Vallarmark á síðustu sekúndunum tryggði sigurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2023 10:31 Jason Sanders tryggði Miami Dolphins sigurinn gegn Dallas Cowboys í nótt. Vísir/Getty Miami Dolphins vann dramatískan 22-20 sigur er liðið tók á móti Dallas Cowboys í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt. Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn á lokasekúndum leiksins. Það var einmitt Sanders sem skoraði fyrstu stig leiksins þegar 52 metra spark hans rataði rétta leið tæpum þremur mínútum fyrir lok fyrsta leikhluta. CeeDee Lamb kom gestunum frá Dallas þó yfir með snertimarki stuttu síðar og aukastigið þýddi að kúrekarnir leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, staðan 3-7. Sanders skoraði svo annað vallarmark sitt um miðjan annan leikhluta áður en sending Tua Tagovailoa á Raheem Mostert skilaði heimamönnum sínu fyrsta snertimarki leiksins og þeir höfðu því forystuna í hálfleik, staðan 13-7. Áfram var það Sanders sem sá að miklu leyti um að koma stigum á töfluna fyrir Miami-liðið og tvö vallarmörk hans í þriðja leikhluta, gegn einu vallarmarki Brandon Aubrey, sáu til þess að heimamenn leiddu með níu stigum fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir frá Dallas skiluðu einu vallarmarki og einu snertimarki á fyrstu átta mínútum fjórða leikhluta og náðu þar með forystunni þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Heimamenn höfðu þó nægan tíma í sína síðustu sókn sem endaði með því að Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn með sínu fimmta vallarmarki í leiknum, lokatölur 22-20. Jason Sanders today:- 5/5 FG- 3/3 50+ yard FG- Hit career long 57 yard FG- GAME WINNERLegacy game🔥 pic.twitter.com/OddhIS24Yl— King of Phinland🐬👑 (@KingOfPhinland) December 25, 2023 NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira
Það var einmitt Sanders sem skoraði fyrstu stig leiksins þegar 52 metra spark hans rataði rétta leið tæpum þremur mínútum fyrir lok fyrsta leikhluta. CeeDee Lamb kom gestunum frá Dallas þó yfir með snertimarki stuttu síðar og aukastigið þýddi að kúrekarnir leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, staðan 3-7. Sanders skoraði svo annað vallarmark sitt um miðjan annan leikhluta áður en sending Tua Tagovailoa á Raheem Mostert skilaði heimamönnum sínu fyrsta snertimarki leiksins og þeir höfðu því forystuna í hálfleik, staðan 13-7. Áfram var það Sanders sem sá að miklu leyti um að koma stigum á töfluna fyrir Miami-liðið og tvö vallarmörk hans í þriðja leikhluta, gegn einu vallarmarki Brandon Aubrey, sáu til þess að heimamenn leiddu með níu stigum fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir frá Dallas skiluðu einu vallarmarki og einu snertimarki á fyrstu átta mínútum fjórða leikhluta og náðu þar með forystunni þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Heimamenn höfðu þó nægan tíma í sína síðustu sókn sem endaði með því að Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn með sínu fimmta vallarmarki í leiknum, lokatölur 22-20. Jason Sanders today:- 5/5 FG- 3/3 50+ yard FG- Hit career long 57 yard FG- GAME WINNERLegacy game🔥 pic.twitter.com/OddhIS24Yl— King of Phinland🐬👑 (@KingOfPhinland) December 25, 2023
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira