri tíma. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun