Um húsnæðismál á Reykjalundi Andrea Hlín Harðardóttir, Edda Björk Skúladóttir og Rúnar Helgi Andrason skrifa 22. desember 2023 10:31 Fagráð Reykjalundar hittist til að ræða þá stöðu sem er komin upp í kjölfar úttektar verkfræðistofunnar Verksýn á húsnæði stofnunarinnar. Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að óheilnæmt er fyrir sjúklinga og starfsfólk að dvelja í umræddum byggingum.Það er ljóst að þetta veldur miklu raski á starfsemi Reykjalundar, bæði þá sem hingað sækja þjónustu, sem og vinnuumhverfi starfsfólks. Fagráðið hefur fyrr á árinu sent frá sér ályktun vegna ástands húsnæðis Reykjalundar. Eins og þar femur fram er Reykjalundur heilbrigðisstofnun og hlýtur að þurfa að gera ákveðnar kröfur og viðmið um það húsnæði sem þjónustan fer fram í. Húsnæðið hefur til langs tíma ekki staðið undir þeim kröfum sem eðlilegt er að gera fyrir þá starfsemi sem þar er starfrækt. Þörf er á uppbyggingu og eflingu þjónustu Reykjalundar við landsmenn þar sem stofnunin á að vera í vexti og framþróun. Mikilvægt er að horft sé til framtíðar og tryggja fé til að viðhalda og þróa þá starfsemi sem Reykjalundi er ætlað að veita. Ekki er hægt að treysta á einkaaðila eða félagasamtök í þessu samhengi, eins og verið hefur, heldur þarf að koma inn regluleg fjármögnun fyrir almennu viðhaldi og uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Brýn þörf er á að finna framtíðarlausn á húsnæðismálum endurhæfingarstofnunarinnar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) setti á laggirnar nefnd árið 2017 til þess að vinna að stefnumótun varðandi endurhæfingu á heimsvísu. Skýrsla nefndarinnar kom út í janúar á þessu ári (https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/rehabilitation) og var sérstaklega horft til framtíðar eða hverju ætti að stefna að árið 2030 (https://www.who.int/initiatives/rehabilitation-2030). Í þessari skýrslu er mikilvægi endurhæfingar undirstrikað og færð rök fyrir því að hún eigi að vera hluti af heilbrigðiskerfi nútímans. Endurhæfing á að vera í boði fyrir alla sem þurfa á henni að halda enda megi gera ráð fyrir því að einn af hverjum þremur þurfi á slíku úrræði að halda einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að leggja áherslu á það að endurhæfing er ekki lúxus heilbrigðisþjónusta sem er aðeins í boði fyrir þá sem hafa efni á henni. Svo megi ná fram samfélagslegum, efnahagslegum og heilsufarslegum ávinningi af endurhæfingu þarf þverfaglega endurhæfingu sem byggir á raunvísindalegum grunni. Þar hefur Reykjalundur verið í fararbroddi á Íslandi og mikilvægt að svo verði áfram og starfsemin efld frá því sem verið hefur. Virðingarfyllst, Fagráð ReykjalundarAndrea Hlín Harðardóttir, hjúkrunarfræðingurEdda Björk Skúladóttir, iðjuþjálfiRúnar Helgi Andrason, sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Fagráð Reykjalundar hittist til að ræða þá stöðu sem er komin upp í kjölfar úttektar verkfræðistofunnar Verksýn á húsnæði stofnunarinnar. Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að óheilnæmt er fyrir sjúklinga og starfsfólk að dvelja í umræddum byggingum.Það er ljóst að þetta veldur miklu raski á starfsemi Reykjalundar, bæði þá sem hingað sækja þjónustu, sem og vinnuumhverfi starfsfólks. Fagráðið hefur fyrr á árinu sent frá sér ályktun vegna ástands húsnæðis Reykjalundar. Eins og þar femur fram er Reykjalundur heilbrigðisstofnun og hlýtur að þurfa að gera ákveðnar kröfur og viðmið um það húsnæði sem þjónustan fer fram í. Húsnæðið hefur til langs tíma ekki staðið undir þeim kröfum sem eðlilegt er að gera fyrir þá starfsemi sem þar er starfrækt. Þörf er á uppbyggingu og eflingu þjónustu Reykjalundar við landsmenn þar sem stofnunin á að vera í vexti og framþróun. Mikilvægt er að horft sé til framtíðar og tryggja fé til að viðhalda og þróa þá starfsemi sem Reykjalundi er ætlað að veita. Ekki er hægt að treysta á einkaaðila eða félagasamtök í þessu samhengi, eins og verið hefur, heldur þarf að koma inn regluleg fjármögnun fyrir almennu viðhaldi og uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Brýn þörf er á að finna framtíðarlausn á húsnæðismálum endurhæfingarstofnunarinnar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) setti á laggirnar nefnd árið 2017 til þess að vinna að stefnumótun varðandi endurhæfingu á heimsvísu. Skýrsla nefndarinnar kom út í janúar á þessu ári (https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/rehabilitation) og var sérstaklega horft til framtíðar eða hverju ætti að stefna að árið 2030 (https://www.who.int/initiatives/rehabilitation-2030). Í þessari skýrslu er mikilvægi endurhæfingar undirstrikað og færð rök fyrir því að hún eigi að vera hluti af heilbrigðiskerfi nútímans. Endurhæfing á að vera í boði fyrir alla sem þurfa á henni að halda enda megi gera ráð fyrir því að einn af hverjum þremur þurfi á slíku úrræði að halda einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að leggja áherslu á það að endurhæfing er ekki lúxus heilbrigðisþjónusta sem er aðeins í boði fyrir þá sem hafa efni á henni. Svo megi ná fram samfélagslegum, efnahagslegum og heilsufarslegum ávinningi af endurhæfingu þarf þverfaglega endurhæfingu sem byggir á raunvísindalegum grunni. Þar hefur Reykjalundur verið í fararbroddi á Íslandi og mikilvægt að svo verði áfram og starfsemin efld frá því sem verið hefur. Virðingarfyllst, Fagráð ReykjalundarAndrea Hlín Harðardóttir, hjúkrunarfræðingurEdda Björk Skúladóttir, iðjuþjálfiRúnar Helgi Andrason, sálfræðingur
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar