Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. desember 2023 14:22 Siggeir og fjölskylda fengu strax að dvelja hjá mágkonu hans og segist hann vera í betri stöðu en margir aðrir Grindvíkingar. Hann biðlar til landsmanna um að hafa langlundargeð því Grindvíkingar þurfi stuðning og skilning í mun lengri tíma en áður var talið. Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. Siggeir F. Ævarsson, fjölskyldufaðir sem búsettur er í Grindavík, segist vera í mun betri málum en margir Grindvíkingar. Mágkona Siggeirs bauð fjölskyldunni hans 10. nóvember, þegar rýma þurfti Grindavík með hraði, að flytja inn til sín á neðri hæðina og þar hefur fjölskyldan verið síðan. Siggeir vakti á mánudagskvöldið fram eftir nóttu yfir vefmyndavélum og fréttum af eldgosinu til að sjá hvað yrði um bæinn hans. Hann leyfir sér ekki að hugsa langt fram í tímann en er vondaufur um að Grindvíkingar geti snúið aftur í bæinn bráðlega og því séu húsnæðismálin efst í huga Grindvíkinga. „Það er allur tilfinningaskalinn í gangi hjá fólki en mér finnst alltaf fleiri og fleiri orðnir bara reiðir og pirraðir því það er alveg ljóst að þetta mun taka langan tíma og það gengur rosa hægt að greiða úr ýmsum málum og það er fólk sem er kannski búið að flytja fjórum sinnum og fólk sem er mjög óöruggt og jafnvel án tekna þannig að fólk er orðið langeygt eftir einhverjum alvöru lausnum, ekki skammtímalausnum eða einhverju, hvað eigum við að segja, sem hefur lítil áhrif á þeirra hag.“ Siggeir segist gríðarlega þakklátur almenningi fyrir hjálpsemina en biðlar um leið til hans um langlundargeð því ljóst sé að Grindvíkingar muni þurfa hjálpina lengur. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum, við Grindvíkingar, heilt yfir, og maður er þakklátur fyrir það en maður er kannski svona pínu hræddur um, það er hugsun aftarlega í kollinum, að fólk muni fá leið á okkur á einhverjum tímapunkti og segja bara jæja, Getið þið ekki hætt þessu væli en við munum þurfa á stuðningi að halda lengur og skilningi.“ Grindvíkingar þurfi festu og öryggi í húsnæðismálum. „Það eru mjög margir í skammtímalausnum. Fólk er í einhverjum íbúðum fólks sem er erlendis tímabundið en það eru margir sem eru ekki með vissu um hvar þeir verða á nýju ári.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08 Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Siggeir F. Ævarsson, fjölskyldufaðir sem búsettur er í Grindavík, segist vera í mun betri málum en margir Grindvíkingar. Mágkona Siggeirs bauð fjölskyldunni hans 10. nóvember, þegar rýma þurfti Grindavík með hraði, að flytja inn til sín á neðri hæðina og þar hefur fjölskyldan verið síðan. Siggeir vakti á mánudagskvöldið fram eftir nóttu yfir vefmyndavélum og fréttum af eldgosinu til að sjá hvað yrði um bæinn hans. Hann leyfir sér ekki að hugsa langt fram í tímann en er vondaufur um að Grindvíkingar geti snúið aftur í bæinn bráðlega og því séu húsnæðismálin efst í huga Grindvíkinga. „Það er allur tilfinningaskalinn í gangi hjá fólki en mér finnst alltaf fleiri og fleiri orðnir bara reiðir og pirraðir því það er alveg ljóst að þetta mun taka langan tíma og það gengur rosa hægt að greiða úr ýmsum málum og það er fólk sem er kannski búið að flytja fjórum sinnum og fólk sem er mjög óöruggt og jafnvel án tekna þannig að fólk er orðið langeygt eftir einhverjum alvöru lausnum, ekki skammtímalausnum eða einhverju, hvað eigum við að segja, sem hefur lítil áhrif á þeirra hag.“ Siggeir segist gríðarlega þakklátur almenningi fyrir hjálpsemina en biðlar um leið til hans um langlundargeð því ljóst sé að Grindvíkingar muni þurfa hjálpina lengur. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum, við Grindvíkingar, heilt yfir, og maður er þakklátur fyrir það en maður er kannski svona pínu hræddur um, það er hugsun aftarlega í kollinum, að fólk muni fá leið á okkur á einhverjum tímapunkti og segja bara jæja, Getið þið ekki hætt þessu væli en við munum þurfa á stuðningi að halda lengur og skilningi.“ Grindvíkingar þurfi festu og öryggi í húsnæðismálum. „Það eru mjög margir í skammtímalausnum. Fólk er í einhverjum íbúðum fólks sem er erlendis tímabundið en það eru margir sem eru ekki með vissu um hvar þeir verða á nýju ári.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08 Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
„Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00
Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08
Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11