Sakarias Mårdh, stjórnarformaður, tjáði sig um málið og sagði yfirlýsingar Víkings hafa komið sér verulega á óvart. Vissulega hafi Arnar verið meðal þeirra sem Norrköping ræddi við en þeir hafi „aldrei lagt fram formlegt tilboð eða hafið viðræður við Víking.“ sagði Mårdh við sænska fjölmiðilinn Expressen.
Þetta er allt önnur saga en komið hefur úr herbúðum Víkings. Þar sagði að formlegt tilboð hafi borist, sem félaginu þótti ekki ásættanlegt, og Víkingur hafi í kjölfarið ákveðið að slíta viðræðum.
Hvort heldur sem er lítur ekki lengur út fyrir að Arnar taki við þjálfarastarfi Norrköping. Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, var einnig meðal þeirra sem Norrköping ræddi við og kemur til greina sem næsti þjálfari liðsins.