Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2024 12:13 Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, sem er írakskur vopnahópur sem nýtur stuðnings Írans og hefur komið að árásum á bandaríska hermenn þar í landi. AP/Hadi Mizban Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. Talsmaður ríkisstjórnar Íraks sagði í gærkvöldi að árásin væri gróft brot á fullveldi Íraks og líkti henni við hryðjuverk. Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, vopnahóps sem leiðtoginn tilheyrði, en hann hét Abu Taqwa. Hann var einnig einn af leiðtogum PMF-sveitanna svokölluðu (Popular Mobilization Force) en það eru regnhlífarsamtök vopnaðra hópa sem myndaðir voru til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. PMF-sveitirnar heyra formlega undir írakska herinn en eru í raun sjálfstæðar. Margar sveitanna tengjast klerkastjórn Írans nánum böndum. Harakat al-Nujaba hópurinn var árið 2019 skilgreindur af yfirvöldum í Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn segja Abu Taqwa hafa komið að skipulagningu árása á bandaríska hermenn í Írak, í kjölfar átakanna milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Víga- og vopnahópar tengdir Íran hafa gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í bæði Írak og Sýrlandi á undanförnum vikum. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði í gær að árásirnar hefðu verið minnst 115. Bandaríkjamenn höfðu hingað til brugðist við þeim árásum með örfáum loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Hingað til hafa árásirnar í Írak beinst að öðrum vígahópum sem tengjast Íran, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Í yfirlýsingu sem ráðuneytið gaf út í gær segja Bandaríkjamenn að árásin á Abu Taqwa hafi verið nauðsynleg. Hún hafi verið gerð í sjálfsvörn og að engir óbreyttir borgarar hafi fallið í henni. Í árásinni var dróni notaður til að skjóta eldflaug að bíl sem var fyrir utan höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba. Auk Abu Taqwa féllu tveir aðrir í árásinni. Talsmaður Írakska hersins hefur einnig gagnrýnt Bandaríkjamenn vegna árásarinnar. Bandarískir hermenn börðust gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem gera enn reglulega árásir í Írak, þó samtökin hafi misst yfirráðasvæði þeirra í landinu. Undanfarin ár hafa hermennirnir unnið að þjálfun írakskra öryggissveita. Leiðtogar írakskra vopna- og vígahópa sem tengjast Íran hafa eins og áður segir gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn, með því yfirlýsta markmiði að þeir yfirgefi Írak. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sem er sagður vinveittur Íran, lýsti því yfir í síðustu viku að ríkisstjórn hans væri að vinna að því að binda enda á veru erlendra hermanna í landinu. Írak Bandaríkin Hernaður Íran Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Talsmaður ríkisstjórnar Íraks sagði í gærkvöldi að árásin væri gróft brot á fullveldi Íraks og líkti henni við hryðjuverk. Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, vopnahóps sem leiðtoginn tilheyrði, en hann hét Abu Taqwa. Hann var einnig einn af leiðtogum PMF-sveitanna svokölluðu (Popular Mobilization Force) en það eru regnhlífarsamtök vopnaðra hópa sem myndaðir voru til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. PMF-sveitirnar heyra formlega undir írakska herinn en eru í raun sjálfstæðar. Margar sveitanna tengjast klerkastjórn Írans nánum böndum. Harakat al-Nujaba hópurinn var árið 2019 skilgreindur af yfirvöldum í Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn segja Abu Taqwa hafa komið að skipulagningu árása á bandaríska hermenn í Írak, í kjölfar átakanna milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Víga- og vopnahópar tengdir Íran hafa gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í bæði Írak og Sýrlandi á undanförnum vikum. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði í gær að árásirnar hefðu verið minnst 115. Bandaríkjamenn höfðu hingað til brugðist við þeim árásum með örfáum loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Hingað til hafa árásirnar í Írak beinst að öðrum vígahópum sem tengjast Íran, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Í yfirlýsingu sem ráðuneytið gaf út í gær segja Bandaríkjamenn að árásin á Abu Taqwa hafi verið nauðsynleg. Hún hafi verið gerð í sjálfsvörn og að engir óbreyttir borgarar hafi fallið í henni. Í árásinni var dróni notaður til að skjóta eldflaug að bíl sem var fyrir utan höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba. Auk Abu Taqwa féllu tveir aðrir í árásinni. Talsmaður Írakska hersins hefur einnig gagnrýnt Bandaríkjamenn vegna árásarinnar. Bandarískir hermenn börðust gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem gera enn reglulega árásir í Írak, þó samtökin hafi misst yfirráðasvæði þeirra í landinu. Undanfarin ár hafa hermennirnir unnið að þjálfun írakskra öryggissveita. Leiðtogar írakskra vopna- og vígahópa sem tengjast Íran hafa eins og áður segir gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn, með því yfirlýsta markmiði að þeir yfirgefi Írak. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sem er sagður vinveittur Íran, lýsti því yfir í síðustu viku að ríkisstjórn hans væri að vinna að því að binda enda á veru erlendra hermanna í landinu.
Írak Bandaríkin Hernaður Íran Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12
Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03