Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 12:12 Ljósmyndin er sögð sýna íbúðabyggingu í úkraínsku borginni Kharkív eftir hún varð fyrir rússneskri eldflaug í gær. Ap/Neyðarþjónusta Úkraínu Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. Árásina gerðu Úkraínumenn í kjölfar stórfelldra árása Rússa á stærstu borgir Úkraínu á föstudag, þar sem fleiri en fjörutíu létu lífið. „Með því að gera árásir á torg þar sem ekki er gerður greinarmunur á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka og fremja þennan glæp, reyna stjórnvöld í Kænugarði að draga athyglina frá ósigrum í fremstu víglínu og ögra okkur til svipaðra aðgerða. Við leggjum áherslu á að rússneski herinn beini sjónum sínum eingöngu að hernaðarlegum skotmörkum og innviðum sem tengjast þeim beint. Við munum halda því áfram. Þau munu þurfa að gjalda fyrir þennan glæp,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins. Ljósmyndin er sögð sýna viðbragðsaðila og almenna borgara flytja einstakling sem særðist í stórskotaliðsárás á rússnesku landamæraborgina Belgorod í gær. Ap/Rússneska neyðaraðgerðaráðuneytið Rússar uppfylltu þetta loforð með loftárásum á Kharkív, í austurhluta Úkraínu. Minnst sex eldflaugar féllu á borgina í gærkvöldi, tólf íbúðabyggingar skemmdust, þrettán hús og leikskóli. Tuttugu og átta eru særðir, þar á meðal tveir unglingsdrengir. Eftir miðnætti gerðu Rússar svo árásir á Kænugarð, Kharkív, Kherson, Mykolaív og Zaporizhzhia. Stigmagnandi árásir Rússa komu til umræðu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem biðlað var til þeirra að hætta árásum á úkraínskar borgir og bæi. „Við fordæmum ótvírætt allar árásir á borgir, bæi og þorp í Úkraínu og í Rússlandi. Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði brjóta í bága við alþjóðleg mannúðarlög, eru óviðunandi og verður að ljúka núna. Vernd óbreyttra borgara verður að vera forgangsverkefni,“ sagði Khaled Khiari, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Árásina gerðu Úkraínumenn í kjölfar stórfelldra árása Rússa á stærstu borgir Úkraínu á föstudag, þar sem fleiri en fjörutíu létu lífið. „Með því að gera árásir á torg þar sem ekki er gerður greinarmunur á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka og fremja þennan glæp, reyna stjórnvöld í Kænugarði að draga athyglina frá ósigrum í fremstu víglínu og ögra okkur til svipaðra aðgerða. Við leggjum áherslu á að rússneski herinn beini sjónum sínum eingöngu að hernaðarlegum skotmörkum og innviðum sem tengjast þeim beint. Við munum halda því áfram. Þau munu þurfa að gjalda fyrir þennan glæp,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins. Ljósmyndin er sögð sýna viðbragðsaðila og almenna borgara flytja einstakling sem særðist í stórskotaliðsárás á rússnesku landamæraborgina Belgorod í gær. Ap/Rússneska neyðaraðgerðaráðuneytið Rússar uppfylltu þetta loforð með loftárásum á Kharkív, í austurhluta Úkraínu. Minnst sex eldflaugar féllu á borgina í gærkvöldi, tólf íbúðabyggingar skemmdust, þrettán hús og leikskóli. Tuttugu og átta eru særðir, þar á meðal tveir unglingsdrengir. Eftir miðnætti gerðu Rússar svo árásir á Kænugarð, Kharkív, Kherson, Mykolaív og Zaporizhzhia. Stigmagnandi árásir Rússa komu til umræðu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem biðlað var til þeirra að hætta árásum á úkraínskar borgir og bæi. „Við fordæmum ótvírætt allar árásir á borgir, bæi og þorp í Úkraínu og í Rússlandi. Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði brjóta í bága við alþjóðleg mannúðarlög, eru óviðunandi og verður að ljúka núna. Vernd óbreyttra borgara verður að vera forgangsverkefni,“ sagði Khaled Khiari, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent