Keypti draumahús fyrir mömmu sína eins og hann lofaði henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 09:30 Christian Wood með móður sinni Jeanette Stewart sem heldur á húslyklunum. Hann spilar með Los Angeles Lakers. Samsett/Getty og @Chriswood_5 Bandaríski körfuboltamaðurinn Christian Wood færði mömmu sína flotta nýársgjöf í ár og uppfyllti um leið gamalt loforð sitt. Wood hafði lofað móður sinni að kaupa handa henni draumahúsið áður en hann héldi upp á þrítugsafmælið sitt. Móðir hans heitir Jeanette Stewart og var einstæð móðir með Christian og tvö systkini hans. Hún hefur alla tíð stutt við bakið á honum og var sú sem hughreysti hann þegar hann var ekki valinn í nýliðavalinu á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) Wood gafst ekki upp og komst á endanum inn í NBA. Hann er nú 28 ára gamall og á sínu fyrsta ári með Los Angeles Lakers. Wood hefur flakkað á milli liða frá því að hann kom fyrst inn í NBA-deildina árið 2015. Þessi 203 sentimetra framherji hefur fengið 45 milljónir dollara í laun á ferlinum til og með síðasta tímabili en Wood skrifaði í september undir tveggja ára samning við Lakers sem færir honum 5,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu tvær leiktíðir. Hann hefur því í heildina unnið sér inn um 51 millljón dala eða sjö milljarða íslenskra króna. Wood fékk líka góðan bónus á dögunum þegar Lakers vann fyrsta deildarbikarinn en allir leikmenn sigurliðsins fengu fyrir það hálfa milljón dollara eða 69 milljónir króna. Woods setti myndir af húsinu inn á samfélagsmiðla og sagði frá gjöfinni sinni. Life goal ..Promised my mom at 18 with no money I would get her the house of her dreams before I m 30 fast forward to now I did that !!! I love you pic.twitter.com/jO21bJAclH— 35 (@Chriswood_5) January 1, 2024 NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Wood hafði lofað móður sinni að kaupa handa henni draumahúsið áður en hann héldi upp á þrítugsafmælið sitt. Móðir hans heitir Jeanette Stewart og var einstæð móðir með Christian og tvö systkini hans. Hún hefur alla tíð stutt við bakið á honum og var sú sem hughreysti hann þegar hann var ekki valinn í nýliðavalinu á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) Wood gafst ekki upp og komst á endanum inn í NBA. Hann er nú 28 ára gamall og á sínu fyrsta ári með Los Angeles Lakers. Wood hefur flakkað á milli liða frá því að hann kom fyrst inn í NBA-deildina árið 2015. Þessi 203 sentimetra framherji hefur fengið 45 milljónir dollara í laun á ferlinum til og með síðasta tímabili en Wood skrifaði í september undir tveggja ára samning við Lakers sem færir honum 5,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu tvær leiktíðir. Hann hefur því í heildina unnið sér inn um 51 millljón dala eða sjö milljarða íslenskra króna. Wood fékk líka góðan bónus á dögunum þegar Lakers vann fyrsta deildarbikarinn en allir leikmenn sigurliðsins fengu fyrir það hálfa milljón dollara eða 69 milljónir króna. Woods setti myndir af húsinu inn á samfélagsmiðla og sagði frá gjöfinni sinni. Life goal ..Promised my mom at 18 with no money I would get her the house of her dreams before I m 30 fast forward to now I did that !!! I love you pic.twitter.com/jO21bJAclH— 35 (@Chriswood_5) January 1, 2024
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira