Verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 13:50 Ármann Reynisson kom víða við í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“ vísir/vilhelm Ármann Reynisson rithöfundur var fenginn til að halda jólapredikun í kirkju Óháða safnaðarins við Stakkahlíð og hann lét ekki segja sér það tvisvar. Ármann flutti hörku ádrepu og klöppuðu viðstaddir á stöku stað, sem ekki hefur tíðkast í kirkjum fram til þessa. „Leynt og ljóst er verið að ýta burtu kristinni arfleifð, grunni vestrænnar menningar, úr þjóðfélaginu, og siðferðisgildum sem henni fylgja. Fámennur innlendur stjórnmálahópur sendir röng skilaboð til þjóðarinnar, strengjabrúða hinnar ósýnilegu alþjóðlegu handar, – afraksturinn er siðferðisleg hnignun,“ sagði Ármann meðal annars. Og hann hélt ótrauður áfram og kom víða við sögu. „Þessu afli hefur tekist að afnema biblíusögur og Íslandssöguna úr námsskrá. Á sama tíma fer lesskilningur grunnskólanema minnkandi og kynferðisleg árleitni á unglinga vaxandi – aukinn leiði, kvíði og óhamingja í þjóðfélaginu. Virðing fyrir lífsrétti fósturs í móðurkviði fram að fæðingu fer þverrandi, glæpasögur tröllríða bókmenntum og forsætisráðherran er þáttakandi í þessum leik.“ Ármann talaði um alþjóðavæðingu, gerræðislegar ákvarðanir væru teknar af stöku ráðherra sem valdi fyrirtækjum og fjölskyldum skaða og diplómatískri óvináttu. Niðurstaðan sé há verðbólga og yfirgengilegar vaxtahækkanir. Og þegar náttúruhamfarir ríða yfir landið þá kemur í ljós að búið er að hálftæma Viðlagasjóð með óhóflegu bruðli, andstætt tilgangi hans. „Landamæri landsins eru opin, það er iðnaður að senda hælisleitendur til landsins og ekki síst gullnáma fyrir innlenda sérfræðinga sem hafa atvinnu af því að veita aðkomufólkinu fría þjónustu á kostnað skattgreiðenda. Og sumir, sem fá ekki landvistarleyfi, taka lögin í sínar hendur. Óboðlegt stjórnleysi ríkir í þessum málum.“ Ármann segir að afleiðingarnar séu þær að innviðir landsins séu að niðurlotum komnir. „Það er hægt og bítandi verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ármann Reynisson meðal annars í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“ Þjóðkirkjan Jól Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Leynt og ljóst er verið að ýta burtu kristinni arfleifð, grunni vestrænnar menningar, úr þjóðfélaginu, og siðferðisgildum sem henni fylgja. Fámennur innlendur stjórnmálahópur sendir röng skilaboð til þjóðarinnar, strengjabrúða hinnar ósýnilegu alþjóðlegu handar, – afraksturinn er siðferðisleg hnignun,“ sagði Ármann meðal annars. Og hann hélt ótrauður áfram og kom víða við sögu. „Þessu afli hefur tekist að afnema biblíusögur og Íslandssöguna úr námsskrá. Á sama tíma fer lesskilningur grunnskólanema minnkandi og kynferðisleg árleitni á unglinga vaxandi – aukinn leiði, kvíði og óhamingja í þjóðfélaginu. Virðing fyrir lífsrétti fósturs í móðurkviði fram að fæðingu fer þverrandi, glæpasögur tröllríða bókmenntum og forsætisráðherran er þáttakandi í þessum leik.“ Ármann talaði um alþjóðavæðingu, gerræðislegar ákvarðanir væru teknar af stöku ráðherra sem valdi fyrirtækjum og fjölskyldum skaða og diplómatískri óvináttu. Niðurstaðan sé há verðbólga og yfirgengilegar vaxtahækkanir. Og þegar náttúruhamfarir ríða yfir landið þá kemur í ljós að búið er að hálftæma Viðlagasjóð með óhóflegu bruðli, andstætt tilgangi hans. „Landamæri landsins eru opin, það er iðnaður að senda hælisleitendur til landsins og ekki síst gullnáma fyrir innlenda sérfræðinga sem hafa atvinnu af því að veita aðkomufólkinu fría þjónustu á kostnað skattgreiðenda. Og sumir, sem fá ekki landvistarleyfi, taka lögin í sínar hendur. Óboðlegt stjórnleysi ríkir í þessum málum.“ Ármann segir að afleiðingarnar séu þær að innviðir landsins séu að niðurlotum komnir. „Það er hægt og bítandi verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ármann Reynisson meðal annars í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“
Þjóðkirkjan Jól Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent