Ögurstundin nálgast Arnar Þór Jónsson skrifar 28. desember 2023 13:00 Í Morgunblaðsgrein sinni 27.12. sl. undirstrikaði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að við Íslendingar höfum byggt upp öflugt orkukerfi sem er einstakt í heiminum, með sína 100% endurnýjanlegu orku. Í allri umræðu um ,,viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir" hefðu Íslendingar átt að verja hagsmuni sína með vísan til þessa merka uppbyggingarstarfs og hafna þátttöku í þessu kerfi. Hagsmunagæsla Íslands í Brussel virðist því miður vera í molum og sendimenn okkar þar samþykkja allt sem þar streymir í gegn. Um þetta mál og kæruleysislega meðferð þess má nánar lesa á vef Alþingis, sjá hér, og eins og þar sést kaus stærstur hluti alþingismanna að reisa engin andmæli gegn innleiðingu þessa kerfis, enda þótt það muni fyrirsjáanlega veikja samkeppnisstöðu Íslands út á við og hækka verð á innlendum vörum, auk þess að hækka flugfargjöld með tilheyrandi skaða fyrir ferðaþjónustu og hærri útgjöldum fyrir Íslendinga, því flugið er í raun okkar eini samgöngumáti til annarra landa, öfugt við meginlandsþjóðir sem geta ferðast með lestum. Þetta nýja regluverk mun - að óþörfu - fækka flugum til og frá Íslandi, en heildarfjöldi flugferða á svæðinu mun varla minnka, því flugið mun færast héðan til Bretlandseyja. Minna framboð á flugsætum frá Íslandi mun leiða til hærra verðs. Íslendingar áttu að hafna öllum kolefnisskatti með vísan til þess að við höfum virkjað fallvörn og framleiðum hér ál með 12x minni mengun en gert er í Kína. Til hvers var Alþingi þá að samþykkja þátttöku í þessu? Öllum má vera ljóst, að þótt málið líti sakleysislega úth þá mun það hafa mjög neikvæð áhrif á okkar hag til frambúðar. Íslendingar eiga að njóta fyrri verka Íslendingar kynda nánast öll hús með jarðvarma. Við erum áratugum á undan öðrum og eigum ekki að þurfa að gera neitt meir fyrr en aðrar þjóðir eru komnar á par við okkur. Íslendingar eru með um 1% af álframleiðslu í heiminum og færa mætti rök fyrir að við stöndum allra þjóða fremst á því sviði gagnvart umhverfisvernd. Íslendingar bera enga ábyrgð á CO2 í andrúmslofti og eiga að nálgast alla reglusetningu á þeirri grunnforsendu. Það er þó ekki gert því þingmenn okkar og ráðherrar eru orðnir að einhvers konar ,,grúppíum" alþjóðlegs valds. Af hverju að sækja lög til útlanda? Við getum sótt margt gott og fallegt til útlanda, svo sem góða siði og matarvenjur. Pizzan kom til Íslands án þess að Ítalirnir kæmu allir með, hamborgarinn líka. Við eigum að velja og hafna, taka upp það besta en hafna öðru. Slík stefna miðar ekki að því að fara með landið aftur til miðalda, heldur er þetta aðeins heilbrigð skynsemi og sjálfsögð hagsmunagæsla. Þegar völd tapast úr landi fylgir auðurinn með Fyrir aðgæsluleysi kjörinna fulltrúa okkar / embættismanna erum við að missa frá okkur vald í smáum skrefum. Við þessu þarf að bregðast því þegar við missum frá okkur völd, þá missum við líka frá okkur auð. Mannkynssagan færir okkur sönnun á samhenginu þarna á milli. Nýjasta myndbirting þessa valdaafsals birtist í áðurnefndri grein Harðar Arnarsonar, þar sem orðrétt segir: Landsvirkjun bar lengi vel ábyrgð á raforkuöryggi almennings. Það fyrirkomulag var afnumið fyrir tuttugu árum þegar evrópskar raforkutilskipanir voru innleiddar á Íslandi. Í þessu felst að með innleiðingu orkupakka ESB hafa Íslendingar bundið eigin hendur. Raforka er orðin að vöru sem á að flæða frjálst. Þótt Alþingi hafi sjálft samþykkt þessar innleiðingar, nú síðast þriðja orkupakkann þvert gegn öllum viðvörunum, þá virðast þingmenn ekki enn skilja hversu þrönga stöðu þeir hafa komið sjálfum sér og þjóðinni allri í, því nú dettur þeim í hug að setja neyðarlög til að bregðast við þeirri viðvörun forstjóra Landsvirkujunar í títtnefndri grein, að: Ef ekkert verður að gert getur sú raforka sem ætluð er heimilum og smærri fyrirtækjum þurrkast upp. Að mínu mati er í hæsta máta vafasamt að Alþingi geti sett slík lög eftir að hafa skotið sig í báða fætur með innleiðingu orkupakka ESB. Ef menn eru enn í einhverjum vafa um samspil íslensks réttar og þeirra tilskipana ESB sem hér eiga við, þá má benda á nýlegan dóm Landsréttar 20.10. sl. í máli nr. 191/2023, sem hefur að geyma fróðlegar lögskýringar um þetta, þar sem m.a. er fjallað um þá skyldu að skýra beri íslenskan rétt í samræmi við ákvæði umræddra tilskipana. Samantekt Raforkukerfið, sem byggt var upp á Íslandi undir því yfirskini að það ætti að þjóna íslenskum almenningi, síðari kynslóðum og íslenskum fyrirtækjum, á nú samkvæmt framangreindu að þjóna stórnotendum fyrst og fremst. Þetta er mögulega ein myndbirting þess að í Brussel starfa nú tugþúsundir ,,lobbýista" í þágu stórfyrirtækja, en enginn gætir hagsmuna almúgans, alþýðunnar, hinna vinnandi stétta, öryrkjanna, smárra og meðalstórra fyrirtækja, fjölskyldna o.s.frv. Þar hafa kjörnir fulltrúar ítrekað brugðist okkur, nú nýverið bæði á sviði orkuöryggis og erlendrar gjaldtöku á kransæðar íslensks hagkerfis, þ.e. skipaflutninga og flug til Íslands. Lokaorð Frammi fyrir öllu þessu blasir við mjög alvarleg staða. Ef Íslendingar eru ekki menn til þess að stjórna sér sjálfir, ef við höfum ekki dug í okkur til að risa undir ábyrgð á okkar eigin landi og okkar eigin framtíð, ef við höfum ekki döngun í okkur til að taka ábyrgð á stjórn okkar eigin mála, þá dæmum við okkur til þeirra örlaga að þurfa að sitja undir því að aðrir taki að sér stjórn landsins. Ögurstundin nálgast. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðsgrein sinni 27.12. sl. undirstrikaði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að við Íslendingar höfum byggt upp öflugt orkukerfi sem er einstakt í heiminum, með sína 100% endurnýjanlegu orku. Í allri umræðu um ,,viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir" hefðu Íslendingar átt að verja hagsmuni sína með vísan til þessa merka uppbyggingarstarfs og hafna þátttöku í þessu kerfi. Hagsmunagæsla Íslands í Brussel virðist því miður vera í molum og sendimenn okkar þar samþykkja allt sem þar streymir í gegn. Um þetta mál og kæruleysislega meðferð þess má nánar lesa á vef Alþingis, sjá hér, og eins og þar sést kaus stærstur hluti alþingismanna að reisa engin andmæli gegn innleiðingu þessa kerfis, enda þótt það muni fyrirsjáanlega veikja samkeppnisstöðu Íslands út á við og hækka verð á innlendum vörum, auk þess að hækka flugfargjöld með tilheyrandi skaða fyrir ferðaþjónustu og hærri útgjöldum fyrir Íslendinga, því flugið er í raun okkar eini samgöngumáti til annarra landa, öfugt við meginlandsþjóðir sem geta ferðast með lestum. Þetta nýja regluverk mun - að óþörfu - fækka flugum til og frá Íslandi, en heildarfjöldi flugferða á svæðinu mun varla minnka, því flugið mun færast héðan til Bretlandseyja. Minna framboð á flugsætum frá Íslandi mun leiða til hærra verðs. Íslendingar áttu að hafna öllum kolefnisskatti með vísan til þess að við höfum virkjað fallvörn og framleiðum hér ál með 12x minni mengun en gert er í Kína. Til hvers var Alþingi þá að samþykkja þátttöku í þessu? Öllum má vera ljóst, að þótt málið líti sakleysislega úth þá mun það hafa mjög neikvæð áhrif á okkar hag til frambúðar. Íslendingar eiga að njóta fyrri verka Íslendingar kynda nánast öll hús með jarðvarma. Við erum áratugum á undan öðrum og eigum ekki að þurfa