Wood hafði lofað móður sinni að kaupa handa henni draumahúsið áður en hann héldi upp á þrítugsafmælið sitt.
Móðir hans heitir Jeanette Stewart og var einstæð móðir með Christian og tvö systkini hans. Hún hefur alla tíð stutt við bakið á honum og var sú sem hughreysti hann þegar hann var ekki valinn í nýliðavalinu á sínum tíma.
Wood gafst ekki upp og komst á endanum inn í NBA. Hann er nú 28 ára gamall og á sínu fyrsta ári með Los Angeles Lakers. Wood hefur flakkað á milli liða frá því að hann kom fyrst inn í NBA-deildina árið 2015.
Þessi 203 sentimetra framherji hefur fengið 45 milljónir dollara í laun á ferlinum til og með síðasta tímabili en Wood skrifaði í september undir tveggja ára samning við Lakers sem færir honum 5,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu tvær leiktíðir. Hann hefur því í heildina unnið sér inn um 51 millljón dala eða sjö milljarða íslenskra króna.
Wood fékk líka góðan bónus á dögunum þegar Lakers vann fyrsta deildarbikarinn en allir leikmenn sigurliðsins fengu fyrir það hálfa milljón dollara eða 69 milljónir króna.
Woods setti myndir af húsinu inn á samfélagsmiðla og sagði frá gjöfinni sinni.
Life goal ..Promised my mom at 18 with no money I would get her the house of her dreams before I m 30 fast forward to now I did that !!! I love you pic.twitter.com/jO21bJAclH
— 35 (@Chriswood_5) January 1, 2024