„Ég er í smá afneitun um að gera þetta af því að ég er svo heimakær“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 10:01 Íslenska frjálsíþróttaafreksparið Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Guðni Valur Guðnason. Vísir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er að flytja út til Svíþjóðar þar sem hún mun hefja æfingar með sænsku frjálsíþróttaliði. Guðbjörg Jóna segir frá flutningum sínum í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands en Guðbjörg Jóna er fremsta spretthlaupskona landsins. Guðbjörg æfði með sænska liðinu MAI (Malmö Allmänna Idrottsförening) í nokkrar vikur í október og leyst það vel á aðstæður að hún ákvað að fara þangað eftir áramót. „Ég ákvað að prófa nýtt umhverfi æfingalega séð og leist bara svona líka vel á mig í Malmö þannig ég er að fara að flytja þangað um áramótin. Ég kem líka eitthvað heim til að keppa og mögulega æfa líka. Þetta er aðallega hugsað til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Guðbjörg Jóna í viðtali við heimasíðu FRÍ. Guðbjörg ætlar ekki að slaka mikið á milli æfinga því hún mun einnig reyna að hefja þar Mastersnám í háskólanum í Lundi. „Ég ætla líka, á meðan ég er að æfa, að sækja um mastersnám í háskólanum í Malmö eða háskólanum í Lundi, er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég ætla allavega að æfa og keppa fram í ágúst því að þá byrjar námið. Þannig ég ætla bara að sjá hvort ég komist ekki alveg örugglega inn,“ sagði Guðbjörg. Að hennar mati var kominn tími á að gera eitthvað öðruvísi. „Mig er búið að langa að prufa eitthvað nýtt í einhvern tíma og ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að prufa nýtt umhverfi svona ef maður getur. Ég hafði tækifæri til þess þannig ég ákvað bara að skella mér,“ sagði Guðbjörg. „Ég er í smá afneitun um að gera þetta því ég er svo heimakær, en þetta er eitthvað sem ég þarf að gera til þess að fara út fyrir þægindarammann. Ég held að maður verði bara betri íþróttamaður að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg er að fara í í æfingabúðir með liðinu frá 1. til 16. janúar þannig að hún og Guðni Valur, kærastinn hennar, fara út þann 27. desember. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var talað um að Guðni Valur væri líka að flytja út en það er ekki rétt. Hann mun æfa hér áfram heima með stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í París. Það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Guðbjörg Jóna segir frá flutningum sínum í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands en Guðbjörg Jóna er fremsta spretthlaupskona landsins. Guðbjörg æfði með sænska liðinu MAI (Malmö Allmänna Idrottsförening) í nokkrar vikur í október og leyst það vel á aðstæður að hún ákvað að fara þangað eftir áramót. „Ég ákvað að prófa nýtt umhverfi æfingalega séð og leist bara svona líka vel á mig í Malmö þannig ég er að fara að flytja þangað um áramótin. Ég kem líka eitthvað heim til að keppa og mögulega æfa líka. Þetta er aðallega hugsað til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Guðbjörg Jóna í viðtali við heimasíðu FRÍ. Guðbjörg ætlar ekki að slaka mikið á milli æfinga því hún mun einnig reyna að hefja þar Mastersnám í háskólanum í Lundi. „Ég ætla líka, á meðan ég er að æfa, að sækja um mastersnám í háskólanum í Malmö eða háskólanum í Lundi, er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég ætla allavega að æfa og keppa fram í ágúst því að þá byrjar námið. Þannig ég ætla bara að sjá hvort ég komist ekki alveg örugglega inn,“ sagði Guðbjörg. Að hennar mati var kominn tími á að gera eitthvað öðruvísi. „Mig er búið að langa að prufa eitthvað nýtt í einhvern tíma og ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að prufa nýtt umhverfi svona ef maður getur. Ég hafði tækifæri til þess þannig ég ákvað bara að skella mér,“ sagði Guðbjörg. „Ég er í smá afneitun um að gera þetta því ég er svo heimakær, en þetta er eitthvað sem ég þarf að gera til þess að fara út fyrir þægindarammann. Ég held að maður verði bara betri íþróttamaður að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg er að fara í í æfingabúðir með liðinu frá 1. til 16. janúar þannig að hún og Guðni Valur, kærastinn hennar, fara út þann 27. desember. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var talað um að Guðni Valur væri líka að flytja út en það er ekki rétt. Hann mun æfa hér áfram heima með stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í París. Það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira