Með ríkisborgararétt en telst áfram erlendur leikmaður hjá KKÍ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. janúar 2024 08:00 Dani hefur verið á meðal bestu leikmanna Subway-deildarinnar í vetur. Vísir/Vilhelm Danielle Rodriguez er orðin íslenskur ríkisborgari og því gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hún telst samt áfram erlendur leikmaður samkvæmt reglum Körfuknattleikssambandsins. Danielle Rodriguez, leikmaður Grindavíkur í Subway-deild kvenna, fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember. Hún lék fyrst hér á landi árið 2016 og hefur búið á Íslandi síðan þá utan eins árs þegar hún flutti til Bandaríkjanna. Samkvæmt reglum Körfuknattleikssambands Íslands má aðeins einn leikmaður frá landi utan EES vera inni á vellinum hverju sinni í Subway-deildunum. Þegar tímabilið í Subway-deild kvenna hófst í september var Dani Rodriguez ekki komin með íslenskan ríkisborgararétt og því skráð sem leikmaður utan EES. Samkvæmt reglum gildir sú skráning út tímabilið og því telst Rodriguez enn sem erlendur leikmaður þrátt fyrir að vera orðin Íslendingur. „Það er fundur á mánudag til að ræða þetta. Ég veit að Grindavík hefur haft samband við KKÍ og ég hef gert það sömuleiðis. Ég veit ekki hvort Grindavík ætli sér að bæta við leikmanni,“ segir Rodriguez en yrði hún skráð í kerfi KKÍ sem Íslendingur gæti Grindavík bætt við sig leikmanni frá landi utan EES, til dæmis frá Bandaríkjunum þaðan sem flestir af sterkustu erlendu leikmönnum Subway-deildanna koma. „Gefur þeim meira vald en þau í raun hafa“ „Fyrir mér snýst þetta um það að eftir að hafa verið hér í sjö ár og verið veittur sá heiður af stjórnvöldum að vera orðin Íslendingur þá finnst mér það ekki vera hlutverk KKÍ að veita mér rétt að leika sem Íslendingur. Ríkisstjórnin hefur nú þegar veitt mér þann rétt. Lög og reglur KKÍ eru ekki æðri lögum íslenskra stjórnvalda,“ segir Dani og segir að KKÍ muni funda um málið í næstu viku. „Þetta er mín persónulega skoðun og ég veit ekki hvað Grindvík ætlar sér að gera. Þetta breytir í raun engum plönum því við vorum ekki einu sinni viss hvort ég fengi ríkisborgararétt. Mér skilst að það verði kosið um þetta á fundi KKÍ og mér finnst það gefa þeim meira vald en þau í raun hafa.“ Í 15. grein relgugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót er fjallað um erlenda leikmenn. Þar segir að erlendur leikmaður sem hefji tímabilið sem leikmaður utan EES-ríkis teljist sem slíkur út leiktíðina, nema að fenginni undanþágu KKÍ. Brjóti félag gegn reglunni telst það hafa notað ólöglegan leikmann. Í reglugerðinni er einnig rætt um að erlendir ríkisborgarar sem búið hafa á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira teljist ekki sem erlendir leikmenn. Dani Rodriguez fellur ekki undir þá reglu þar sem hún bjó í Bandaríkjunum tímabilið 2021-22. Aðspurð hvort Dani finnist reglan vera ósanngjörn vill hún ekki nota það orð. „Þetta breytir ekki miklu fyrir mig núna. Það er hægt að tala um „hvað ef“ og alls konar slíkt. Það gætu komið upp aðrar kringumstæður, ef ég myndi missa vinnuna og annað lið myndi bjóða mér samning en aðeins sem Íslendingur. Þá gæti ég ekki tekið því starfi því lög KKÍ myndi koma í veg fyrir að ég fengi vinnu þó ég sé íslenskur ríkisborgari.“ „Það eru margar leiðir að horfa á þetta. Ég myndi ekki segja að þetta sé ósanngjarnt vegna stöðu minnar núna þar sem ég er með vinnu. Fyrir mér snýst þetta um að þau telji sig hafa völd til að veita mér eitthvað sem ég hef nú þegar fengið.“ Segir Grindavík geta gert atlögu að titlinum Grindavík hefur verið að spila vel í Subway-deildinni til þessa og komist nær toppliðunum heldur en á síðasta tímabili. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar og komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. „Mér finnst við vera að gera mjög vel. Við byrjuðum vel og miðað við allt sem hefur gengið á í Grindavík þá höfum við staðið okkur vel. Auðvitað er tímabilið bara hálfnað en ég er mjög ánægð með hvar liðið er statt. Ég hef miklar væntingar fyrir liðið og þjálfararnir sömuleiðis. Við getum enn vaxið og vorum að breyta liðinu okkar sem ég held að muni bara hjálpa okkur,“ en fyrr í vikunni var tilkynnt að Grindavík hefði sent Charisse Fairley heim og samið við dönsku landsliðskonuna Sarah Mortensen. Dani Rodriguez í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur.Vísir/Vilhelm „Með nýjustu viðbótinni, og ef við náum því besta úr liðinu, þá finnst mér við eiga góða möguleika á að gera atlögu að titlinum. Það er líka mikilvægt að halda öllum heilum.“ Grindavík átti að mæta Breiðabliki í fyrstu umferð Subway-deildarinnar sem fram fór í þessari viku. Blikar drógu lið sitt hins vegar úr keppni fyrir áramótinu og því fékk Grindavík lengra jólafrí en önnur lið deildarinnar. „Það var gott að fá lengra frí. Það er örugglega erfitt að spila 2. eða 3. janúar þegar leikmenn eru að koma aftur eftir jólafrí. Það var fínt að fá tækifæri til að koma sér aftur inn í hlutina.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Danielle Rodriguez, leikmaður Grindavíkur í Subway-deild kvenna, fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember. Hún lék fyrst hér á landi árið 2016 og hefur búið á Íslandi síðan þá utan eins árs þegar hún flutti til Bandaríkjanna. Samkvæmt reglum Körfuknattleikssambands Íslands má aðeins einn leikmaður frá landi utan EES vera inni á vellinum hverju sinni í Subway-deildunum. Þegar tímabilið í Subway-deild kvenna hófst í september var Dani Rodriguez ekki komin með íslenskan ríkisborgararétt og því skráð sem leikmaður utan EES. Samkvæmt reglum gildir sú skráning út tímabilið og því telst Rodriguez enn sem erlendur leikmaður þrátt fyrir að vera orðin Íslendingur. „Það er fundur á mánudag til að ræða þetta. Ég veit að Grindavík hefur haft samband við KKÍ og ég hef gert það sömuleiðis. Ég veit ekki hvort Grindavík ætli sér að bæta við leikmanni,“ segir Rodriguez en yrði hún skráð í kerfi KKÍ sem Íslendingur gæti Grindavík bætt við sig leikmanni frá landi utan EES, til dæmis frá Bandaríkjunum þaðan sem flestir af sterkustu erlendu leikmönnum Subway-deildanna koma. „Gefur þeim meira vald en þau í raun hafa“ „Fyrir mér snýst þetta um það að eftir að hafa verið hér í sjö ár og verið veittur sá heiður af stjórnvöldum að vera orðin Íslendingur þá finnst mér það ekki vera hlutverk KKÍ að veita mér rétt að leika sem Íslendingur. Ríkisstjórnin hefur nú þegar veitt mér þann rétt. Lög og reglur KKÍ eru ekki æðri lögum íslenskra stjórnvalda,“ segir Dani og segir að KKÍ muni funda um málið í næstu viku. „Þetta er mín persónulega skoðun og ég veit ekki hvað Grindvík ætlar sér að gera. Þetta breytir í raun engum plönum því við vorum ekki einu sinni viss hvort ég fengi ríkisborgararétt. Mér skilst að það verði kosið um þetta á fundi KKÍ og mér finnst það gefa þeim meira vald en þau í raun hafa.“ Í 15. grein relgugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót er fjallað um erlenda leikmenn. Þar segir að erlendur leikmaður sem hefji tímabilið sem leikmaður utan EES-ríkis teljist sem slíkur út leiktíðina, nema að fenginni undanþágu KKÍ. Brjóti félag gegn reglunni telst það hafa notað ólöglegan leikmann. Í reglugerðinni er einnig rætt um að erlendir ríkisborgarar sem búið hafa á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira teljist ekki sem erlendir leikmenn. Dani Rodriguez fellur ekki undir þá reglu þar sem hún bjó í Bandaríkjunum tímabilið 2021-22. Aðspurð hvort Dani finnist reglan vera ósanngjörn vill hún ekki nota það orð. „Þetta breytir ekki miklu fyrir mig núna. Það er hægt að tala um „hvað ef“ og alls konar slíkt. Það gætu komið upp aðrar kringumstæður, ef ég myndi missa vinnuna og annað lið myndi bjóða mér samning en aðeins sem Íslendingur. Þá gæti ég ekki tekið því starfi því lög KKÍ myndi koma í veg fyrir að ég fengi vinnu þó ég sé íslenskur ríkisborgari.“ „Það eru margar leiðir að horfa á þetta. Ég myndi ekki segja að þetta sé ósanngjarnt vegna stöðu minnar núna þar sem ég er með vinnu. Fyrir mér snýst þetta um að þau telji sig hafa völd til að veita mér eitthvað sem ég hef nú þegar fengið.“ Segir Grindavík geta gert atlögu að titlinum Grindavík hefur verið að spila vel í Subway-deildinni til þessa og komist nær toppliðunum heldur en á síðasta tímabili. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar og komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. „Mér finnst við vera að gera mjög vel. Við byrjuðum vel og miðað við allt sem hefur gengið á í Grindavík þá höfum við staðið okkur vel. Auðvitað er tímabilið bara hálfnað en ég er mjög ánægð með hvar liðið er statt. Ég hef miklar væntingar fyrir liðið og þjálfararnir sömuleiðis. Við getum enn vaxið og vorum að breyta liðinu okkar sem ég held að muni bara hjálpa okkur,“ en fyrr í vikunni var tilkynnt að Grindavík hefði sent Charisse Fairley heim og samið við dönsku landsliðskonuna Sarah Mortensen. Dani Rodriguez í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur.Vísir/Vilhelm „Með nýjustu viðbótinni, og ef við náum því besta úr liðinu, þá finnst mér við eiga góða möguleika á að gera atlögu að titlinum. Það er líka mikilvægt að halda öllum heilum.“ Grindavík átti að mæta Breiðabliki í fyrstu umferð Subway-deildarinnar sem fram fór í þessari viku. Blikar drógu lið sitt hins vegar úr keppni fyrir áramótinu og því fékk Grindavík lengra jólafrí en önnur lið deildarinnar. „Það var gott að fá lengra frí. Það er örugglega erfitt að spila 2. eða 3. janúar þegar leikmenn eru að koma aftur eftir jólafrí. Það var fínt að fá tækifæri til að koma sér aftur inn í hlutina.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira