Óboðinn í jarðarför fjölskyldumeðlims og var tilkynntur til lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 4. janúar 2024 13:28 Atvik málsins hverfast um jarðarför konu, en maðurinn sem kærði málið var bundinn henni fjölskylduböndum. Getty Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að embætti ríkislögreglustjóra beri að veita manni aðgang að afriti símtals til neyðarlínunnar. Fyrir liggur að maðurinn er viðfang símtalsins, en í úrskurðinum kemur fram að hann hafi mætt óboðinn í jarðarför og dóttir hinnar látnu hafi tilkynnt hann til lögreglu vegna þess. Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar eða hvenær atvikið átti sér stað, nema að konan hafi hringt í neyðarlínuna klukkan 16:36. Konan óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna kveðjuathafnar móður sinnar. Svo virðist sem hún hafi óskað eftir íhlutun lögreglunnar vegna mannsins, sem tengdist hinni látnu fjölskylduböndum. Lögregluna bar að garði og ræddi við manninn, og svo virðist vera sem hann hafi samþykkt að vera ekki viðstaddur athöfnina. Maðurinn óskaði síðan eftir því að fá upptöku eða nákvæmt afrit af símtalinu. Hann sagði mikilvægt fyrir sig að fá gögnin, og taldi sig eiga skilyrðislausan rétt á því, enda hefðu afskipti lögreglu falið í sér inngrip í líf hans með afgerandi hætti. Þá vildi hann geta lagt mat á það hvers vegna lögreglan hafi orðið við erindi konunnar og komið eins og skot eftir til að koma í veg fyrir þátttöku kæranda í athöfninni. Fram kemur að fyrir liggi að dóttir hinnar látnu hafi hringt símtalið og að málið varði því ekki uppljóstrun á því hver hringdi. Ríkislögreglustjóri sagði í umsögn sinni um málið að þó að maðurinn hefði hagsmuni umfram aðra um aðgang að gögnunum, þá vægju hagsmunir dótturinnar og hinnar látnu meira. Úrskurðarnefnd upplýsingamála komst þó að gagnstæðri niðurstöðu, að hagsmunir mannsins vægju meira. Hann ætti rétt á því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til. Dómsmál Trúmál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar eða hvenær atvikið átti sér stað, nema að konan hafi hringt í neyðarlínuna klukkan 16:36. Konan óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna kveðjuathafnar móður sinnar. Svo virðist sem hún hafi óskað eftir íhlutun lögreglunnar vegna mannsins, sem tengdist hinni látnu fjölskylduböndum. Lögregluna bar að garði og ræddi við manninn, og svo virðist vera sem hann hafi samþykkt að vera ekki viðstaddur athöfnina. Maðurinn óskaði síðan eftir því að fá upptöku eða nákvæmt afrit af símtalinu. Hann sagði mikilvægt fyrir sig að fá gögnin, og taldi sig eiga skilyrðislausan rétt á því, enda hefðu afskipti lögreglu falið í sér inngrip í líf hans með afgerandi hætti. Þá vildi hann geta lagt mat á það hvers vegna lögreglan hafi orðið við erindi konunnar og komið eins og skot eftir til að koma í veg fyrir þátttöku kæranda í athöfninni. Fram kemur að fyrir liggi að dóttir hinnar látnu hafi hringt símtalið og að málið varði því ekki uppljóstrun á því hver hringdi. Ríkislögreglustjóri sagði í umsögn sinni um málið að þó að maðurinn hefði hagsmuni umfram aðra um aðgang að gögnunum, þá vægju hagsmunir dótturinnar og hinnar látnu meira. Úrskurðarnefnd upplýsingamála komst þó að gagnstæðri niðurstöðu, að hagsmunir mannsins vægju meira. Hann ætti rétt á því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til.
Dómsmál Trúmál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira