Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 13:59 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. vísir/arnar Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að umboðsmaður hafi lokið athugun sinni vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða síðastliðið sumar. Þá er álit umboðsmanns eins og atvikum var háttað hafi útgáfa og undirbúningur reglugerðarinnar ekki samrýmst kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður beinir ekki sérstökum tilmælum til ráðuneytisins um úrbætur. Hann beinir því hins vegar til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem fram koma í álitinu í huga til framtíðar. Fellst á skýringar um dýravelferðarsjónarmið Þá segir að umboðsmaður fallist á skýringar ráðuneytisins um að heimilt sé að líta til dýravelferðarsjónarmiða við setningu reglugerða á grundvelli laga um hvalveiðar. Umboðsmaður bendir jafnframt á að lögunum hafi ekki verið breytt til samræmis við auknar áherslur Alþjóðahvalveiðráðsins um dýravelferð. Umboðsmaður óskaði í júlí síðastliðnum eftir upplýsingum, skýringum og gögnum vegna reglugerðar um tímabundna frestun á upphafi hvalveiða. Reglugerðin var sett í kjölfar birtingar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022 og álits fagráðs um velferð dýra. Ný reglugerð tók gildi 1. september síðastliðinn sem var ætlað að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með henni var meðal annars brugðist við fyrrgreindum skýrslum Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra auk skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar sem var birt í lok ágúst síðastliðinn. Í ráðuneytinu stendur nú yfir endurskoðun á reglugerðum um hvalveiðar. Tekið verður mið af ábendingum umboðsmanns í þeirri vinnu. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að umboðsmaður hafi lokið athugun sinni vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða síðastliðið sumar. Þá er álit umboðsmanns eins og atvikum var háttað hafi útgáfa og undirbúningur reglugerðarinnar ekki samrýmst kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður beinir ekki sérstökum tilmælum til ráðuneytisins um úrbætur. Hann beinir því hins vegar til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem fram koma í álitinu í huga til framtíðar. Fellst á skýringar um dýravelferðarsjónarmið Þá segir að umboðsmaður fallist á skýringar ráðuneytisins um að heimilt sé að líta til dýravelferðarsjónarmiða við setningu reglugerða á grundvelli laga um hvalveiðar. Umboðsmaður bendir jafnframt á að lögunum hafi ekki verið breytt til samræmis við auknar áherslur Alþjóðahvalveiðráðsins um dýravelferð. Umboðsmaður óskaði í júlí síðastliðnum eftir upplýsingum, skýringum og gögnum vegna reglugerðar um tímabundna frestun á upphafi hvalveiða. Reglugerðin var sett í kjölfar birtingar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022 og álits fagráðs um velferð dýra. Ný reglugerð tók gildi 1. september síðastliðinn sem var ætlað að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með henni var meðal annars brugðist við fyrrgreindum skýrslum Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra auk skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar sem var birt í lok ágúst síðastliðinn. Í ráðuneytinu stendur nú yfir endurskoðun á reglugerðum um hvalveiðar. Tekið verður mið af ábendingum umboðsmanns í þeirri vinnu.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira