Rjúfum kyrrstöðuna í orkumálum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 2. janúar 2024 14:28 Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Þessi kyrrstaða bitnar á verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu í landinu, raskar orkuöryggi og grefur undan orkuskiptum og nauðsynlegum loftslagsaðgerðum. Með setningu rammaáætlunarlaga undir forystu Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra árið 2011 var ákvörðunum um orkunýtingu og vernd landsvæða mörkuð fagleg umgjörð. Lögin gera ráð fyrir að lögð sé fram rammaáætlun á Alþingi á fjögurra ára fresti og að löggjafinn taki þannig afstöðu til þess, eftir umfangsmikla vinnu faghópa og víðtækt samráð, hvar megi virkja og hvað eigi að vernda. Flokkarnir sem stjórna landinu sýndu fádæma ábyrgðarleysi með því að láta sjö ár líða án þess að samþykkt væri þingsályktun um rammaáætlun á Alþingi. Með þessu var gengið gegn markmiðum laganna, undirbúningi og framkvæmdum vegna nýrra virkjana var slegið á frest og jafnframt grafið undan þeim fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Þetta áralanga afstöðuleysi löggjafans er sérstaklega skaðlegt í ljósi þess hve langan tíma það tekur að koma upp nýjum virkjunum. Ríkisstjórnir síðustu ára hafa sofið á verðinum og lítið aðhafst þegar bent er á að styrkja þurfi stjórnsýslu orku- og umhverfismála og að unnt sé að einfalda og samþætta gagnaskil, auka skilvirkni og hraða leyfisveitingum vegna nýrra virkjana án þess að slá af kröfum um nauðsynlegt samráð og umhverfismat. Ofan á þetta bætist að ekki hefur tekist að skapa sátt um hvernig tekjur af orkuvinnslu skiptast. Skýrasta birtingarmynd þess er ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um frestun Búrfellslundar vegna þess að sveitarstjórninni finnst skattaumgjörðin um orkumannvirki ósanngjörn. Þar hefur sveitarstjórnarfólkið rétt fyrir sér: auðvitað ættu tekjurnar af orkumannvirkjum að skila sér í miklu ríkara mæli til nærsamfélagsins. Samfylkingin hefur nálgast orkumálin af raunsæi og ábyrgð. Á tímabilinu 2010 til 2020 reisti Landsvirkjun þrjár virkjanir: Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun II. Búðarhálsvirkjun var fjármögnuð og reist á vakt Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þeistareykjavirkjun var jafnframt áherslumál þáverandi iðnaðarráðherra og sett í nýtingarflokk rammaáætlunar í stjórnartíð Samfylkingar. Stærstu orkuöflunarverkefnin sem nú eru á dagskrá, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, rötuðu í nýtingarflokk rammaáætlunar með stuðningi Samfylkingar. Mikilvægt er að þessi verkefni fái framgang. Nú liggja jafnframt fyrir greiningar faghópa og tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun fimm virkjanakosta sem brýnt er að ráðherra og Alþingi taki afstöðu til. Loks verður Alþingi að hafa hraðar hendur um breytingar á raforkulögum til að tryggja að orkuöryggi almennings njóti forgangs umfram aðra hagsmuni og að nauðsynlegir öryggisventlar séu til staðar þegar ójafnvægi ríkir á orkumarkaði. Samfylkingin hefur hvatt til slíkra lagabreytinga síðastliðin tvö ár en því miður náðist ekki sátt um útfærsluna þegar atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp í þessum tilgangi á síðustu vikum haustþings. Ég hygg að það sé meirihlutaskoðun á Alþingi að rjúfa þurfi kyrrstöðuna sem hefur ríkt í orkumálum á undanförnum árum; að þingmenn stjórnarmeirihlutans dauðskammist sín margir hverjir fyrir framtaksleysið í orkumálum og þær alvarlegu afleiðingar sem því fylgja. Leikreglur rammaáætlunar snúast um að sætta ólík sjónarmið og leita jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar. Þær kalla á að teknar séu ákvarðanir og þeim fylgt eftir með afgerandi hætti. Undir þeirri ábyrgð verða stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að rísa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jóhann Páll Jóhannsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Þessi kyrrstaða bitnar á verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu í landinu, raskar orkuöryggi og grefur undan orkuskiptum og nauðsynlegum loftslagsaðgerðum. Með setningu rammaáætlunarlaga undir forystu Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra árið 2011 var ákvörðunum um orkunýtingu og vernd landsvæða mörkuð fagleg umgjörð. Lögin gera ráð fyrir að lögð sé fram rammaáætlun á Alþingi á fjögurra ára fresti og að löggjafinn taki þannig afstöðu til þess, eftir umfangsmikla vinnu faghópa og víðtækt samráð, hvar megi virkja og hvað eigi að vernda. Flokkarnir sem stjórna landinu sýndu fádæma ábyrgðarleysi með því að láta sjö ár líða án þess að samþykkt væri þingsályktun um rammaáætlun á Alþingi. Með þessu var gengið gegn markmiðum laganna, undirbúningi og framkvæmdum vegna nýrra virkjana var slegið á frest og jafnframt grafið undan þeim fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Þetta áralanga afstöðuleysi löggjafans er sérstaklega skaðlegt í ljósi þess hve langan tíma það tekur að koma upp nýjum virkjunum. Ríkisstjórnir síðustu ára hafa sofið á verðinum og lítið aðhafst þegar bent er á að styrkja þurfi stjórnsýslu orku- og umhverfismála og að unnt sé að einfalda og samþætta gagnaskil, auka skilvirkni og hraða leyfisveitingum vegna nýrra virkjana án þess að slá af kröfum um nauðsynlegt samráð og umhverfismat. Ofan á þetta bætist að ekki hefur tekist að skapa sátt um hvernig tekjur af orkuvinnslu skiptast. Skýrasta birtingarmynd þess er ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um frestun Búrfellslundar vegna þess að sveitarstjórninni finnst skattaumgjörðin um orkumannvirki ósanngjörn. Þar hefur sveitarstjórnarfólkið rétt fyrir sér: auðvitað ættu tekjurnar af orkumannvirkjum að skila sér í miklu ríkara mæli til nærsamfélagsins. Samfylkingin hefur nálgast orkumálin af raunsæi og ábyrgð. Á tímabilinu 2010 til 2020 reisti Landsvirkjun þrjár virkjanir: Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun II. Búðarhálsvirkjun var fjármögnuð og reist á vakt Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þeistareykjavirkjun var jafnframt áherslumál þáverandi iðnaðarráðherra og sett í nýtingarflokk rammaáætlunar í stjórnartíð Samfylkingar. Stærstu orkuöflunarverkefnin sem nú eru á dagskrá, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, rötuðu í nýtingarflokk rammaáætlunar með stuðningi Samfylkingar. Mikilvægt er að þessi verkefni fái framgang. Nú liggja jafnframt fyrir greiningar faghópa og tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun fimm virkjanakosta sem brýnt er að ráðherra og Alþingi taki afstöðu til. Loks verður Alþingi að hafa hraðar hendur um breytingar á raforkulögum til að tryggja að orkuöryggi almennings njóti forgangs umfram aðra hagsmuni og að nauðsynlegir öryggisventlar séu til staðar þegar ójafnvægi ríkir á orkumarkaði. Samfylkingin hefur hvatt til slíkra lagabreytinga síðastliðin tvö ár en því miður náðist ekki sátt um útfærsluna þegar atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp í þessum tilgangi á síðustu vikum haustþings. Ég hygg að það sé meirihlutaskoðun á Alþingi að rjúfa þurfi kyrrstöðuna sem hefur ríkt í orkumálum á undanförnum árum; að þingmenn stjórnarmeirihlutans dauðskammist sín margir hverjir fyrir framtaksleysið í orkumálum og þær alvarlegu afleiðingar sem því fylgja. Leikreglur rammaáætlunar snúast um að sætta ólík sjónarmið og leita jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar. Þær kalla á að teknar séu ákvarðanir og þeim fylgt eftir með afgerandi hætti. Undir þeirri ábyrgð verða stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að rísa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun