Vafasamt lögmæti niðurfellingar persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar 4. janúar 2024 09:00 Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna. Þar sem núna þurfa þúsundir manna að sækja um að halda persónuafslættinum árlega til Íslenska skattins svo að þeir lendi ekki í fullri skattheimtu upp á 31,55% til 37,95%, annars er verið að taka frá 70.000 kr og yfir 100.000 kr á mánuði í skatta af þessu fólki eftir upphæðum og hvaðan greiðslur koma, hvort það er frá Tryggingarstofnun og síðan lífeyrissjóðum á Íslandi. Lögmæti þessar lagabreytingar er einnig mjög vafasöm. Röksemdafærslan sem var sett í upprunalega frumvarpinu, fyrir umfjöllun og endanlegar breytingar er þessi hérna. „Þá er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt öryrkja og fólk sem er á ellilífeyri sem búsettir eru erlendis en persónuafsláttur er almennt eingöngu í boði fyrir þá sem teljast heimilisfastir (búsettir) hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi mikil fjárhagsáhrif í för með sér þar sem flestir tvísköttunarsamningar Íslands heimila eingöngu heimilisfestarríki skattlagningarrétt á lífeyri.“ Allt hérna er rangt í þessari röksemdafærslu Fjármálaráðuneytisins, efnislega rangt og ekki í samræmi við neinar staðreyndir. Áhrif þessara breytinga eru mikil fjárhagslega. Það er einnig sem ekki hefur verið nefnt í þessu og það er í tvísköttunarsamningum milli Íslands og Norðurlandanna, þar sem í þeim tvísköttunarsamningum er rétturinn á skattinum fyrir lífeyrisgreiðslur á Íslandi. Þessu er ekki hægt að breyta. Hvar rétturinn á skattinum á lífeyrisgreiðslum hefur alltaf verið ákveðinn almennt í tvísköttunarsamningum og það er því óeðlilegt þessu skuli vera breytt með lögum á Íslandi. Þetta hefur einnig áhrif á þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa í ríkjum sem eru án tvísköttunarsamnings við Íslands. Þar sem Ísland hefur eingöngu gert 23 tvísköttunarsamninga, þá er það mikið af ríkjum og talsvert af fólki sem þetta hefur áhrif á. Þessari lagasetningu verður að breyta til baka. Þar sem þetta skapar eingöngu vandræði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis og þá nær eingöngu fólk sem er búsett á Norðurlöndunum. Þar sem tvísköttunarsamninga setja þá skyldu á Ísland að skattskyldan er þar en ekki í því ríki sem þetta fólk býr í tilfelli öryrkja og lífeyrisþega. Í öðrum ríkjum innan ESB, þar er skattskyldan almennt hjá því ríki sem fólk býr í. Það fólk getur sótt um skattleysi á Íslandi á móti þessari kröfu. Það er ekki í boði fyrir fólk sem býr á Norðurlöndunum samkvæmt svari sem ég fékk frá Skattinum. Það þýðir að ef þessi lagabreyting tekur gildi þann 1. Janúar 2025. Þá munu tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum skerðast mjög mikið vegna aukinna skatta á Íslandi. Launafólk sem vinnur frá Íslandi greiðir alla sína skatta í því ríki sem það býr, samkvæmt tvísköttunarsamningum. Hvort sem það er búsett á Norðurlöndunum eða í öðrum ríkjum Evrópu. Væntanlega er svipað kerfi fyrir þá sem eru búsettir í ríkjum utan Evrópu, hafi Ísland tvísköttunarsamning við viðkomandi ríki. Þannig að ljóst er að hérna er eingöngu verið að gera líf öryrkja og ellilífeyrisþega erfiðara og lækka tekjur þessa hóps með þessari breytingu. Ef Íslenska ríkið vill auka tekjur sínar. Þá er einfaldast að hækka skattana á ríka fólkið. Þannig er hægt að fá milljarða í tekjur og lækka þannig hallann á fjárlögunum hratt og örugglega. Ég er alveg viss um að ríka fólkið er ekki að fara að svelta þó skattar verði hækkaði um 5 til 10%. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagsmál Skattar og tollar Evrópusambandið Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna. Þar sem núna þurfa þúsundir manna að sækja um að halda persónuafslættinum árlega til Íslenska skattins svo að þeir lendi ekki í fullri skattheimtu upp á 31,55% til 37,95%, annars er verið að taka frá 70.000 kr og yfir 100.000 kr á mánuði í skatta af þessu fólki eftir upphæðum og hvaðan greiðslur koma, hvort það er frá Tryggingarstofnun og síðan lífeyrissjóðum á Íslandi. Lögmæti þessar lagabreytingar er einnig mjög vafasöm. Röksemdafærslan sem var sett í upprunalega frumvarpinu, fyrir umfjöllun og endanlegar breytingar er þessi hérna. „Þá er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt öryrkja og fólk sem er á ellilífeyri sem búsettir eru erlendis en persónuafsláttur er almennt eingöngu í boði fyrir þá sem teljast heimilisfastir (búsettir) hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi mikil fjárhagsáhrif í för með sér þar sem flestir tvísköttunarsamningar Íslands heimila eingöngu heimilisfestarríki skattlagningarrétt á lífeyri.“ Allt hérna er rangt í þessari röksemdafærslu Fjármálaráðuneytisins, efnislega rangt og ekki í samræmi við neinar staðreyndir. Áhrif þessara breytinga eru mikil fjárhagslega. Það er einnig sem ekki hefur verið nefnt í þessu og það er í tvísköttunarsamningum milli Íslands og Norðurlandanna, þar sem í þeim tvísköttunarsamningum er rétturinn á skattinum fyrir lífeyrisgreiðslur á Íslandi. Þessu er ekki hægt að breyta. Hvar rétturinn á skattinum á lífeyrisgreiðslum hefur alltaf verið ákveðinn almennt í tvísköttunarsamningum og það er því óeðlilegt þessu skuli vera breytt með lögum á Íslandi. Þetta hefur einnig áhrif á þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa í ríkjum sem eru án tvísköttunarsamnings við Íslands. Þar sem Ísland hefur eingöngu gert 23 tvísköttunarsamninga, þá er það mikið af ríkjum og talsvert af fólki sem þetta hefur áhrif á. Þessari lagasetningu verður að breyta til baka. Þar sem þetta skapar eingöngu vandræði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis og þá nær eingöngu fólk sem er búsett á Norðurlöndunum. Þar sem tvísköttunarsamninga setja þá skyldu á Ísland að skattskyldan er þar en ekki í því ríki sem þetta fólk býr í tilfelli öryrkja og lífeyrisþega. Í öðrum ríkjum innan ESB, þar er skattskyldan almennt hjá því ríki sem fólk býr í. Það fólk getur sótt um skattleysi á Íslandi á móti þessari kröfu. Það er ekki í boði fyrir fólk sem býr á Norðurlöndunum samkvæmt svari sem ég fékk frá Skattinum. Það þýðir að ef þessi lagabreyting tekur gildi þann 1. Janúar 2025. Þá munu tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum skerðast mjög mikið vegna aukinna skatta á Íslandi. Launafólk sem vinnur frá Íslandi greiðir alla sína skatta í því ríki sem það býr, samkvæmt tvísköttunarsamningum. Hvort sem það er búsett á Norðurlöndunum eða í öðrum ríkjum Evrópu. Væntanlega er svipað kerfi fyrir þá sem eru búsettir í ríkjum utan Evrópu, hafi Ísland tvísköttunarsamning við viðkomandi ríki. Þannig að ljóst er að hérna er eingöngu verið að gera líf öryrkja og ellilífeyrisþega erfiðara og lækka tekjur þessa hóps með þessari breytingu. Ef Íslenska ríkið vill auka tekjur sínar. Þá er einfaldast að hækka skattana á ríka fólkið. Þannig er hægt að fá milljarða í tekjur og lækka þannig hallann á fjárlögunum hratt og örugglega. Ég er alveg viss um að ríka fólkið er ekki að fara að svelta þó skattar verði hækkaði um 5 til 10%. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar