Gert að breyta sólpallinum í takt við teikningar frá 2006 Lovísa Arnardóttir skrifar 21. desember 2023 08:00 Pallurinn var of stór miðað við þær teikningar sem höfðu verið þinglýstar hjá sýslumanni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að eiganda kjallaraíbúðar sem reisti sólpall út frá íbúð sinni verði að breyta sólpallinum í samræmi við teikningar frá árinu 2006. Sólpallurinn sé stærri en teikningar geri ráð fyrir og að breytingarnar verði gerðar á kostnað hans. Úrskurður nefndarinnar er nýlega birtur en er frá því í maí á þessu ári. Þar kemur fram að sá sem sendi málið til nefndarinnar hafi átt íbúð á annarri hæð húss. Hann hafi gert kauptilboð í íbúð sína rétt fyrir áramótin 2019 og svo gengið frá kaupunum snemma árs 2020. Í því ferli hafi honum verið tjáð af seljendum að eigandi íbúðar í kjallara hefði fengið leyfi til að gera hurð út í garð úr stofu sinni og fengið samþykkt að gera þar fyrir framan sólpall. Þegar hann flutti inn var eigandi risíbúðar að selja sína íbúð og stuttu seinna hafi eigendur íbúðar á fyrstu hæð gert það sama. Á meðan því stóð hafi eigandi kjallaraíbúðarinnar byrjað framkvæmdir á sólpallinum. Ekkert samþykki gefið Eigandi íbúðarinnar á 2. hæð komst svo að því í samtölum við fyrri eigendur að enginn hafði gefið leyfi fyrir pallinum þótt svo að málið hafi einu sinni verið rætt á húsfundi. Það hafi legið fyrir leyfi frá árinu 2006 þar sem þáverandi eigendur veittu leyfi og að sá samningur hafi verið þinglýstur. Í úrskurði kemur fram að frá þeim tíma hafi kjallaraíbúðin verið seld í tvígang þannig að enginn af núverandi eigendum, þar með talið eigandi kjallaraíbúðarinnar, hafi verið hluteigandi að því samkomulagi. Eigandi 2. hæðarinnar fann svo þinglýsta skjalið hjá sýslumanni þar sem kom fram að sólpallurinn mætti vera um tveir metrar frá húsi. Sá sólpallur sem hafi verið reistur sé ekki í samræmi við þetta samkomulag og töluvert stærri. Stærri en teikningar sem lágu fyrir Eftir það ræddi hann við eiganda kjallaraíbúðarinnar sem sagðist vera með nýrra samkomulag við fyrri eigendur. Sólpallurinn hafi verið í samræmi við það samkomulag. Eftir nánari skoðun kom þó í ljós að sólpallurinn var heldur ekki í samræmi við það samkomulag. Enn fremur sé teikningin ekki undirrituð af neinum eiganda eins og eigandi kjallaraíbúðarinnar hélt fram. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að leitað hafi verið til eiganda kjallaraíbúðarinnar eftir sjónarhornum hans en að þau hafi ekki borist. Ekki var fallist á það að sólpallurinn hefði verið byggður í óleyfi en að hann hefði ekki verið byggður í samræmi við þær teikningar sem lágu fyrir. Því er eiganda kjallaraíbúðarinnar gert að breyta sólpallinum svo pallurinn sé í samræmi við samþykkt frá árinu 2006. Neytendur Húsnæðismál Skipulag Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Tengdar fréttir Sólpallar Önnu Margrétar eru nánast viðhaldsfríir Athafnakonan og fegurðardrottningin Anna Margrét Jónsdóttir er með gráan einstaklega fallegan pall bæði fyrir framan einbýlishúsið sitt og aftan. Pallurinn er úr veðraðri eik og þarf eiginlega ekkert viðhald. 25. júní 2021 13:31 Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Úrskurður nefndarinnar er nýlega birtur en er frá því í maí á þessu ári. Þar kemur fram að sá sem sendi málið til nefndarinnar hafi átt íbúð á annarri hæð húss. Hann hafi gert kauptilboð í íbúð sína rétt fyrir áramótin 2019 og svo gengið frá kaupunum snemma árs 2020. Í því ferli hafi honum verið tjáð af seljendum að eigandi íbúðar í kjallara hefði fengið leyfi til að gera hurð út í garð úr stofu sinni og fengið samþykkt að gera þar fyrir framan sólpall. Þegar hann flutti inn var eigandi risíbúðar að selja sína íbúð og stuttu seinna hafi eigendur íbúðar á fyrstu hæð gert það sama. Á meðan því stóð hafi eigandi kjallaraíbúðarinnar byrjað framkvæmdir á sólpallinum. Ekkert samþykki gefið Eigandi íbúðarinnar á 2. hæð komst svo að því í samtölum við fyrri eigendur að enginn hafði gefið leyfi fyrir pallinum þótt svo að málið hafi einu sinni verið rætt á húsfundi. Það hafi legið fyrir leyfi frá árinu 2006 þar sem þáverandi eigendur veittu leyfi og að sá samningur hafi verið þinglýstur. Í úrskurði kemur fram að frá þeim tíma hafi kjallaraíbúðin verið seld í tvígang þannig að enginn af núverandi eigendum, þar með talið eigandi kjallaraíbúðarinnar, hafi verið hluteigandi að því samkomulagi. Eigandi 2. hæðarinnar fann svo þinglýsta skjalið hjá sýslumanni þar sem kom fram að sólpallurinn mætti vera um tveir metrar frá húsi. Sá sólpallur sem hafi verið reistur sé ekki í samræmi við þetta samkomulag og töluvert stærri. Stærri en teikningar sem lágu fyrir Eftir það ræddi hann við eiganda kjallaraíbúðarinnar sem sagðist vera með nýrra samkomulag við fyrri eigendur. Sólpallurinn hafi verið í samræmi við það samkomulag. Eftir nánari skoðun kom þó í ljós að sólpallurinn var heldur ekki í samræmi við það samkomulag. Enn fremur sé teikningin ekki undirrituð af neinum eiganda eins og eigandi kjallaraíbúðarinnar hélt fram. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að leitað hafi verið til eiganda kjallaraíbúðarinnar eftir sjónarhornum hans en að þau hafi ekki borist. Ekki var fallist á það að sólpallurinn hefði verið byggður í óleyfi en að hann hefði ekki verið byggður í samræmi við þær teikningar sem lágu fyrir. Því er eiganda kjallaraíbúðarinnar gert að breyta sólpallinum svo pallurinn sé í samræmi við samþykkt frá árinu 2006.
Neytendur Húsnæðismál Skipulag Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Tengdar fréttir Sólpallar Önnu Margrétar eru nánast viðhaldsfríir Athafnakonan og fegurðardrottningin Anna Margrét Jónsdóttir er með gráan einstaklega fallegan pall bæði fyrir framan einbýlishúsið sitt og aftan. Pallurinn er úr veðraðri eik og þarf eiginlega ekkert viðhald. 25. júní 2021 13:31 Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Sólpallar Önnu Margrétar eru nánast viðhaldsfríir Athafnakonan og fegurðardrottningin Anna Margrét Jónsdóttir er með gráan einstaklega fallegan pall bæði fyrir framan einbýlishúsið sitt og aftan. Pallurinn er úr veðraðri eik og þarf eiginlega ekkert viðhald. 25. júní 2021 13:31
Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43