Telur mjög litlar líkur á að gjósi í sjálfri Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2023 15:00 Magnús Tumi í miðstöð erlendra fjölmiðla sem komið hefur verið upp í Hafnarfirði. Vísir/ArnarHalldórs Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir mjög litlar líkur á því að það gjósi í eða við Grindavík. Líklegt verði að telja að annað gos verði á svæðinu þar sem eldgos hófst á mánudagskvöld og lauk í morgun. Magnús Tumi var meðal þeirra sem flutti erindi á fámennum upplýsingafundi fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði í morgun. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Magnús Tuma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það lítur úr fyrir það að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun. Kristín Jónsdóttir (náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands) var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gýgunum. Það passar við það sem vefmyndavélarnar voru að sýna í morgun. Það er að sjá að þetta sé búið í bili,“ segir Magnús Tumi. Hann var spurður út í líkur á því að eldgos verði á ný. „Við verðum að telja líklegt að það verði annað gos á svæðinu. Ef við horfum til sögunnar hefur komið þokkalegt hraun upp úr þessum sprungum þegar gýs,“ segir Magnús Tumi. Hann ber gosið nú saman við eldgosin í Fagradalsfjalli og nágrenni. „Núna er komið svona tíu prósent af því sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það er ekkert ólíklegt að það endurtaki sig sú atburðarás sem við höfum séð. Tímaskalinn á því er ekki ljós.“ Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.Vísir/RAX Grindvíkingar og landsmenn velta margir fyrir sér hættunni á því að það gjósi hreinlega í bænum sjálfum. Suðurendi sprungunnar er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Grindavík. „Það er ekki hægt að útiloka að það gjósi meira á suðurhluta sprungunnar. Það er einn möguleiki,“ segir Magnús Tumi og rýnir í söguna. Íslaust hafi verið á svæðinu í 15-20 þúsund ár. Útjaðar Grindavíkur og eldgosið í fyrrakvöld.Vísir/Vilhelm „Það sýnir sig að gossprungur á skaganum ná aldrei út í sjó, nema á tánni - alveg vestast. Það er engin gossprunga sem nær inn í Grindavík á þessum 15-20 þúsund árum svo vitað sé. Það er líklegt að ef gýs nær bænum þá verði það eitthvað aðeins nær. Ég held við eigum að vinna út frá því að það sé líklegast og horfa á hvernig eigi að bregðast við með varnargörðum og annað. Horfa á það út frá því að það séu mjög litlar líkur á því.“ Hann var spurður hvort stuttur líftími gossins hefði komið honum á óvart. „Já og nei. Þetta er bara svona. Heklugosið 1947 fór af stað með gríðarlegum krafti og hékk uppi í þrettán mánuði. Heklugosið 1980 fór líka af stað með miklum krafti en lauk á þremur dögum. Það er engin ein regla. Sum Kröflugosin voru mjög stutt. Þetta er alls ekkert óeðlileg hegðun. Við vitum ekkert fyrir fram. Við getum spáð alls konar hlutum. Það er best að setja upp sviðsmyndir, meta líkur á þeim, en að spá hvenær þetta verður lokið er kannski skemmtilegur leikur en hefur ekki mikla praktíska þýðingu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Magnús Tumi var meðal þeirra sem flutti erindi á fámennum upplýsingafundi fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði í morgun. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Magnús Tuma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það lítur úr fyrir það að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun. Kristín Jónsdóttir (náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands) var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gýgunum. Það passar við það sem vefmyndavélarnar voru að sýna í morgun. Það er að sjá að þetta sé búið í bili,“ segir Magnús Tumi. Hann var spurður út í líkur á því að eldgos verði á ný. „Við verðum að telja líklegt að það verði annað gos á svæðinu. Ef við horfum til sögunnar hefur komið þokkalegt hraun upp úr þessum sprungum þegar gýs,“ segir Magnús Tumi. Hann ber gosið nú saman við eldgosin í Fagradalsfjalli og nágrenni. „Núna er komið svona tíu prósent af því sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það er ekkert ólíklegt að það endurtaki sig sú atburðarás sem við höfum séð. Tímaskalinn á því er ekki ljós.“ Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.Vísir/RAX Grindvíkingar og landsmenn velta margir fyrir sér hættunni á því að það gjósi hreinlega í bænum sjálfum. Suðurendi sprungunnar er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Grindavík. „Það er ekki hægt að útiloka að það gjósi meira á suðurhluta sprungunnar. Það er einn möguleiki,“ segir Magnús Tumi og rýnir í söguna. Íslaust hafi verið á svæðinu í 15-20 þúsund ár. Útjaðar Grindavíkur og eldgosið í fyrrakvöld.Vísir/Vilhelm „Það sýnir sig að gossprungur á skaganum ná aldrei út í sjó, nema á tánni - alveg vestast. Það er engin gossprunga sem nær inn í Grindavík á þessum 15-20 þúsund árum svo vitað sé. Það er líklegt að ef gýs nær bænum þá verði það eitthvað aðeins nær. Ég held við eigum að vinna út frá því að það sé líklegast og horfa á hvernig eigi að bregðast við með varnargörðum og annað. Horfa á það út frá því að það séu mjög litlar líkur á því.“ Hann var spurður hvort stuttur líftími gossins hefði komið honum á óvart. „Já og nei. Þetta er bara svona. Heklugosið 1947 fór af stað með gríðarlegum krafti og hékk uppi í þrettán mánuði. Heklugosið 1980 fór líka af stað með miklum krafti en lauk á þremur dögum. Það er engin ein regla. Sum Kröflugosin voru mjög stutt. Þetta er alls ekkert óeðlileg hegðun. Við vitum ekkert fyrir fram. Við getum spáð alls konar hlutum. Það er best að setja upp sviðsmyndir, meta líkur á þeim, en að spá hvenær þetta verður lokið er kannski skemmtilegur leikur en hefur ekki mikla praktíska þýðingu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira