Leynilegt geimfar á hærri sporbraut en áður Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2023 09:52 X-37B hefur varið miklum tíma út í geim frá því geimskipið leynilega var fyrst tekið í notkun árið 2010. AP Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX skutu í nótt leynilegu geimfari bandaríska hersins út í geim. Geimfarið X-37B er talið eiga að vera á braut um jörðu í að minnsta kosti tvö ár. Enginn er um borð en eins og áður ber geimfarið leynilegar tilraunir bandarískra vísindamanna. Þetta er í sjöunda sinn sem X-37B er skotið út í geim og frá fyrsta fluginu árið 2010 hefur geimfarið, sem smíðað var af verkfræðingum Boeing, varið rúmum tíu árum á braut um jörðu. Síðasta ferð geimfarsins varði tvö og hálft ár. Geimfarið er hannað til að þurfa ekki geimfara og hefur sjálfvirkan lendingarbúnað sem lendir geimfarinu eins og geimskutlunum gömlu en X-37B svipar mjög til þeirra. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft fyrir rúmum tveimur vikum en geimskotinu var frestað þar til í nótt vegna veðurs og tæknilegra vandamála. Notast var við Falcon Heavy eldflaug SpaceX, sem er í raun þrjár Falcon 9 eldflaugar festar saman. Falcon Heavy getur komið nærri því 64 tonnum á sporbraut. Liftoff! pic.twitter.com/m8bYx9Enb7— SpaceX (@SpaceX) December 29, 2023 Stutt er síðan kínverskir geimvísindamenn skutu svipuðu leynilegu geimfari sem kallast „Himneskur dreki“ á braut um jörðu í þriðja sinn frá 2020. Það er einnig sagt hafa borið leynilegar tilraunir á braut um jörðu en áhugamenn segja geimfarið einnig hafa borið sex hluti á sporbraut. Í fyrstu fimm geimferðunum var X-37B skotið á loft með Atlas V eldflaug United Launch Alliance. Í maí 2020 var svo notast við Falcon 9 eldflaug SpaceX. Það að notast hafi verið við Falcon Heavy að þessu sinni þykir til marks um að geimfarinu hafi verið skotið á hærri sporbraut en áður. Falcon Heavy hefur burði til að bera farm eins og X-37B í allt að 35 þúsund kílómetra háa sporbraut, samkvæmt frétt Reuters. Það eina sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt um þessa nýjust geimferð er að hún feli í sér tilraunir sem snúa að nýrri tækni og tilraunir varðandi eftirlit á sporbraut. Bandaríkin Geimurinn Tækni SpaceX Tengdar fréttir Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Þetta er í sjöunda sinn sem X-37B er skotið út í geim og frá fyrsta fluginu árið 2010 hefur geimfarið, sem smíðað var af verkfræðingum Boeing, varið rúmum tíu árum á braut um jörðu. Síðasta ferð geimfarsins varði tvö og hálft ár. Geimfarið er hannað til að þurfa ekki geimfara og hefur sjálfvirkan lendingarbúnað sem lendir geimfarinu eins og geimskutlunum gömlu en X-37B svipar mjög til þeirra. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft fyrir rúmum tveimur vikum en geimskotinu var frestað þar til í nótt vegna veðurs og tæknilegra vandamála. Notast var við Falcon Heavy eldflaug SpaceX, sem er í raun þrjár Falcon 9 eldflaugar festar saman. Falcon Heavy getur komið nærri því 64 tonnum á sporbraut. Liftoff! pic.twitter.com/m8bYx9Enb7— SpaceX (@SpaceX) December 29, 2023 Stutt er síðan kínverskir geimvísindamenn skutu svipuðu leynilegu geimfari sem kallast „Himneskur dreki“ á braut um jörðu í þriðja sinn frá 2020. Það er einnig sagt hafa borið leynilegar tilraunir á braut um jörðu en áhugamenn segja geimfarið einnig hafa borið sex hluti á sporbraut. Í fyrstu fimm geimferðunum var X-37B skotið á loft með Atlas V eldflaug United Launch Alliance. Í maí 2020 var svo notast við Falcon 9 eldflaug SpaceX. Það að notast hafi verið við Falcon Heavy að þessu sinni þykir til marks um að geimfarinu hafi verið skotið á hærri sporbraut en áður. Falcon Heavy hefur burði til að bera farm eins og X-37B í allt að 35 þúsund kílómetra háa sporbraut, samkvæmt frétt Reuters. Það eina sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt um þessa nýjust geimferð er að hún feli í sér tilraunir sem snúa að nýrri tækni og tilraunir varðandi eftirlit á sporbraut.
Bandaríkin Geimurinn Tækni SpaceX Tengdar fréttir Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15
Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04
Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08