Stórt klúður þegar treyjur landsliðsins voru seldar Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 09:00 Bláklæddir stuðningsmenn Íslands ætla að láta til sín taka í Þýskalandi í janúar. VÍSIR/VILHELM Fjöldi stuðningsmanna íslensku handboltalandsliðanna, og ástvinir sem vilja gleðja slíka um jólin, leita nú í örvæntingu að einhverjum til að skipta við á landsliðstreyju eftir að röngum stærðum var útdeilt til fólks. Markaðsstjóri HSÍ segir að í dag sé hægt að panta treyjur í réttri stærð og að söluaðili ætli að koma til móts við svikna kaupendur. Eftir langþráða keppni kvennalandsliðs Íslands á HM í handbolta í þessum mánuði bíða Íslendingar nú spenntir eftir EM karla í janúar, og er búist við yfir 4.000 Íslendingum í München. Vonir standa til að allir sem vilja verði þá komnir í landsliðstreyju í sinni stærð. Ljóst er, til að mynda af stuðningsmannasíðu á Facebook, að fjöldi fólks hefur fengið landsliðstreyju í rangri stærð eftir að hafa pantað í gegnum Boozt, sem í fyrsta sinn sér um sölu á treyjunum. Þannig pantaði kona til dæmis þrjár karlatreyjur í „small“ og tvær kvennatreyjur í „small“ en fékk karlatreyjurnar í XL og kvennatreyjurnar í L, eða sem sagt fimm treyjur sem ekki pössuðu. Mýmörg dæmi virðast vera um sams konar rugling. Hluti af þeim skilaboðum sem birtust á Facebook þar sem fólk auglýsti eftir skiptum á landsliðstreyjum.Skjáskot/Facebook Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, var vel meðvitaður um vandamálið þegar Vísir heyrði í honum í gær. Vika er síðan að HSÍ greindi frá því að netverslun sambandsins hefði verið færð alfarið yfir til Boozt. Treyjurnar rangt flokkaðar en ekki lengur „Ég hafði samband við Boozt um leið og þetta kom í ljós. Sökin liggur, eins og ég skildi þetta, í merkingum frá Kempa [sem framleiðir treyjurnar]. Að „spekkarnir“ sem skannaðir voru inn á lagerinn hafi verið vitlausir, og þannig hafi til dæmis XL verið flokkað sem Small. Þess vegna var þetta allt afgreitt vitlaust,“ segir Kjartan. Nú sé hins vegar óhætt að panta landsliðstreyjuna. Íslenskir stuðningsmenn vöktu mikla athygli í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM „Ég gerði Boozt viðvart strax og þau fóru í að leiðrétta þetta. Ég hef fengið þau skilaboð að núna ætti allt að vera orðið öruggt. Okkur þykir þetta auðvitað leitt. Boozt ætlaði að hafa samband við fólk og reyna að leiðrétta þetta,“ segir Kjartan. Í Facebook-hópnum „EM Stuðningsmannahópur fyrir 2024“ má sjá að margir hafa einfaldlega farið þá leið að finna einhvern með rétta stærð, til að skiptast á treyjum, enda ekki víst að hægt sé að fá nýja treyju í tæka tíð í jólapakkann. „Það eru margir að skipta bara innbyrðis. Það er bara íslenska leiðin. En núna á allt að vera komið í réttan farveg,“ segir Kjartan. Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Eftir langþráða keppni kvennalandsliðs Íslands á HM í handbolta í þessum mánuði bíða Íslendingar nú spenntir eftir EM karla í janúar, og er búist við yfir 4.000 Íslendingum í München. Vonir standa til að allir sem vilja verði þá komnir í landsliðstreyju í sinni stærð. Ljóst er, til að mynda af stuðningsmannasíðu á Facebook, að fjöldi fólks hefur fengið landsliðstreyju í rangri stærð eftir að hafa pantað í gegnum Boozt, sem í fyrsta sinn sér um sölu á treyjunum. Þannig pantaði kona til dæmis þrjár karlatreyjur í „small“ og tvær kvennatreyjur í „small“ en fékk karlatreyjurnar í XL og kvennatreyjurnar í L, eða sem sagt fimm treyjur sem ekki pössuðu. Mýmörg dæmi virðast vera um sams konar rugling. Hluti af þeim skilaboðum sem birtust á Facebook þar sem fólk auglýsti eftir skiptum á landsliðstreyjum.Skjáskot/Facebook Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, var vel meðvitaður um vandamálið þegar Vísir heyrði í honum í gær. Vika er síðan að HSÍ greindi frá því að netverslun sambandsins hefði verið færð alfarið yfir til Boozt. Treyjurnar rangt flokkaðar en ekki lengur „Ég hafði samband við Boozt um leið og þetta kom í ljós. Sökin liggur, eins og ég skildi þetta, í merkingum frá Kempa [sem framleiðir treyjurnar]. Að „spekkarnir“ sem skannaðir voru inn á lagerinn hafi verið vitlausir, og þannig hafi til dæmis XL verið flokkað sem Small. Þess vegna var þetta allt afgreitt vitlaust,“ segir Kjartan. Nú sé hins vegar óhætt að panta landsliðstreyjuna. Íslenskir stuðningsmenn vöktu mikla athygli í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM „Ég gerði Boozt viðvart strax og þau fóru í að leiðrétta þetta. Ég hef fengið þau skilaboð að núna ætti allt að vera orðið öruggt. Okkur þykir þetta auðvitað leitt. Boozt ætlaði að hafa samband við fólk og reyna að leiðrétta þetta,“ segir Kjartan. Í Facebook-hópnum „EM Stuðningsmannahópur fyrir 2024“ má sjá að margir hafa einfaldlega farið þá leið að finna einhvern með rétta stærð, til að skiptast á treyjum, enda ekki víst að hægt sé að fá nýja treyju í tæka tíð í jólapakkann. „Það eru margir að skipta bara innbyrðis. Það er bara íslenska leiðin. En núna á allt að vera komið í réttan farveg,“ segir Kjartan.
Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira