Innherji

Á­forma að auka gjald­eyris­eignir sínar um lið­lega 150 milljarða á nýju ári

Hörður Ægisson skrifar
Lífeyrissjóðirnir hafa markvisst á undanförnum árum verið að auka hlutfallslegt vægi eigna í erlendri mynt hjá sér.
Lífeyrissjóðirnir hafa markvisst á undanförnum árum verið að auka hlutfallslegt vægi eigna í erlendri mynt hjá sér. AP/John Minchillo

Lífeyrissjóðir landsins setja stefnuna á að auka hlutfallslegt vægi erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum um meira en tvær prósentur á þessu ári, samkvæmt þeim fjárfestingastefnum sem stjórnir sjóðanna hafa samþykkt, en á sama tíma búast þeir við að minnka hlutfall ríkisbréfa og innlendra hlutabréfa. Neikvæð raunávöxtun annað árið í röð þýðir að sumir sjóðir þurfa að óbreyttu að bregðast við halla á tryggingafræðilegri stöðu.


Tengdar fréttir

Líf­eyris­sjóðir með augun á enn meiri fjárfestingum erlendis á komandi ári

Margir af stærri lífeyrissjóðum landsins setja stefnuna á að auka áfram nokkuð við hlutfall erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum á komandi ári samhliða því að nýjar breytingar taka þá gildi sem hækkar hámarksvægi gjaldeyriseigna hjá sjóðunum. Útlit er fyrir að sömu lífeyrissjóðir muni flestir hverjir ekki auka vægi sitt í innlendum hlutabréfum á næstunni þrátt fyrir að sá eignaflokkur hafi lækkað mikið síðustu ár.

Vægi íslenskra hluta­bréfa í eigna­söfnum líf­eyris­sjóða ekki verið lægra í þrjú ár

Hlutfall innlendra hlutabréfa í eignasöfnum lífeyrissjóða hefur fallið stöðugt undanfarin misseri samhliða meðal annars því að verðlækkanir á mörkuðum hér heima hafa verið mun meiri en þekkist erlendis og er vægi þess eignaflokks núna nokkuð undir meðaltali síðasta áratugs. Með auknum umsvifum lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði á nýjan leik er hlutfall sjóðsfélagalána í eignasöfnum sjóðanna á sama tíma búið að hækka skarpt.

„Hættan við of sam­ræmdar reglur á fjár­mála­markaði er sam­ræmið“

Ítrekaðar athugasemdir Seðlabanka Íslands og erlendra stofnana við stjórnarhætti lífeyrissjóða og áhættustýringu þeirra rista ekki nógu djúpt að sögn framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Hann varar við því að tilraunir til að endurskoða reglur um áhættustýringu hjá sjóðunum – í því skyni að samræma regluverkið á fjármálamarkaði – geti leitt til þess að allir bregðist við áhættu á sama hátt og þannig magnað upp áhættu á markaði.

Áforma að auka gjaldeyriseignir sínar um meira en 200 milljarða

Fyrirætlanir lífeyrissjóðanna gera ráð fyrir að þeir muni að óbreyttu auka gjaldeyriseignir sínar fyrir samanlagt vel á þriðja hundrað milljarða króna á árinu 2023, samkvæmt þeim fjárfestingastefnum sem þeir hafa sett sér. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sá sjóður sem hefur síðustu árin jafnan verið með hæst hlutfall erlendra eigna, áformar hins vegar að viðhalda óbreyttu vægi gjaldeyriseigna í eignasafni sínu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×