Telur mjög litlar líkur á að gjósi í sjálfri Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2023 15:00 Magnús Tumi í miðstöð erlendra fjölmiðla sem komið hefur verið upp í Hafnarfirði. Vísir/ArnarHalldórs Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir mjög litlar líkur á því að það gjósi í eða við Grindavík. Líklegt verði að telja að annað gos verði á svæðinu þar sem eldgos hófst á mánudagskvöld og lauk í morgun. Magnús Tumi var meðal þeirra sem flutti erindi á fámennum upplýsingafundi fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði í morgun. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Magnús Tuma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það lítur úr fyrir það að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun. Kristín Jónsdóttir (náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands) var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gýgunum. Það passar við það sem vefmyndavélarnar voru að sýna í morgun. Það er að sjá að þetta sé búið í bili,“ segir Magnús Tumi. Hann var spurður út í líkur á því að eldgos verði á ný. „Við verðum að telja líklegt að það verði annað gos á svæðinu. Ef við horfum til sögunnar hefur komið þokkalegt hraun upp úr þessum sprungum þegar gýs,“ segir Magnús Tumi. Hann ber gosið nú saman við eldgosin í Fagradalsfjalli og nágrenni. „Núna er komið svona tíu prósent af því sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það er ekkert ólíklegt að það endurtaki sig sú atburðarás sem við höfum séð. Tímaskalinn á því er ekki ljós.“ Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.Vísir/RAX Grindvíkingar og landsmenn velta margir fyrir sér hættunni á því að það gjósi hreinlega í bænum sjálfum. Suðurendi sprungunnar er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Grindavík. „Það er ekki hægt að útiloka að það gjósi meira á suðurhluta sprungunnar. Það er einn möguleiki,“ segir Magnús Tumi og rýnir í söguna. Íslaust hafi verið á svæðinu í 15-20 þúsund ár. Útjaðar Grindavíkur og eldgosið í fyrrakvöld.Vísir/Vilhelm „Það sýnir sig að gossprungur á skaganum ná aldrei út í sjó, nema á tánni - alveg vestast. Það er engin gossprunga sem nær inn í Grindavík á þessum 15-20 þúsund árum svo vitað sé. Það er líklegt að ef gýs nær bænum þá verði það eitthvað aðeins nær. Ég held við eigum að vinna út frá því að það sé líklegast og horfa á hvernig eigi að bregðast við með varnargörðum og annað. Horfa á það út frá því að það séu mjög litlar líkur á því.“ Hann var spurður hvort stuttur líftími gossins hefði komið honum á óvart. „Já og nei. Þetta er bara svona. Heklugosið 1947 fór af stað með gríðarlegum krafti og hékk uppi í þrettán mánuði. Heklugosið 1980 fór líka af stað með miklum krafti en lauk á þremur dögum. Það er engin ein regla. Sum Kröflugosin voru mjög stutt. Þetta er alls ekkert óeðlileg hegðun. Við vitum ekkert fyrir fram. Við getum spáð alls konar hlutum. Það er best að setja upp sviðsmyndir, meta líkur á þeim, en að spá hvenær þetta verður lokið er kannski skemmtilegur leikur en hefur ekki mikla praktíska þýðingu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Magnús Tumi var meðal þeirra sem flutti erindi á fámennum upplýsingafundi fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði í morgun. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Magnús Tuma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það lítur úr fyrir það að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun. Kristín Jónsdóttir (náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands) var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gýgunum. Það passar við það sem vefmyndavélarnar voru að sýna í morgun. Það er að sjá að þetta sé búið í bili,“ segir Magnús Tumi. Hann var spurður út í líkur á því að eldgos verði á ný. „Við verðum að telja líklegt að það verði annað gos á svæðinu. Ef við horfum til sögunnar hefur komið þokkalegt hraun upp úr þessum sprungum þegar gýs,“ segir Magnús Tumi. Hann ber gosið nú saman við eldgosin í Fagradalsfjalli og nágrenni. „Núna er komið svona tíu prósent af því sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það er ekkert ólíklegt að það endurtaki sig sú atburðarás sem við höfum séð. Tímaskalinn á því er ekki ljós.“ Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.Vísir/RAX Grindvíkingar og landsmenn velta margir fyrir sér hættunni á því að það gjósi hreinlega í bænum sjálfum. Suðurendi sprungunnar er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Grindavík. „Það er ekki hægt að útiloka að það gjósi meira á suðurhluta sprungunnar. Það er einn möguleiki,“ segir Magnús Tumi og rýnir í söguna. Íslaust hafi verið á svæðinu í 15-20 þúsund ár. Útjaðar Grindavíkur og eldgosið í fyrrakvöld.Vísir/Vilhelm „Það sýnir sig að gossprungur á skaganum ná aldrei út í sjó, nema á tánni - alveg vestast. Það er engin gossprunga sem nær inn í Grindavík á þessum 15-20 þúsund árum svo vitað sé. Það er líklegt að ef gýs nær bænum þá verði það eitthvað aðeins nær. Ég held við eigum að vinna út frá því að það sé líklegast og horfa á hvernig eigi að bregðast við með varnargörðum og annað. Horfa á það út frá því að það séu mjög litlar líkur á því.“ Hann var spurður hvort stuttur líftími gossins hefði komið honum á óvart. „Já og nei. Þetta er bara svona. Heklugosið 1947 fór af stað með gríðarlegum krafti og hékk uppi í þrettán mánuði. Heklugosið 1980 fór líka af stað með miklum krafti en lauk á þremur dögum. Það er engin ein regla. Sum Kröflugosin voru mjög stutt. Þetta er alls ekkert óeðlileg hegðun. Við vitum ekkert fyrir fram. Við getum spáð alls konar hlutum. Það er best að setja upp sviðsmyndir, meta líkur á þeim, en að spá hvenær þetta verður lokið er kannski skemmtilegur leikur en hefur ekki mikla praktíska þýðingu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira