Andrés, Clinton og Trump nefndir til sögunnar í Epstein-skjölunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2024 06:44 Það er fátt um bombur í dómsskjölunum sem núna hafa verið birt, eftir mikla eftirvæntingu. AP Andrés Bretaprins og Bill Clinton og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, eru meðal þeirra sem eru nefndir í dómsskjölum í tengslum við athafna- og kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein. Dómsskjölin voru birt í gær, í tengslum við mál sem stendur yfir tengt Ghislaine Maxwell. Hún hefur verið sökuð um mansal með því að hafa séð Epstein og félögum hans fyrir ungum stúlkum til að misnota. Ekki er um að ræða eiginlegan lista eins og rætt hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga og vikur, heldur koma nöfn vina og kunningja Epstein oftast fram í vitnisburðum gegn Epstein. Gögnin telja um 900 blaðsíður en fleiri verða birt á næstu dögum. Skjölin varða meðal annars Johönnu Sjoberg, sem greindi meðal annars frá því að Andrés hefði tekið um brjóst sitt þegar hann stillti sér upp fyrir mynd með henni og Virginiu Giuffre. Konungsfjölskyldan greiddi Giuffre milljónir í sátt árið 2022 eftir að hún sakaði Andrés um að hafa misnotað sig þegar hún var 17 ára. Andrés hefur ávallt haldið því fram að hann sé saklaus og hafi aldrei hitt Giuffre. Í gögnunum er einnig fjallað um Bill Clinton og Donald Trump en þeir eru þó ekki sakaðir um neitt ólöglegt. Eins og áður hefur komið fram segir í skjölunum að Clinton hafi ferðast nokkrum sinnum með einkaþotu Epstein. Þá bar Sjoberg þess vitni að Epstein hefði eitt sinn tjáð henni að Clinton „vildi þær ungar“. Trump er nefndur til sögunnar í tengslum við atvik þar sem ekki var hægt að lenda þotunni í New York og ákveðið var að lenda í Atlantic City í staðinn. „Frábært, við bjöllum í Trump,“ á Epstein þá að hafa sagt. Sjoberg var spurð að því við yfirheyrslur hvort hún hefði einhvern tímann verið látinn nudda Trump, líkt og stúlkurnar voru gjarnan látnar gera við aðra vini Epstein, en hún svaraði neitandi. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019 en Maxwell var dæmd í 20 ára fangelsi. Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Donald Trump Bill Clinton Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Dómsskjölin voru birt í gær, í tengslum við mál sem stendur yfir tengt Ghislaine Maxwell. Hún hefur verið sökuð um mansal með því að hafa séð Epstein og félögum hans fyrir ungum stúlkum til að misnota. Ekki er um að ræða eiginlegan lista eins og rætt hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga og vikur, heldur koma nöfn vina og kunningja Epstein oftast fram í vitnisburðum gegn Epstein. Gögnin telja um 900 blaðsíður en fleiri verða birt á næstu dögum. Skjölin varða meðal annars Johönnu Sjoberg, sem greindi meðal annars frá því að Andrés hefði tekið um brjóst sitt þegar hann stillti sér upp fyrir mynd með henni og Virginiu Giuffre. Konungsfjölskyldan greiddi Giuffre milljónir í sátt árið 2022 eftir að hún sakaði Andrés um að hafa misnotað sig þegar hún var 17 ára. Andrés hefur ávallt haldið því fram að hann sé saklaus og hafi aldrei hitt Giuffre. Í gögnunum er einnig fjallað um Bill Clinton og Donald Trump en þeir eru þó ekki sakaðir um neitt ólöglegt. Eins og áður hefur komið fram segir í skjölunum að Clinton hafi ferðast nokkrum sinnum með einkaþotu Epstein. Þá bar Sjoberg þess vitni að Epstein hefði eitt sinn tjáð henni að Clinton „vildi þær ungar“. Trump er nefndur til sögunnar í tengslum við atvik þar sem ekki var hægt að lenda þotunni í New York og ákveðið var að lenda í Atlantic City í staðinn. „Frábært, við bjöllum í Trump,“ á Epstein þá að hafa sagt. Sjoberg var spurð að því við yfirheyrslur hvort hún hefði einhvern tímann verið látinn nudda Trump, líkt og stúlkurnar voru gjarnan látnar gera við aðra vini Epstein, en hún svaraði neitandi. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019 en Maxwell var dæmd í 20 ára fangelsi.
Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Donald Trump Bill Clinton Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira