Þessar fréttir komu eins og þruma úr heiðskíru lofti í morgun en lítið sem ekkert hefur verið fjallað um þessi félagsskipti síðan félagsskiptaglugginn opnaði á ný.
Nú eru hinsvegar allir helstu miðlar Bretlandseyja að greina frá þessu og virðast félögin vera búin að ná samkomulagi ef marka má nýjustu fréttir frá David Ornstein, fréttamanni hjá The Athletic. Um er að ræða lánsamning fram á sumarið með valmöguleika um kaup.
Timo Werner spilaði með Chelsea á árunum 2020 til 2022 en hann var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína hjá liðinu en hann átti erfitt uppdráttar við markaskorun og var því seldur aftur til RB Leipzig. Það verður því fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá Þjóðverjanum hjá sínu nýja liði.
EXCL: Tottenham Hotspur reach total agreement with RB Leipzig to sign Timo Werner. 27yo joining on loan until summer + option to buy believed to be in region of 15-20m. Medical as soon as possible & #THFC covering full salary @TheAthleticFC #RBLeipzig https://t.co/DwjjShjhup
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 6, 2024