Eftirlaun Guðna allt önnur en Ólafs Ragnars og Vigdísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 16:02 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á góðri stundu með dóttur sinni og eiginkonu. Þeim stundum mun væntanlega fjölga þegar hann lætur af embætti. Vísir/Hanna Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti í sumar. Hann nýtur ekki aukinna réttinda þegar kemur að eftirlaunum fyrir að hafa gegnt embætti forseta Íslands. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Guðni tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði að láta staðar numið sem forseti í sumar eftir átta ára forsetatíð. Virtist sem flestir hefðu gert ráð fyrir því að Guðni sæti sem fastast eitt kjörtímabil í viðbót. Guðni á rétt á biðlaunum, fullum forsetalaunum, í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Ólíkt forverum sínum í embætti á Guðni ekki rétt á að fá eftirlaun forseta Íslands þegar hann kemst á eftirlaunaaldur. Guðni 55 ára og ekki kominn á eftirlaunaaldur eins og var tilfellið með Ólaf Ragnar Grímsson og Vigdísi Finnbogadóttur. Forseti Íslands naut áður sérstakra lífeyriskjara ásamt ráðherrum og alþingismönnum en þau lög voru afnumin árið 2009 í kjölfar umræðu eftir bankahrunið. Síðan þá nýtur forseti sambærilegra lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Breytingin tók til sitjandi Hæstaréttardómara og forseta, Ólafs Ragnars. Eftirlaun Ólafs Ragnars miðast við áttatíu prósent af forsetalaunum samkvæmt gömlu lögunum. Ellilífeyrir Guðna, þegar hann kemst á aldur, mun því ráðast af þeim iðgjöldum sem hann hefur greitt til þess tíma. Hann hefur sagst ætla að snúa sér að fræðistörfum en hann hefur verið í leyfi frá störfum sem prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Laun forseta Íslands eru í dag rúmar 3,7 milljónir króna samkvæmt upplýsingum af vef Stjórnarráðsins. Forseti Íslands greiddi ekki skatt af launum sínum til ársins 2000 þegar lögunum var breytt. Þá fær forseti ókeypis bústað á Bessastöðum, rafmagns- og hitakostnað greiddan auk þess að vera með bíl til umráða og bílstjóra. Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir eru samkvæmt gömlu lögunum með rétt tæpar þrjár milljónir á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Guðna munu hins vegar miðast við iðgjöld hans. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kjaramál Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Guðni tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði að láta staðar numið sem forseti í sumar eftir átta ára forsetatíð. Virtist sem flestir hefðu gert ráð fyrir því að Guðni sæti sem fastast eitt kjörtímabil í viðbót. Guðni á rétt á biðlaunum, fullum forsetalaunum, í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Ólíkt forverum sínum í embætti á Guðni ekki rétt á að fá eftirlaun forseta Íslands þegar hann kemst á eftirlaunaaldur. Guðni 55 ára og ekki kominn á eftirlaunaaldur eins og var tilfellið með Ólaf Ragnar Grímsson og Vigdísi Finnbogadóttur. Forseti Íslands naut áður sérstakra lífeyriskjara ásamt ráðherrum og alþingismönnum en þau lög voru afnumin árið 2009 í kjölfar umræðu eftir bankahrunið. Síðan þá nýtur forseti sambærilegra lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Breytingin tók til sitjandi Hæstaréttardómara og forseta, Ólafs Ragnars. Eftirlaun Ólafs Ragnars miðast við áttatíu prósent af forsetalaunum samkvæmt gömlu lögunum. Ellilífeyrir Guðna, þegar hann kemst á aldur, mun því ráðast af þeim iðgjöldum sem hann hefur greitt til þess tíma. Hann hefur sagst ætla að snúa sér að fræðistörfum en hann hefur verið í leyfi frá störfum sem prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Laun forseta Íslands eru í dag rúmar 3,7 milljónir króna samkvæmt upplýsingum af vef Stjórnarráðsins. Forseti Íslands greiddi ekki skatt af launum sínum til ársins 2000 þegar lögunum var breytt. Þá fær forseti ókeypis bústað á Bessastöðum, rafmagns- og hitakostnað greiddan auk þess að vera með bíl til umráða og bílstjóra. Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir eru samkvæmt gömlu lögunum með rétt tæpar þrjár milljónir á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Guðna munu hins vegar miðast við iðgjöld hans.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kjaramál Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði