UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 10:30 Mörg af stærstu félögum Evrópu vildu stofna Ofurdeild Evrópu árið 2021. Getty/Visionhaus Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. Evrópska ofurdeildin virðist hafa lögin með sér í liði því Evrópudómstóllinn úrskurðaði að FIFA og UEFA hafi brotið lög með því að hóta því að refsa leikmönnum og félögum sem gengu til liðs við Ofurdeildina. Bakjarlar Ofurdeildarinnar leituðu réttar síns og þrátt fyrir mótlæti í byrjun virðast þeir nú hafa fagnað sigri í þessu máli. Úrskurður Evrópudómstólsins er að UEFA og FIFA séu að misnota sterka stöðu sína með slíkum hótunum. Uefa and Fifa rules banning clubs joining breakaway competitions like the European Super League are unlawful, the European Court of Justice has ruled.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2023 Áður hafði dómstóll komist að því að stóru knattspyrnusamböndin væru að fylgja evrópskum lögum með því að verja stöðu sína og þessi nýi úrskurður er því áfall fyrir knattspyrnuforystuna. Vorið 2021 ætluðu nokkur af stærstu fótboltafélögum Evrópu að stofna nýja ofurdeild og hætta í staðinn að taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Hörð viðbrögð voru við þessum fréttum ekki síst frá knattspyrnuforystunni sjálfri. Upphaflega ætluðu Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Internazionela, AC Milan, Juventus, Atlético Madrid, Barcelona, og Real Madrid að stofna Ofurdeildina. Á endanum drógu flest félögin sig út úr Ofurdeildinni nema spænsku félögin Barcelona, og Real Madrid sem stóðu ein eftir. Þessi úrskurður segir ekkert um það hvort Ofurdeildin verði samþykkt eða ekki heldur aðeins um það að UEFA og FIFA hafi verið í órétti með að segja það nýjar keppnir þurfi sérstakt leyfi frá þeim. Bakjarlar Ofurdeildarinnar fagna aftur á móti sigri, segjast hafa unnið sér réttinn til að vera til og að fótboltinn sé nú frjáls og laus undan einokun UEFA. Þetta er einn sigur en það er þó langt í það enn þá að Ofurdeildin verði að veruleika. "There are still some very significant hurdles for people who want to set up a European Super League to overcome"Kaveh Solhekol on the prospect of a future European Super League pic.twitter.com/FikuILMFSU— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 21, 2023 UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Evrópska ofurdeildin virðist hafa lögin með sér í liði því Evrópudómstóllinn úrskurðaði að FIFA og UEFA hafi brotið lög með því að hóta því að refsa leikmönnum og félögum sem gengu til liðs við Ofurdeildina. Bakjarlar Ofurdeildarinnar leituðu réttar síns og þrátt fyrir mótlæti í byrjun virðast þeir nú hafa fagnað sigri í þessu máli. Úrskurður Evrópudómstólsins er að UEFA og FIFA séu að misnota sterka stöðu sína með slíkum hótunum. Uefa and Fifa rules banning clubs joining breakaway competitions like the European Super League are unlawful, the European Court of Justice has ruled.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2023 Áður hafði dómstóll komist að því að stóru knattspyrnusamböndin væru að fylgja evrópskum lögum með því að verja stöðu sína og þessi nýi úrskurður er því áfall fyrir knattspyrnuforystuna. Vorið 2021 ætluðu nokkur af stærstu fótboltafélögum Evrópu að stofna nýja ofurdeild og hætta í staðinn að taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Hörð viðbrögð voru við þessum fréttum ekki síst frá knattspyrnuforystunni sjálfri. Upphaflega ætluðu Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Internazionela, AC Milan, Juventus, Atlético Madrid, Barcelona, og Real Madrid að stofna Ofurdeildina. Á endanum drógu flest félögin sig út úr Ofurdeildinni nema spænsku félögin Barcelona, og Real Madrid sem stóðu ein eftir. Þessi úrskurður segir ekkert um það hvort Ofurdeildin verði samþykkt eða ekki heldur aðeins um það að UEFA og FIFA hafi verið í órétti með að segja það nýjar keppnir þurfi sérstakt leyfi frá þeim. Bakjarlar Ofurdeildarinnar fagna aftur á móti sigri, segjast hafa unnið sér réttinn til að vera til og að fótboltinn sé nú frjáls og laus undan einokun UEFA. Þetta er einn sigur en það er þó langt í það enn þá að Ofurdeildin verði að veruleika. "There are still some very significant hurdles for people who want to set up a European Super League to overcome"Kaveh Solhekol on the prospect of a future European Super League pic.twitter.com/FikuILMFSU— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 21, 2023
UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira