Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2023 20:00 Heila línan táknar fyrsta áfanga varnargarðsins um Grindavík, sem byrjað verður á eftir helgi. Þegar yfir lýkur mun garðurinn ná nær alveg umhverfis bæinn en hvar nákvæmlega hann mun liggja hefur ekki verið gefið út. Brotalínurnar gefa þannig aðeins hugmynd um umfangið, eru ekki lýsandi fyrir varnargarðana eins og þeir verða. Vísir/Arnar/Sara Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. Fyrsti hluti varnargarðsins mun liggja nokkurn veginn eins og myndin hér efst í fréttinni sýnir. Hann á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar. Þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga verður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri heldur en varnargarðurinn sem nú þegar hefur verið byggður í Svartsengi. Við ætlum að hefja strax undirbúning í dag og svo framkvæmdir í framhaldinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Garðarnir skili fólki heim Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur telur garðinn, sem verður þó ekki tilbúinn fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði, munu eiga stóran þátt í því hvort Grindvíkingar snúi heim. „Já, ég gæti vel trúað því. Það er ekki tímabært endilega að flytja heim vegna þess að garðurinn er ekki kominn núna. En ég hugsa að það hugsi sér margir til heimkomunnar, vitandi af garðinum, og sérstaklega þegar hann verður kominn. Það mun auka öryggi okkar til muna,“ segir Fannar. Landris í Svartsengi hefur nú náð sambærilegum hæðum og rétt fyrir eldgosið 18. desember, samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar - sem gaf út uppfært hættumatskort fyrir svæðið í dag. Veðurstofan telur auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Hættustigi á svæðinu verður þó haldið óbreyttu næstu daga en í dag var formlega bætt við hættu á hraunrennsli og gasmengun innan bæjarins. Þetta undirstrikar brýna þörf á varnargörðunum, að mati bæjarstjórans. „Hann skiptir miklu máli fyrir íbúana, og búsetuna í Grindavík og atvinnulífið líka. Því það er ekki langt í upptökin eins og þau birtust okkur núna þann 18. desember og ef það kemur gos að nýju þá gæti hraun komið upp og runnið til suðurs í átt að Grindavík.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Fyrsti hluti varnargarðsins mun liggja nokkurn veginn eins og myndin hér efst í fréttinni sýnir. Hann á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar. Þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga verður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri heldur en varnargarðurinn sem nú þegar hefur verið byggður í Svartsengi. Við ætlum að hefja strax undirbúning í dag og svo framkvæmdir í framhaldinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Garðarnir skili fólki heim Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur telur garðinn, sem verður þó ekki tilbúinn fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði, munu eiga stóran þátt í því hvort Grindvíkingar snúi heim. „Já, ég gæti vel trúað því. Það er ekki tímabært endilega að flytja heim vegna þess að garðurinn er ekki kominn núna. En ég hugsa að það hugsi sér margir til heimkomunnar, vitandi af garðinum, og sérstaklega þegar hann verður kominn. Það mun auka öryggi okkar til muna,“ segir Fannar. Landris í Svartsengi hefur nú náð sambærilegum hæðum og rétt fyrir eldgosið 18. desember, samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar - sem gaf út uppfært hættumatskort fyrir svæðið í dag. Veðurstofan telur auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Hættustigi á svæðinu verður þó haldið óbreyttu næstu daga en í dag var formlega bætt við hættu á hraunrennsli og gasmengun innan bæjarins. Þetta undirstrikar brýna þörf á varnargörðunum, að mati bæjarstjórans. „Hann skiptir miklu máli fyrir íbúana, og búsetuna í Grindavík og atvinnulífið líka. Því það er ekki langt í upptökin eins og þau birtust okkur núna þann 18. desember og ef það kemur gos að nýju þá gæti hraun komið upp og runnið til suðurs í átt að Grindavík.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01
Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42
Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24