Ósmekkleg ummæli Joey Barton vekja hörð viðbrögð Siggeir Ævarsson skrifar 6. janúar 2024 08:00 Barton meðan allt lék í lyndi hjá Bristol Rovers Vísir/Getty Joey Barton hefur ekki setið auðum höndum síðan honum var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri hjá Bristol Rovers í haust en eins og margir auðnuleysingjar virðist hann helst verja tíma sínum á samfélagsmiðlum í misgáfulegum tilgangi. Barton virðist hafa allt á hornum sér þegar kemur að störfum kvenna í kringum knattspyrnulýsingar og útsendingar þegar leikið er í karladeildum. Í desember lét hann dæluna ganga á Twitter þar sem hver kvenfjandsamlegu ummælin ráku önnur en það virðist fara mjög í taugarnar á Barton að konur séu að hasla sér völl á starfsvettvangi þar sem karlar hafa ráðið ríkjum áratugum saman. Barton náði svo að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum í gær þegar hann sagði þær Eni Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þessi ummæli vöktu eðli málsins samkvæmt hörð viðbrögð marga og sá ITV ástæðu til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna málsins, sem Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og lýsandi hjá Sky Sports, tók hressilega undir. Well done ITV. It s gone too far this and mentioning serial killers is quite simply incredible. My daughters have watched Salford City with me for 10 years and like to comment on football, my mum was kicked out of the football team ( boys in the 1960 s) and stopped playing due https://t.co/dzFxeete0b— Gary Neville (@GNev2) January 5, 2024 Svo virðist sem þessi viðbrögð fólks við ummælum Barton hafi ekki fært honum neina auðmýkt og raunar fremur forhert hann í sinni afstöðu frekar en hitt. Fólk skilji einfaldlega ekki brandara og myndlíkingar. We ve established they cannot take a joke and don t understand metaphors.So, I ll leave you with this @itvsportMeritocracy Rules! pic.twitter.com/Wu2fQnADtM— Joey Barton (@Joey7Barton) January 5, 2024 Í þessu samhengi er viðeigandi að rifja upp þann dóm sem Gummi Ben kvað upp hér um árið um þann mann sem Joey Barton hefur að geyma: „Hann er vitleysingur, fæddur þannig. Ég verð bara að fullyrða það. [...] Það á að henda þessum manni í fangelsi og ekkert annað. Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Barton virðist hafa allt á hornum sér þegar kemur að störfum kvenna í kringum knattspyrnulýsingar og útsendingar þegar leikið er í karladeildum. Í desember lét hann dæluna ganga á Twitter þar sem hver kvenfjandsamlegu ummælin ráku önnur en það virðist fara mjög í taugarnar á Barton að konur séu að hasla sér völl á starfsvettvangi þar sem karlar hafa ráðið ríkjum áratugum saman. Barton náði svo að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum í gær þegar hann sagði þær Eni Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þessi ummæli vöktu eðli málsins samkvæmt hörð viðbrögð marga og sá ITV ástæðu til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna málsins, sem Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og lýsandi hjá Sky Sports, tók hressilega undir. Well done ITV. It s gone too far this and mentioning serial killers is quite simply incredible. My daughters have watched Salford City with me for 10 years and like to comment on football, my mum was kicked out of the football team ( boys in the 1960 s) and stopped playing due https://t.co/dzFxeete0b— Gary Neville (@GNev2) January 5, 2024 Svo virðist sem þessi viðbrögð fólks við ummælum Barton hafi ekki fært honum neina auðmýkt og raunar fremur forhert hann í sinni afstöðu frekar en hitt. Fólk skilji einfaldlega ekki brandara og myndlíkingar. We ve established they cannot take a joke and don t understand metaphors.So, I ll leave you with this @itvsportMeritocracy Rules! pic.twitter.com/Wu2fQnADtM— Joey Barton (@Joey7Barton) January 5, 2024 Í þessu samhengi er viðeigandi að rifja upp þann dóm sem Gummi Ben kvað upp hér um árið um þann mann sem Joey Barton hefur að geyma: „Hann er vitleysingur, fæddur þannig. Ég verð bara að fullyrða það. [...] Það á að henda þessum manni í fangelsi og ekkert annað. Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira