Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2024 07:20 Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Álit umboðsmanns birtist í gær og var niðurstaða hans sú að frestunin hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu í gær taka álitið alvarlega en sagðist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir í Morgunblaðinu að niðurstaða umboðsmanns sé afdráttarlaus og skýr um það að ráðherra hafi brotið gegn atvinnu-og eignaréttindum. Svandís hafi látið eigin pólitísk sjónarmið ráða för hvað sem öðrum hagsmunum hafi liðið. Þá er haft eftir lögmanni fyrirtækisins að álit umboðsmanns sé í samræmi við meginforsendur málatilbúnaðar Hvals hf. Ráðherra hafi hvorki gætt að stjórnarskrárvörðum réttindum Hvals né lagasjónarmiðum sem bjuggu að baki reglugerðarheimild sem finna megi í 4. grein laga um hvalveiðar og því sé reglugerðin án lagastoðar. Fréttastofa ræddi við Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og Gísla Rafn Ólafsson, þingmann Pírata, um álit umboðsmanns um hvalveiðibann matvælaráðherra, í gærkvöldi. Teitur segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins líti álit umboðsmanns alvarlegum augum. Gísli segir Pírata telja eðlilegast að Svandís segi af sér ráðherraembætti. Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 „Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23 Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Álit umboðsmanns birtist í gær og var niðurstaða hans sú að frestunin hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu í gær taka álitið alvarlega en sagðist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir í Morgunblaðinu að niðurstaða umboðsmanns sé afdráttarlaus og skýr um það að ráðherra hafi brotið gegn atvinnu-og eignaréttindum. Svandís hafi látið eigin pólitísk sjónarmið ráða för hvað sem öðrum hagsmunum hafi liðið. Þá er haft eftir lögmanni fyrirtækisins að álit umboðsmanns sé í samræmi við meginforsendur málatilbúnaðar Hvals hf. Ráðherra hafi hvorki gætt að stjórnarskrárvörðum réttindum Hvals né lagasjónarmiðum sem bjuggu að baki reglugerðarheimild sem finna megi í 4. grein laga um hvalveiðar og því sé reglugerðin án lagastoðar. Fréttastofa ræddi við Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og Gísla Rafn Ólafsson, þingmann Pírata, um álit umboðsmanns um hvalveiðibann matvælaráðherra, í gærkvöldi. Teitur segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins líti álit umboðsmanns alvarlegum augum. Gísli segir Pírata telja eðlilegast að Svandís segi af sér ráðherraembætti.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 „Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23 Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37
„Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23
Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08