Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 12:04 Einhverjir hafa dvalið í Grindavík síðustu daga. Vísir/Arnar Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. Þetta gildi þar til breytingar á hættumatskorti gefi tilefni til annars. Lögreglustjóri ráðleggur íbúum þó frá því að dvelja í bænum við núverandi aðstæður og ítrekar að eldgos geti hafist í nágrenni Grindavíkur með skömmum fyrirvara. Veðurstofan telur nú hættu á að hraun flæði inn í bæinn ef gos hefjist. „Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inni á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekur undir þetta og hvetur Grindvíkinga til að „leita allra leiða til að dvelja ekki í bænum fram yfir áramót.“ „Veðurstofan gaf í gær út nýtt hættumatskort, þar kom fram að þrátt fyrir að staðan í Grindavík og Svartsengi sé metin með sama hætti og í fyrra korti þ.e. „Töluverð hætta“ þá hefur hættan aukist,“ segir í tilkynningu almannavarna. Á bakvið kortið séu töluleg gildi sem hafi hækkað frá fyrra hættumatskorti en ekki nóg til að færa svæðin sem Grindavík og Svartsengi eru í upp um flokk. Núgildandi hættumatskort þar sem Grindavík er inn á svæði 4. Kortið gildir að óbreyttu til 5. janúar.Veðurstofa Íslands Björgunarsveitin í Grindavík ekki tiltæk Landris heldur áfram við Svartsengi og samkvæmt núgildandi hættumatskorti sem Veðurstofa Íslands gaf út í gær er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gosmengun. Að sögn lögreglustjóra sinnir lögregla áfram eftirliti í og við Grindavík allan sólarhringinn en björgunarsveitarmenn séu ekki til staðar. Hefjist gos í eða við Grindavík verði send út SMS-skilaboð í farsíma á svæðinu þar sem fólki sé sagt að rýma bæinn. Hefja uppbyggingu varnargarða Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að til stæði að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Fyrsti hluti þeirra á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar en þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. Uppfært hættumatskort sem birt var í gær er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks. Mat á hættustigi innan svæðanna hélst óbreytt frá fyrra korti en breyting var gerð á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá almannavörnum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þetta gildi þar til breytingar á hættumatskorti gefi tilefni til annars. Lögreglustjóri ráðleggur íbúum þó frá því að dvelja í bænum við núverandi aðstæður og ítrekar að eldgos geti hafist í nágrenni Grindavíkur með skömmum fyrirvara. Veðurstofan telur nú hættu á að hraun flæði inn í bæinn ef gos hefjist. „Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inni á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekur undir þetta og hvetur Grindvíkinga til að „leita allra leiða til að dvelja ekki í bænum fram yfir áramót.“ „Veðurstofan gaf í gær út nýtt hættumatskort, þar kom fram að þrátt fyrir að staðan í Grindavík og Svartsengi sé metin með sama hætti og í fyrra korti þ.e. „Töluverð hætta“ þá hefur hættan aukist,“ segir í tilkynningu almannavarna. Á bakvið kortið séu töluleg gildi sem hafi hækkað frá fyrra hættumatskorti en ekki nóg til að færa svæðin sem Grindavík og Svartsengi eru í upp um flokk. Núgildandi hættumatskort þar sem Grindavík er inn á svæði 4. Kortið gildir að óbreyttu til 5. janúar.Veðurstofa Íslands Björgunarsveitin í Grindavík ekki tiltæk Landris heldur áfram við Svartsengi og samkvæmt núgildandi hættumatskorti sem Veðurstofa Íslands gaf út í gær er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gosmengun. Að sögn lögreglustjóra sinnir lögregla áfram eftirliti í og við Grindavík allan sólarhringinn en björgunarsveitarmenn séu ekki til staðar. Hefjist gos í eða við Grindavík verði send út SMS-skilaboð í farsíma á svæðinu þar sem fólki sé sagt að rýma bæinn. Hefja uppbyggingu varnargarða Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að til stæði að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Fyrsti hluti þeirra á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar en þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. Uppfært hættumatskort sem birt var í gær er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks. Mat á hættustigi innan svæðanna hélst óbreytt frá fyrra korti en breyting var gerð á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá almannavörnum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00
Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24
Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42