að gera neitt meir fyrr en aðrar þjóðir eru komnar á par við okkur. Íslendingar eru með um 1% af álframleiðslu í heiminum og færa mætti rök fyrir að við stöndum allra þjóða fremst á því sviði gagnvart umhverfisvernd. Íslendingar bera enga ábyrgð á CO2 í andrúmslofti og eiga að nálgast alla reglusetningu á þeirri grunnforsendu. Það er þó ekki gert því þingmenn okkar og ráðherrar eru orðnir að einhvers konar ,,grúppíum" alþjóðlegs valds. Af hverju að sækja lög til útlanda? Við getum sótt margt gott og fallegt til útlanda, svo sem góða siði og matarvenjur. Pizzan kom til Íslands án þess að Ítalirnir kæmu allir með, hamborgarinn líka. Við eigum að velja og hafna, taka upp það besta en hafna öðru. Slík stefna miðar ekki að því að fara með landið aftur til miðalda, heldur er þetta aðeins heilbrigð skynsemi og sjálfsögð hagsmunagæsla. Þegar völd tapast úr landi fylgir auðurinn með Fyrir aðgæsluleysi kjörinna fulltrúa okkar / embættismanna erum við að missa frá okkur vald í smáum skrefum. Við þessu þarf að bregðast því þegar við missum frá okkur völd, þá missum við líka frá okkur auð. Mannkynssagan færir okkur sönnun á samhenginu þarna á milli. Nýjasta myndbirting þessa valdaafsals birtist í áðurnefndri grein Harðar Arnarsonar, þar sem orðrétt segir: Landsvirkjun bar lengi vel ábyrgð á raforkuöryggi almennings. Það fyrirkomulag var afnumið fyrir tuttugu árum þegar evrópskar raforkutilskipanir voru innleiddar á Íslandi. Í þessu felst að með innleiðingu orkupakka ESB hafa Íslendingar bundið eigin hendur. Raforka er orðin að vöru sem á að flæða frjálst. Þótt Alþingi hafi sjálft samþykkt þessar innleiðingar, nú síðast þriðja orkupakkann þvert gegn öllum viðvörunum, þá virðast þingmenn ekki enn skilja hversu þrönga stöðu þeir hafa komið sjálfum sér og þjóðinni allri í, því nú dettur þeim í hug að setja neyðarlög til að bregðast við þeirri viðvörun forstjóra Landsvirkujunar í títtnefndri grein, að: Ef ekkert verður að gert getur sú raforka sem ætluð er heimilum og smærri fyrirtækjum þurrkast upp. Að mínu mati er í hæsta máta vafasamt að Alþingi geti sett slík lög eftir að hafa skotið sig í báða fætur með innleiðingu orkupakka ESB. Ef menn eru enn í einhverjum vafa um samspil íslensks réttar og þeirra tilskipana ESB sem hér eiga við, þá má benda á nýlegan dóm Landsréttar 20.10. sl. í máli nr. 191/2023, sem hefur að geyma fróðlegar lögskýringar um þetta, þar sem m.a. er fjallað um þá skyldu að skýra beri íslenskan rétt í samræmi við ákvæði umræddra tilskipana. Samantekt Raforkukerfið, sem byggt var upp á Íslandi undir því yfirskini að það ætti að þjóna íslenskum almenningi, síðari kynslóðum og íslenskum fyrirtækjum, á nú samkvæmt framangreindu að þjóna stórnotendum fyrst og fremst. Þetta er mögulega ein myndbirting þess að í Brussel starfa nú tugþúsundir ,,lobbýista" í þágu stórfyrirtækja, en enginn gætir hagsmuna almúgans, alþýðunnar, hinna vinnandi stétta, öryrkjanna, smárra og meðalstórra fyrirtækja, fjölskyldna o.s.frv. Þar hafa kjörnir fulltrúar ítrekað brugðist okkur, nú nýverið bæði á sviði orkuöryggis og erlendrar gjaldtöku á kransæðar íslensks hagkerfis, þ.e. skipaflutninga og flug til Íslands. Lokaorð Frammi fyrir öllu þessu blasir við mjög alvarleg staða. Ef Íslendingar eru ekki menn til þess að stjórna sér sjálfir, ef við höfum ekki dug í okkur til að risa undir ábyrgð á okkar eigin landi og okkar eigin framtíð, ef við höfum ekki döngun í okkur til að taka ábyrgð á stjórn okkar eigin mála, þá dæmum við okkur til þeirra örlaga að þurfa að sitja undir því að aðrir taki að sér stjórn landsins. Ögurstundin nálgast. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar