Vafasamt lögmæti niðurfellingar persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar 4. janúar 2024 09:00 Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna. Þar sem núna þurfa þúsundir manna að sækja um að halda persónuafslættinum árlega til Íslenska skattins svo að þeir lendi ekki í fullri skattheimtu upp á 31,55% til 37,95%, annars er verið að taka frá 70.000 kr og yfir 100.000 kr á mánuði í skatta af þessu fólki eftir upphæðum og hvaðan greiðslur koma, hvort það er frá Tryggingarstofnun og síðan lífeyrissjóðum á Íslandi. Lögmæti þessar lagabreytingar er einnig mjög vafasöm. Röksemdafærslan sem var sett í upprunalega frumvarpinu, fyrir umfjöllun og endanlegar breytingar er þessi hérna. „Þá er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt öryrkja og fólk sem er á ellilífeyri sem búsettir eru erlendis en persónuafsláttur er almennt eingöngu í boði fyrir þá sem teljast heimilisfastir (búsettir) hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi mikil fjárhagsáhrif í för með sér þar sem flestir tvísköttunarsamningar Íslands heimila eingöngu heimilisfestarríki skattlagningarrétt á lífeyri.“ Allt hérna er rangt í þessari röksemdafærslu Fjármálaráðuneytisins, efnislega rangt og ekki í samræmi við neinar staðreyndir. Áhrif þessara breytinga eru mikil fjárhagslega. Það er einnig sem ekki hefur verið nefnt í þessu og það er í tvísköttunarsamningum milli Íslands og Norðurlandanna, þar sem í þeim tvísköttunarsamningum er rétturinn á skattinum fyrir lífeyrisgreiðslur á Íslandi. Þessu er ekki hægt að breyta. Hvar rétturinn á skattinum á lífeyrisgreiðslum hefur alltaf verið ákveðinn almennt í tvísköttunarsamningum og það er því óeðlilegt þessu skuli vera breytt með lögum á Íslandi. Þetta hefur einnig áhrif á þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa í ríkjum sem eru án tvísköttunarsamnings við Íslands. Þar sem Ísland hefur eingöngu gert 23 tvísköttunarsamninga, þá er það mikið af ríkjum og talsvert af fólki sem þetta hefur áhrif á. Þessari lagasetningu verður að breyta til baka. Þar sem þetta skapar eingöngu vandræði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis og þá nær eingöngu fólk sem er búsett á Norðurlöndunum. Þar sem tvísköttunarsamninga setja þá skyldu á Ísland að skattskyldan er þar en ekki í því ríki sem þetta fólk býr í tilfelli öryrkja og lífeyrisþega. Í öðrum ríkjum innan ESB, þar er skattskyldan almennt hjá því ríki sem fólk býr í. Það fólk getur sótt um skattleysi á Íslandi á móti þessari kröfu. Það er ekki í boði fyrir fólk sem býr á Norðurlöndunum samkvæmt svari sem ég fékk frá Skattinum. Það þýðir að ef þessi lagabreyting tekur gildi þann 1. Janúar 2025. Þá munu tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum skerðast mjög mikið vegna aukinna skatta á Íslandi. Launafólk sem vinnur frá Íslandi greiðir alla sína skatta í því ríki sem það býr, samkvæmt tvísköttunarsamningum. Hvort sem það er búsett á Norðurlöndunum eða í öðrum ríkjum Evrópu. Væntanlega er svipað kerfi fyrir þá sem eru búsettir í ríkjum utan Evrópu, hafi Ísland tvísköttunarsamning við viðkomandi ríki. Þannig að ljóst er að hérna er eingöngu verið að gera líf öryrkja og ellilífeyrisþega erfiðara og lækka tekjur þessa hóps með þessari breytingu. Ef Íslenska ríkið vill auka tekjur sínar. Þá er einfaldast að hækka skattana á ríka fólkið. Þannig er hægt að fá milljarða í tekjur og lækka þannig hallann á fjárlögunum hratt og örugglega. Ég er alveg viss um að ríka fólkið er ekki að fara að svelta þó skattar verði hækkaði um 5 til 10%. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagsmál Skattar og tollar Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna. Þar sem núna þurfa þúsundir manna að sækja um að halda persónuafslættinum árlega til Íslenska skattins svo að þeir lendi ekki í fullri skattheimtu upp á 31,55% til 37,95%, annars er verið að taka frá 70.000 kr og yfir 100.000 kr á mánuði í skatta af þessu fólki eftir upphæðum og hvaðan greiðslur koma, hvort það er frá Tryggingarstofnun og síðan lífeyrissjóðum á Íslandi. Lögmæti þessar lagabreytingar er einnig mjög vafasöm. Röksemdafærslan sem var sett í upprunalega frumvarpinu, fyrir umfjöllun og endanlegar breytingar er þessi hérna. „Þá er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt öryrkja og fólk sem er á ellilífeyri sem búsettir eru erlendis en persónuafsláttur er almennt eingöngu í boði fyrir þá sem teljast heimilisfastir (búsettir) hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi mikil fjárhagsáhrif í för með sér þar sem flestir tvísköttunarsamningar Íslands heimila eingöngu heimilisfestarríki skattlagningarrétt á lífeyri.“ Allt hérna er rangt í þessari röksemdafærslu Fjármálaráðuneytisins, efnislega rangt og ekki í samræmi við neinar staðreyndir. Áhrif þessara breytinga eru mikil fjárhagslega. Það er einnig sem ekki hefur verið nefnt í þessu og það er í tvísköttunarsamningum milli Íslands og Norðurlandanna, þar sem í þeim tvísköttunarsamningum er rétturinn á skattinum fyrir lífeyrisgreiðslur á Íslandi. Þessu er ekki hægt að breyta. Hvar rétturinn á skattinum á lífeyrisgreiðslum hefur alltaf verið ákveðinn almennt í tvísköttunarsamningum og það er því óeðlilegt þessu skuli vera breytt með lögum á Íslandi. Þetta hefur einnig áhrif á þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa í ríkjum sem eru án tvísköttunarsamnings við Íslands. Þar sem Ísland hefur eingöngu gert 23 tvísköttunarsamninga, þá er það mikið af ríkjum og talsvert af fólki sem þetta hefur áhrif á. Þessari lagasetningu verður að breyta til baka. Þar sem þetta skapar eingöngu vandræði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis og þá nær eingöngu fólk sem er búsett á Norðurlöndunum. Þar sem tvísköttunarsamninga setja þá skyldu á Ísland að skattskyldan er þar en ekki í því ríki sem þetta fólk býr í tilfelli öryrkja og lífeyrisþega. Í öðrum ríkjum innan ESB, þar er skattskyldan almennt hjá því ríki sem fólk býr í. Það fólk getur sótt um skattleysi á Íslandi á móti þessari kröfu. Það er ekki í boði fyrir fólk sem býr á Norðurlöndunum samkvæmt svari sem ég fékk frá Skattinum. Það þýðir að ef þessi lagabreyting tekur gildi þann 1. Janúar 2025. Þá munu tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum skerðast mjög mikið vegna aukinna skatta á Íslandi. Launafólk sem vinnur frá Íslandi greiðir alla sína skatta í því ríki sem það býr, samkvæmt tvísköttunarsamningum. Hvort sem það er búsett á Norðurlöndunum eða í öðrum ríkjum Evrópu. Væntanlega er svipað kerfi fyrir þá sem eru búsettir í ríkjum utan Evrópu, hafi Ísland tvísköttunarsamning við viðkomandi ríki. Þannig að ljóst er að hérna er eingöngu verið að gera líf öryrkja og ellilífeyrisþega erfiðara og lækka tekjur þessa hóps með þessari breytingu. Ef Íslenska ríkið vill auka tekjur sínar. Þá er einfaldast að hækka skattana á ríka fólkið. Þannig er hægt að fá milljarða í tekjur og lækka þannig hallann á fjárlögunum hratt og örugglega. Ég er alveg viss um að ríka fólkið er ekki að fara að svelta þó skattar verði hækkaði um 5 til 10%. Höfundur er rithöfundur.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun