Sakar orkumálastjóra um vanhæfi Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. janúar 2024 23:28 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Vísir/Vilhelm Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir orkumálastjóra efna til óþarfa átaka um orkumál í nýárspistli sínum og hún sé vanhæf til að taka ákvarðanir vegna framkomu hennar undanfarin ár. Þetta skrifa Sigurður í skoðanapistli sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Hann vitnar þar í nýárspistil Höllu Hrundar Logadóttur, orkumálastjóra, sem vakti athygli á hættu á því að heimili og venjuleg fyrirtæki verði undir í samkeppni við stórnotendur raforku. Sigurður vísar því á bug að Samtök iðnaðarins leggist gegn vernd fyrir íslensk heimili og fyrirtæki, þvert á móti tali samtökin fyrir hagsmunum almennings, heimila og fyrirtækja með markaðslausnum. Að því sögðu sé eðlilegt að skilgreina í lögum hverjir skuli njóta alþjónustu, svo sem heimili og mikilvægir innviðir, og samtökin hafi hvatt til þess. „En áður en til almennrar skömmtunar og handstýringar kemur þarf að mati SI að sýna fram á að aðrir möguleikar séu ekki til staðar. Ráðherra brást skjótt við og hefur nú veitt starfsleyfi til fyrirtækja sem hyggjast reka markað með raforku,“ skrifar Sigurður í greininnni. Sakar orkumálastjóra um vanhæfi Sigurður segir SI tala „eindregið fyrir því að ráðist sé að rót vandans og meiri græn raforka verði framleidd hér á landi.“ Það séu sameiginlegir hagsmunir alls atvinnulífs og iðnaðar, heimila og samfélagsins í heild. Ekki sé skýrt hvort Orkustofnun tali fyrir því nema með skilyrðum um það hverjir megi kaupa raforkuna og dragi það athygli að mögulegu vanhæfi orkumálastjóra. Sigurður segir að orkumálastjóri skrifi í grein sinni að SI gagnrýni ummæli hennar um að almenningur fái að njóta raforku. Það sé ekki rétt og ekki þau ummæli sem vísað er til. Frumvarp um skömmtun raforku „meingallað“ Frumvarp um skömmtun raforku var nýlega lagt fram á Alþingi í þeirri tilraun að bregðast við alvarlegri stöðu orkumála. Samtök iðnaðarins hafi sent ítarlega umsögn um málið þar sem tekið er undir meginmarkmið frumvarpsins um að gæta þurfi hagsmuna almennings. Hins vegar verði ekki hjá því litið að frumvarpið var meingallað og segir Sigurður að því til staðfestingar hafi orðið miklar breytingar á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Orkumálastjóri sé vanhæfur til að taka ákvarðanir „Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir því að orkumálastjóri hefði heimildir til skömmtunar raforku þegar á þyrfti að halda. Almenningur þarf að geta treyst því að embættismenn fjalli um mál á hlutlægan hátt,“ skrifar Sigurður. Í umsögn SI sé bent á fjölda ummæla orkumálastjóra þess efnis að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Með hliðsjón af því að Orkustofnun fari með eftirlit á raforkumarkaði og veiti leyfi valdi þessi ummæli, að mati SI, vanhæfi orkumálastjóra til að taka ákvarðanir. Eftir umfjöllun atvinnuveganefndar hafi hún ákveðið að fela ráðherra „valdið til skömmtunar, í stað orkumálastjóra, af þeirri einföldu ástæðu að Orkustofnun er ekki treyst fyrir þessari miklu ábyrgð, meðal annars vegna framgöngu orkumálastjóra undanfarin ár. Skilaboðin verða ekki mikið skýrari,“ skrifar Sigurður. Embættismaður kasti steinum úr glerhúsi „Ummælum orkumálastjóra þess efnis að ekki megi stuðla að sundrung og skipa í fylkingar í orkumálum sem og þeirri ósk að iðnaðurinn blómstri er fagnað,“ skrifar Sigurður „Þetta eru góð skilaboð en þarna kastar embættismaðurinn steini úr glerhúsi. Með ummælum sínum á síðustu árum hefur orkumálastjóri einmitt dregið fyrirtæki í dilka eftir því hvort honum þyki starfsemi þeirra þóknanleg eða ekki,“ segir einnig. „Í grein sinni í morgun heldur orkumálastjóri uppteknum hætti. Við og þið hugsunin skín þar í gegn. „Venjuleg“ fyrirtæki eiga að fá raforku en óljóst er hvað orkumálastjóri sér fyrir sér með hin fyrirtækin. Með því að skipa fyrirtækjum í þessar fylkingar, þau „venjulegu“ og svo hin fyrirtækin, gerir orkumálastjóri einmitt það sem hann varar við, þ.e. að skipa í fylkingar,“ segir loks. Orkumál Orkuskipti Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Þetta skrifa Sigurður í skoðanapistli sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Hann vitnar þar í nýárspistil Höllu Hrundar Logadóttur, orkumálastjóra, sem vakti athygli á hættu á því að heimili og venjuleg fyrirtæki verði undir í samkeppni við stórnotendur raforku. Sigurður vísar því á bug að Samtök iðnaðarins leggist gegn vernd fyrir íslensk heimili og fyrirtæki, þvert á móti tali samtökin fyrir hagsmunum almennings, heimila og fyrirtækja með markaðslausnum. Að því sögðu sé eðlilegt að skilgreina í lögum hverjir skuli njóta alþjónustu, svo sem heimili og mikilvægir innviðir, og samtökin hafi hvatt til þess. „En áður en til almennrar skömmtunar og handstýringar kemur þarf að mati SI að sýna fram á að aðrir möguleikar séu ekki til staðar. Ráðherra brást skjótt við og hefur nú veitt starfsleyfi til fyrirtækja sem hyggjast reka markað með raforku,“ skrifar Sigurður í greininnni. Sakar orkumálastjóra um vanhæfi Sigurður segir SI tala „eindregið fyrir því að ráðist sé að rót vandans og meiri græn raforka verði framleidd hér á landi.“ Það séu sameiginlegir hagsmunir alls atvinnulífs og iðnaðar, heimila og samfélagsins í heild. Ekki sé skýrt hvort Orkustofnun tali fyrir því nema með skilyrðum um það hverjir megi kaupa raforkuna og dragi það athygli að mögulegu vanhæfi orkumálastjóra. Sigurður segir að orkumálastjóri skrifi í grein sinni að SI gagnrýni ummæli hennar um að almenningur fái að njóta raforku. Það sé ekki rétt og ekki þau ummæli sem vísað er til. Frumvarp um skömmtun raforku „meingallað“ Frumvarp um skömmtun raforku var nýlega lagt fram á Alþingi í þeirri tilraun að bregðast við alvarlegri stöðu orkumála. Samtök iðnaðarins hafi sent ítarlega umsögn um málið þar sem tekið er undir meginmarkmið frumvarpsins um að gæta þurfi hagsmuna almennings. Hins vegar verði ekki hjá því litið að frumvarpið var meingallað og segir Sigurður að því til staðfestingar hafi orðið miklar breytingar á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Orkumálastjóri sé vanhæfur til að taka ákvarðanir „Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir því að orkumálastjóri hefði heimildir til skömmtunar raforku þegar á þyrfti að halda. Almenningur þarf að geta treyst því að embættismenn fjalli um mál á hlutlægan hátt,“ skrifar Sigurður. Í umsögn SI sé bent á fjölda ummæla orkumálastjóra þess efnis að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Með hliðsjón af því að Orkustofnun fari með eftirlit á raforkumarkaði og veiti leyfi valdi þessi ummæli, að mati SI, vanhæfi orkumálastjóra til að taka ákvarðanir. Eftir umfjöllun atvinnuveganefndar hafi hún ákveðið að fela ráðherra „valdið til skömmtunar, í stað orkumálastjóra, af þeirri einföldu ástæðu að Orkustofnun er ekki treyst fyrir þessari miklu ábyrgð, meðal annars vegna framgöngu orkumálastjóra undanfarin ár. Skilaboðin verða ekki mikið skýrari,“ skrifar Sigurður. Embættismaður kasti steinum úr glerhúsi „Ummælum orkumálastjóra þess efnis að ekki megi stuðla að sundrung og skipa í fylkingar í orkumálum sem og þeirri ósk að iðnaðurinn blómstri er fagnað,“ skrifar Sigurður „Þetta eru góð skilaboð en þarna kastar embættismaðurinn steini úr glerhúsi. Með ummælum sínum á síðustu árum hefur orkumálastjóri einmitt dregið fyrirtæki í dilka eftir því hvort honum þyki starfsemi þeirra þóknanleg eða ekki,“ segir einnig. „Í grein sinni í morgun heldur orkumálastjóri uppteknum hætti. Við og þið hugsunin skín þar í gegn. „Venjuleg“ fyrirtæki eiga að fá raforku en óljóst er hvað orkumálastjóri sér fyrir sér með hin fyrirtækin. Með því að skipa fyrirtækjum í þessar fylkingar, þau „venjulegu“ og svo hin fyrirtækin, gerir orkumálastjóri einmitt það sem hann varar við, þ.e. að skipa í fylkingar,“ segir loks.
Orkumál Orkuskipti Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira