Hvernig tryggjum við orkuöryggi þjóðar til framtíðar? Tómas Már Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 07:31 Fyrir áramót frestaði Alþingi afgreiðslu frumvarps til bráðabirgðalaga sem var ætlað að lögfesta forgangsröðun orkusölu í þágu heimila og smærri fyrirtækja. HS Orka tekur heilshugar undir nauðsyn þess að orkuöryggi almennings sé tryggt en telur að útfærslan í frumvarpinu hafi verið meingölluð. Frumvarp til bráðabirgðalaga yrði skjaldborg um stórnotendasölu Vandaðri vinnu stjórnvalda um árabil virðist ekki hafa verið fylgt við smíði frumvarpsins og afleiðingin varð sú að megnið af orkuframleiðslugetu landsins hefði ekki nýst sem skyldi. Markaðslausnir til að beina orku frá stórnotendum til almennings í orkuskorti yrðu ekki fyrir hendi. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefði borið mun minni ábyrgð á orkuöryggi almennings en aðrir orkuframleiðendur. Segja má að skjaldborg hefði verið slegið um stórnotendasölu ríkisfyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið gerði einnig alvarlegar athugasemdir við þetta fyrirkomulag og tók í sama streng um að staða ríkisfyrirtækisins virtist tryggð gagnvart stórnotendum sem gert höfðu samninga við það. Við hjá HS Orku ætlum engum að hafa vísvitandi stillt málum upp með þessum hætti heldur hljóti hraðinn við gerð frumvarpsins að hafa valdið þessum mistökum. Atvinnuveganefnd leiðrétti þau í breytingartillögu sinni, áður en lagasetningunni var frestað, og er það vel. Eftir stóð þó m.a. að engin tilraun var gerð til þess að virkja það hlutverk sem stórnotendur gætu gegnt ef til orkuskorts kæmi. Orsakir orkuskorts Orkumál eru flókin í hugum flestra og ekki einfalt að útskýra í stuttu máli hver ásteitingarsteinninn þessar vikurnar er. Því er haldið á lofti að „leki á milli markaða“ sé ein ástæða þess að orkuskortur vofir yfir almenningi og smærri fyrirtækjum. Látið er að því liggja að einkum tvö fyrirtæki, HS Orka og ON, séu ábyrg og þeim gefið að sök að beina orku frá almenningi til stórnotenda. Þessi málflutningur er umræðunni ekki til framdráttar og engin gögn hafa komið fram sem styðja hann. Bæði félögin hafa hrakið þessar aðdróttanir með gögnum sem óþarfi er að ítreka hér. Staðreyndin er sú að orkuskortur blasir við þjóðinni, mest vegna ónýttra tækifæra til orkuvinnslu. Umræðan um orkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja er þörf og við hjá HS Orku fögnum henni því raforkuöryggi er ekki fyllilega bundið í lög hér á landi. Þar sker Ísland sig úr hópi ýmissa Evrópuþjóða og brýnt að skapa lagaramma til framtíðar sem flestir geta sammælst um. HS Orka sinnir almenna markaðnum vel HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir og tvær vatnsaflsvirkjanir auk þess að hafa milligöngu um sölu á orku frá flestum minni orkuframleiðendum landsins. Um helmingur allrar orkusölu fyrirtækisins fer til annarra en stórnotenda og við seljum umtalsvert meira af orku inn á almennan markað en við kaupum í heildsölu. Eins og aðrir orkusalar á Íslandi erum við þó háð því að mæta sveiflum í orkunotkun viðskiptavina okkar með kaupum á heildsölumarkaði en nær öll sveiflugeta orkumarkaðarins er á hendi ríkisins í formi vatnslóna. Síðustu misserin hefur HS Orka varið umtalsverðum fjármunum í aflaukningu eigin virkjana en slíkar fjárfestingar duga þó skammt til að mæta kröfunni um orkuskipti á Íslandi. Vönduð undirbúningsvinna starfshópa Allt frá árinu 2020 hafa starfshópar á vegum stjórnvalda, með breiðri þátttöku hagaðila, unnið að tillögum til að tryggja orkuöryggi almennings með réttlátum og gegnsæjum hætti á markaði sem myndi stuðla að betri orkunýtingu til framtíðar. Horft hefur verið til þess hvernig aðrar Evrópuþjóðir haga málum auk þess sem tekið er tillit til sérkenna íslenska orkukerfisins. Þau felast í mikilli orkuframleiðslu á hvert mannsbarn og í þeim mikla tæknilega sveigjanleika sem fylgir stórnotendum á markaði. Tillögurnar fólu m.a. í sér réttláta framboðsskyldu orkuframleiðenda, markaðslausnir til að færa orku frá stórnotendum til almennings við orkuskort og stofnun virks orkumarkaðar á Íslandi líkt og forstjóri Landsnets leggur til í áramótapistli sínum. Hann telur að núverandi viðskiptaumhverfi með raforku sé komið á síðustu metrana. Bætt orkuöryggi með virkum markaði Í flestum nágrannalöndum okkar eru heildsölumarkaðir og stórnotendamarkaðir ekki aðgreindir og slík skipting er ekki lögfest hér á landi. Líkt og segir hér að ofan hefur verið stefnt að því að koma á laggirnar einum orkumarkaði á Íslandi í gegnum dótturfyrirtæki Landsnets, Elmu orkuviðskipti ehf, með þátttöku allra framleiðenda og notenda. Slíkum markaði er gagngert ætlað að bæta orkuöryggi í landinu en virkni hans er háð því að allir aðilar á markaði taki þátt í honum, líka þeir sem eru í opinberri eigu. Vissulega getur orkuverð sveiflast á virkum markaði en þá er það í verkahring stjórnvalda að bregðast við því afmarkaða verkefni með sanngjörnum hætti og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Tjöldum ekki til einnar nætur Á síðustu fjórum árum hafa tveir faglegir starfshópar um orkuöryggi unnið í umboði ráðherra að tillögum til úrbóta á orkumarkaði hér á landi. Þar kennir ýmissa grasa. Það er einlæg von okkar hjá HS Orku að frestun frumvarpsins veiti svigrúm til að leggja þá vönduðu vinnu betur til grundvallar í öllum lagasetningum um orkumál. Tjöldum ekki til einnar nætur heldur horfum til langrar framtíðar við mótun nýs lagaramma um hinn íslenska orkumarkað. Þannig mun okkur farnast best við að tryggja orkuöryggi heimila, smærri fyrirtækja og þjóðarinnar allrar. Höfundur er forstjóri HS Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir áramót frestaði Alþingi afgreiðslu frumvarps til bráðabirgðalaga sem var ætlað að lögfesta forgangsröðun orkusölu í þágu heimila og smærri fyrirtækja. HS Orka tekur heilshugar undir nauðsyn þess að orkuöryggi almennings sé tryggt en telur að útfærslan í frumvarpinu hafi verið meingölluð. Frumvarp til bráðabirgðalaga yrði skjaldborg um stórnotendasölu Vandaðri vinnu stjórnvalda um árabil virðist ekki hafa verið fylgt við smíði frumvarpsins og afleiðingin varð sú að megnið af orkuframleiðslugetu landsins hefði ekki nýst sem skyldi. Markaðslausnir til að beina orku frá stórnotendum til almennings í orkuskorti yrðu ekki fyrir hendi. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefði borið mun minni ábyrgð á orkuöryggi almennings en aðrir orkuframleiðendur. Segja má að skjaldborg hefði verið slegið um stórnotendasölu ríkisfyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið gerði einnig alvarlegar athugasemdir við þetta fyrirkomulag og tók í sama streng um að staða ríkisfyrirtækisins virtist tryggð gagnvart stórnotendum sem gert höfðu samninga við það. Við hjá HS Orku ætlum engum að hafa vísvitandi stillt málum upp með þessum hætti heldur hljóti hraðinn við gerð frumvarpsins að hafa valdið þessum mistökum. Atvinnuveganefnd leiðrétti þau í breytingartillögu sinni, áður en lagasetningunni var frestað, og er það vel. Eftir stóð þó m.a. að engin tilraun var gerð til þess að virkja það hlutverk sem stórnotendur gætu gegnt ef til orkuskorts kæmi. Orsakir orkuskorts Orkumál eru flókin í hugum flestra og ekki einfalt að útskýra í stuttu máli hver ásteitingarsteinninn þessar vikurnar er. Því er haldið á lofti að „leki á milli markaða“ sé ein ástæða þess að orkuskortur vofir yfir almenningi og smærri fyrirtækjum. Látið er að því liggja að einkum tvö fyrirtæki, HS Orka og ON, séu ábyrg og þeim gefið að sök að beina orku frá almenningi til stórnotenda. Þessi málflutningur er umræðunni ekki til framdráttar og engin gögn hafa komið fram sem styðja hann. Bæði félögin hafa hrakið þessar aðdróttanir með gögnum sem óþarfi er að ítreka hér. Staðreyndin er sú að orkuskortur blasir við þjóðinni, mest vegna ónýttra tækifæra til orkuvinnslu. Umræðan um orkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja er þörf og við hjá HS Orku fögnum henni því raforkuöryggi er ekki fyllilega bundið í lög hér á landi. Þar sker Ísland sig úr hópi ýmissa Evrópuþjóða og brýnt að skapa lagaramma til framtíðar sem flestir geta sammælst um. HS Orka sinnir almenna markaðnum vel HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir og tvær vatnsaflsvirkjanir auk þess að hafa milligöngu um sölu á orku frá flestum minni orkuframleiðendum landsins. Um helmingur allrar orkusölu fyrirtækisins fer til annarra en stórnotenda og við seljum umtalsvert meira af orku inn á almennan markað en við kaupum í heildsölu. Eins og aðrir orkusalar á Íslandi erum við þó háð því að mæta sveiflum í orkunotkun viðskiptavina okkar með kaupum á heildsölumarkaði en nær öll sveiflugeta orkumarkaðarins er á hendi ríkisins í formi vatnslóna. Síðustu misserin hefur HS Orka varið umtalsverðum fjármunum í aflaukningu eigin virkjana en slíkar fjárfestingar duga þó skammt til að mæta kröfunni um orkuskipti á Íslandi. Vönduð undirbúningsvinna starfshópa Allt frá árinu 2020 hafa starfshópar á vegum stjórnvalda, með breiðri þátttöku hagaðila, unnið að tillögum til að tryggja orkuöryggi almennings með réttlátum og gegnsæjum hætti á markaði sem myndi stuðla að betri orkunýtingu til framtíðar. Horft hefur verið til þess hvernig aðrar Evrópuþjóðir haga málum auk þess sem tekið er tillit til sérkenna íslenska orkukerfisins. Þau felast í mikilli orkuframleiðslu á hvert mannsbarn og í þeim mikla tæknilega sveigjanleika sem fylgir stórnotendum á markaði. Tillögurnar fólu m.a. í sér réttláta framboðsskyldu orkuframleiðenda, markaðslausnir til að færa orku frá stórnotendum til almennings við orkuskort og stofnun virks orkumarkaðar á Íslandi líkt og forstjóri Landsnets leggur til í áramótapistli sínum. Hann telur að núverandi viðskiptaumhverfi með raforku sé komið á síðustu metrana. Bætt orkuöryggi með virkum markaði Í flestum nágrannalöndum okkar eru heildsölumarkaðir og stórnotendamarkaðir ekki aðgreindir og slík skipting er ekki lögfest hér á landi. Líkt og segir hér að ofan hefur verið stefnt að því að koma á laggirnar einum orkumarkaði á Íslandi í gegnum dótturfyrirtæki Landsnets, Elmu orkuviðskipti ehf, með þátttöku allra framleiðenda og notenda. Slíkum markaði er gagngert ætlað að bæta orkuöryggi í landinu en virkni hans er háð því að allir aðilar á markaði taki þátt í honum, líka þeir sem eru í opinberri eigu. Vissulega getur orkuverð sveiflast á virkum markaði en þá er það í verkahring stjórnvalda að bregðast við því afmarkaða verkefni með sanngjörnum hætti og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Tjöldum ekki til einnar nætur Á síðustu fjórum árum hafa tveir faglegir starfshópar um orkuöryggi unnið í umboði ráðherra að tillögum til úrbóta á orkumarkaði hér á landi. Þar kennir ýmissa grasa. Það er einlæg von okkar hjá HS Orku að frestun frumvarpsins veiti svigrúm til að leggja þá vönduðu vinnu betur til grundvallar í öllum lagasetningum um orkumál. Tjöldum ekki til einnar nætur heldur horfum til langrar framtíðar við mótun nýs lagaramma um hinn íslenska orkumarkað. Þannig mun okkur farnast best við að tryggja orkuöryggi heimila, smærri fyrirtækja og þjóðarinnar allrar. Höfundur er forstjóri HS Orku.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar