„Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur“ Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. janúar 2024 22:21 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarfélögin hafa reynt að halda aftur af sér hvað varðar verðhækkanir á þessu ári. Sveitarfélögin vilja taka meira þátt í samtalinu þegar kemur að launahækkunum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um miklar verðhækkanir á landinu frá áramótum. Þar skoraði meðal annars framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á sveitarfélögin sérstaklega að endurskoða þeirra gjaldskrárhækkanir. Hér fyrir neðan má sjá hækkun á gjaldskrám hinna ýmsu sveitarfélaga. Boðaðar verðhækkanir. Borgarráð lækkaði hækkunaráform sín í desember frá 5,5 prósentum í 3,5 prósent. Nú vonar samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Vísir/Sara Þá var rætt við Heiðu Björg í beinni útsendingu en hún segist telja hækkanir sveitarfélaganna ekki svo miklar. „Þetta virðist vera hjá flestum í kringum 7 prósent sem er töluvert lægra en verðbólgan sem er þá í rauninni raunlækkun. En við höfum líka verið alveg skýr með það að komi til þess að það verði samtal um einhverja þjóðarsátt eða leiðir til þess að ná böndum á verðbólgunni, þá erum við alveg tilbúin til þess að skoða það með sveitarfélögunum að vina ofan af því. Þá höfum við sérstaklega nefnt þau gjöld sem tengjast börnum og barnafjölskyldum,“ segir Heiða. Viðtalið við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar 2:23 eru búnar af klippunni. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Hún kallar eftir sæti við borðið. „Til þess að við getum gert það þurfum við að taka meira þátt í samtalinu og vita meira hvaða launahækkanir er verið að fara fram á og hvað útgjöldin okkar muni hækka mikið,“ segir Heiða. Mikið hefur verið rætt um miklar hækkanir hjá bæði Sorpu og Strætó en gjöld þar hækka um ellefu og tólf prósent. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Heiða segir að henni finnist það afleitt að þurfa að hækka gjöldin hjá Strætó svo mikið og að hún væri til í að finna einhverja aðra leið. „En varðandi Sorpu þá eru það einfaldlega lög sem hafa verið sett með aukinni flokkun og aðeins meiri flækjustigi. Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur,“ segir Heiða. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um miklar verðhækkanir á landinu frá áramótum. Þar skoraði meðal annars framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á sveitarfélögin sérstaklega að endurskoða þeirra gjaldskrárhækkanir. Hér fyrir neðan má sjá hækkun á gjaldskrám hinna ýmsu sveitarfélaga. Boðaðar verðhækkanir. Borgarráð lækkaði hækkunaráform sín í desember frá 5,5 prósentum í 3,5 prósent. Nú vonar samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Vísir/Sara Þá var rætt við Heiðu Björg í beinni útsendingu en hún segist telja hækkanir sveitarfélaganna ekki svo miklar. „Þetta virðist vera hjá flestum í kringum 7 prósent sem er töluvert lægra en verðbólgan sem er þá í rauninni raunlækkun. En við höfum líka verið alveg skýr með það að komi til þess að það verði samtal um einhverja þjóðarsátt eða leiðir til þess að ná böndum á verðbólgunni, þá erum við alveg tilbúin til þess að skoða það með sveitarfélögunum að vina ofan af því. Þá höfum við sérstaklega nefnt þau gjöld sem tengjast börnum og barnafjölskyldum,“ segir Heiða. Viðtalið við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar 2:23 eru búnar af klippunni. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Hún kallar eftir sæti við borðið. „Til þess að við getum gert það þurfum við að taka meira þátt í samtalinu og vita meira hvaða launahækkanir er verið að fara fram á og hvað útgjöldin okkar muni hækka mikið,“ segir Heiða. Mikið hefur verið rætt um miklar hækkanir hjá bæði Sorpu og Strætó en gjöld þar hækka um ellefu og tólf prósent. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Heiða segir að henni finnist það afleitt að þurfa að hækka gjöldin hjá Strætó svo mikið og að hún væri til í að finna einhverja aðra leið. „En varðandi Sorpu þá eru það einfaldlega lög sem hafa verið sett með aukinni flokkun og aðeins meiri flækjustigi. Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur,“ segir Heiða.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01