Neyðist til að hætta vegna hjartasjúkdóms Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 14:31 Rikke Sevecke lék á fimmta tug A-landsleikja fyrir Danmörku, og einnig fyrir yngri landslið, en þarf nú að hætta. Getty/Aitor Alcalde Danska landsliðskonan Rikke Sevecke hefur neyðst til að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, 27 ára gömul, vegna hjartasjúkdóms. Sevecke greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Hún á að baki 44 A-landsleiki fyrir Danmörku og sá fyrsti var einmitt gegn Íslandi í Algarve-bikarnum árið 2016. „Síðustu mánuði hef ég verið í rannsóknum og niðurstöðurnar úr þeim sýna að ég er með hjartasjúkdóm. Það þýðir að ég get ekki spilað fótbolta áfram sem atvinnumaður, og þess vegna lýkur fótboltaferli mínum nú þegar,“ skrifar Sevecke sem í haust gekk í raðir bandaríska félagsins Portland Thorns en náði aldrei að spila fyrir það. View this post on Instagram A post shared by æ s (@sevecke) „Það er óhemju erfitt að geta ekki tekið þessa ákvörðun sjálf á þeim tímapunkti sem ég hefði kosið. Ég hlakkaði til svo margra ævintýra. Eitt af þeim var að leika fyrir Portland Thorns og geta spilað með svo góðum leikmönnum í einni bestu deild heims. Ég get heldur ekki haldið áfram að vera hluti af landsliðinu og fulltrúi Danmerkur næstu árin. Það að klæðast rauðu og hvítu treyjunni, fara út á völl og syngja þjóðsönginn er það stærsta. Það er eitthvað sem ég er óhemju stolt af að hafa náð, og mun ávallt hugsa til baka með bros á vör. Ég er þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst á minni leið, og þá vini sem ég hef eignast fyrir lífstíð,“ skrifar Sevecke. Tak for indsatsen, Rikke! Rikke Sevecke stopper sin fodboldkarriere på grund af en hjertesygdom: Jeg er desværre nødt til at stoppe min fodboldkarriere. Jeg er rigtig ked af ikke at kunne fortsætte mit eventyr med Kvindelandsholdet, hvor jeg har uforglemmelige minder pic.twitter.com/TuX5Ba5LbW— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) January 5, 2024 Sevecke, sem var varnarmaður, hóf ferilinn í Danmörku en lék svo með franska liðinu FC Fleury 91 tímabilið 2019-2020 áður en hún fór til enska félagsins Everton þar sem hún var í þrjú ár. Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Sevecke greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Hún á að baki 44 A-landsleiki fyrir Danmörku og sá fyrsti var einmitt gegn Íslandi í Algarve-bikarnum árið 2016. „Síðustu mánuði hef ég verið í rannsóknum og niðurstöðurnar úr þeim sýna að ég er með hjartasjúkdóm. Það þýðir að ég get ekki spilað fótbolta áfram sem atvinnumaður, og þess vegna lýkur fótboltaferli mínum nú þegar,“ skrifar Sevecke sem í haust gekk í raðir bandaríska félagsins Portland Thorns en náði aldrei að spila fyrir það. View this post on Instagram A post shared by æ s (@sevecke) „Það er óhemju erfitt að geta ekki tekið þessa ákvörðun sjálf á þeim tímapunkti sem ég hefði kosið. Ég hlakkaði til svo margra ævintýra. Eitt af þeim var að leika fyrir Portland Thorns og geta spilað með svo góðum leikmönnum í einni bestu deild heims. Ég get heldur ekki haldið áfram að vera hluti af landsliðinu og fulltrúi Danmerkur næstu árin. Það að klæðast rauðu og hvítu treyjunni, fara út á völl og syngja þjóðsönginn er það stærsta. Það er eitthvað sem ég er óhemju stolt af að hafa náð, og mun ávallt hugsa til baka með bros á vör. Ég er þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst á minni leið, og þá vini sem ég hef eignast fyrir lífstíð,“ skrifar Sevecke. Tak for indsatsen, Rikke! Rikke Sevecke stopper sin fodboldkarriere på grund af en hjertesygdom: Jeg er desværre nødt til at stoppe min fodboldkarriere. Jeg er rigtig ked af ikke at kunne fortsætte mit eventyr med Kvindelandsholdet, hvor jeg har uforglemmelige minder pic.twitter.com/TuX5Ba5LbW— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) January 5, 2024 Sevecke, sem var varnarmaður, hóf ferilinn í Danmörku en lék svo með franska liðinu FC Fleury 91 tímabilið 2019-2020 áður en hún fór til enska félagsins Everton þar sem hún var í þrjú ár.
Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti