„Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Hólmfríður Gísladóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. janúar 2024 14:32 Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, Pétur Markan biskupsritari og séra Örn Bárður Jónsson tóku þátt í pallborðsumræðum á Vísi um komandi biskupskjör. Vísir/Arnar Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. Nokkuð hefur gustað um biskupsembættið undanfarið ár. Agnes M. Sigurðardóttir biskup greindi frá því í nýárspredikun sinni í fyrra að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur biskup farið úr því að vera embættismaður, samkvæmt nýjum lögum, og Agnes var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en mikil óánægja var með það og sagði úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar þá ráðstöfun „markleysu“. Agnes skili af sér merkilegri biskupstíð „Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er að skila af sér mjög merkilegri biskupstíð. Kirkjan hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma, ég nefni sem dæmi að það fór dálítið hljótt eða ekki mikið fyrir því að hún er orðin nánast sjálfstæð í sínum rekstri og sínu starfi með nýjum þjóðkirkjulögum. Það er mikil breyting sem verið er að takast á um í dag,“ sagði Pétur Markan, biskupsritari, í Pallborðinu. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir tekur undir með Pétri að mikið hafi breyst á biskupstíð Agnesar, sem hófst 2012. Biskuparnir tveir á undan henni, Ólafur Skúlason og Karls Sigurbjönssonar, voru nokkuð umdeildir. Mál Ólafs, sem var sakaður um kynferðisbrot gegn nokkrum konum, kom upp í biskupstíð Karls, sem varð umdeildur fyrir afstöðu sína í þeim málum. Innt eftir því hvort Agnes hafi goldið fyrir það að vera kona, staðráðin í að standa með þolendum, segist Jóna ekki líta svo á málin. „Það voru óskaplega miklar væntingar 2013 þegar hún kom um að fá konu þannig að mér fannst hún fá heilmikinn meðbyr þegar hún kemur. Það fannst mér mjög fallegt og sagði okkur hvar við vorum stödd í jafnréttisbaráttu kynjanna,“ segir Jóna Hrönn. Mikið hafi, að hennar mati, reynt á Agnesi þegar kirkjan var gerð sjálfstæð frá dómsmálaráðuneytinu og kirkjan sé enn að finna sinn stað og skipuleggja sína stjórnsýslu. Agnes komi þannig inn í mjög krefjandi aðstæður að mörgu leyti. „Góðar niðurstöður koma ekki fyrr en eftir svolítil átök og það að finna réttu og bestu leiðirnar. Auðvitað hefur það haft áhrif á hennar biskupstíð og svo eru gríðarlega miklar þjóðfélagsbreytingar. Þannig að þetta eru tvíþættar breytingar sem koma inn á hennar tíma. Og nú eru félagsfræðingar að rannsaka afhelgun á vesturlöndum og breytta stöðu trúarbragða og kirkna. Ég sé, á þessum 38 árum sem ég hef þjónað kirkjunni, ótrúlegar breytingar.“ Biskups að passa að prestar séu ekki á „egóflippi“ Um framtíðina og komandi biskupskjör segir séra Örn Bárður Jónsson miklu máli skipta hver taki við embættinu af Agnesi. Hlutverk biskups sé að halda utan um kirkjuna og hennar fólk. Þrjú megin hlutverk kirkjunnar að sögn Arnar eru helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla. „Ef sá eða sú sem situr í þessum stól veit út á hvað það gengur, það gengur út á það að reyna að ná samheldni og að stýra kirkjunni, prestunum. Kirkjan hvílir á ákveðnum grunni, hún hvílir á ritningunni, játningunum. Þetta er grunnurinn. Svo erum við send út sem prestar að predika hvern sunnudag og eigum að lesa ákveðna texta, útleggja og útskýra fyrir söfnuðnum. Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi.“ Pallborðið Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19 Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Nokkuð hefur gustað um biskupsembættið undanfarið ár. Agnes M. Sigurðardóttir biskup greindi frá því í nýárspredikun sinni í fyrra að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur biskup farið úr því að vera embættismaður, samkvæmt nýjum lögum, og Agnes var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en mikil óánægja var með það og sagði úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar þá ráðstöfun „markleysu“. Agnes skili af sér merkilegri biskupstíð „Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er að skila af sér mjög merkilegri biskupstíð. Kirkjan hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma, ég nefni sem dæmi að það fór dálítið hljótt eða ekki mikið fyrir því að hún er orðin nánast sjálfstæð í sínum rekstri og sínu starfi með nýjum þjóðkirkjulögum. Það er mikil breyting sem verið er að takast á um í dag,“ sagði Pétur Markan, biskupsritari, í Pallborðinu. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir tekur undir með Pétri að mikið hafi breyst á biskupstíð Agnesar, sem hófst 2012. Biskuparnir tveir á undan henni, Ólafur Skúlason og Karls Sigurbjönssonar, voru nokkuð umdeildir. Mál Ólafs, sem var sakaður um kynferðisbrot gegn nokkrum konum, kom upp í biskupstíð Karls, sem varð umdeildur fyrir afstöðu sína í þeim málum. Innt eftir því hvort Agnes hafi goldið fyrir það að vera kona, staðráðin í að standa með þolendum, segist Jóna ekki líta svo á málin. „Það voru óskaplega miklar væntingar 2013 þegar hún kom um að fá konu þannig að mér fannst hún fá heilmikinn meðbyr þegar hún kemur. Það fannst mér mjög fallegt og sagði okkur hvar við vorum stödd í jafnréttisbaráttu kynjanna,“ segir Jóna Hrönn. Mikið hafi, að hennar mati, reynt á Agnesi þegar kirkjan var gerð sjálfstæð frá dómsmálaráðuneytinu og kirkjan sé enn að finna sinn stað og skipuleggja sína stjórnsýslu. Agnes komi þannig inn í mjög krefjandi aðstæður að mörgu leyti. „Góðar niðurstöður koma ekki fyrr en eftir svolítil átök og það að finna réttu og bestu leiðirnar. Auðvitað hefur það haft áhrif á hennar biskupstíð og svo eru gríðarlega miklar þjóðfélagsbreytingar. Þannig að þetta eru tvíþættar breytingar sem koma inn á hennar tíma. Og nú eru félagsfræðingar að rannsaka afhelgun á vesturlöndum og breytta stöðu trúarbragða og kirkna. Ég sé, á þessum 38 árum sem ég hef þjónað kirkjunni, ótrúlegar breytingar.“ Biskups að passa að prestar séu ekki á „egóflippi“ Um framtíðina og komandi biskupskjör segir séra Örn Bárður Jónsson miklu máli skipta hver taki við embættinu af Agnesi. Hlutverk biskups sé að halda utan um kirkjuna og hennar fólk. Þrjú megin hlutverk kirkjunnar að sögn Arnar eru helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla. „Ef sá eða sú sem situr í þessum stól veit út á hvað það gengur, það gengur út á það að reyna að ná samheldni og að stýra kirkjunni, prestunum. Kirkjan hvílir á ákveðnum grunni, hún hvílir á ritningunni, játningunum. Þetta er grunnurinn. Svo erum við send út sem prestar að predika hvern sunnudag og eigum að lesa ákveðna texta, útleggja og útskýra fyrir söfnuðnum. Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi.“
Pallborðið Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19 Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19
Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44
Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42