Hver er þessi feldur sem allir liggja undir? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 14:48 Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi. Mynd/Anders Kvåle Rue. Nú þegar ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson mun ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í júní næstkomandi hefur heldur betur bæst í hóp þeirra sem liggja undir feldi. Orðtak þetta er flestum Íslendingum kunnugt og merkir það að vera djúpt hugsi um eitthvað eða að ráðfæra sig við sjálfan sig um eitthvað. Það er þó kannski ekki öllum eins ljóst um hvaða feld er verið að ræða eða hvers vegna fólk í umhugsunarferli kýs að leggjast undir feldinn. Undir hvaða feldi liggur hálf þjóðin um þessar mundir? Alls konar fólk að máta sig við embættið Eins og Vísir hefur greint frá jafnt og þétt síðustu daga frá tilkynningu Guðna liggja ófáir Íslendingar undir feldi og íhuga mögulegt framboð til embættis forseta Lýðveldisins. Þar má nefna Höllu Tómasdóttur, sem hlaut tæplega þrjátíu prósent atkvæða í kosningunni 2016 en laut í lægra haldi fyrir Guðna. En nöfn sem þjóðinni eru kannski ekki eins kunn stefna líka á að vera á kjörseðlunum í sumar eins og Hlynur Jónsson eða HJ Elite sem sagðist vera að máta sig við embættið í gær og Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitamaður úr Suðurnesjum sem gengur undir nafninu Kjullibangsi. Arnar Þór Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Laxness sem er einnig þekktur sem Dóri DNA, Páll Pálsson fasteignasali, Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkmaður í handbolta, Ástþór Magnússon athafnamaður og margfaldur fyrrum frambjóðandi og ýmsir í viðbót hafa allir viðrað hugmyndir sínar um framtíð á Bessastöðum á samfélagsmiðlum og í fréttatilkynningum og er þetta ekki tæmandi listi. Rekið til kristnitökunnar Orðatiltækið að liggja undir feldi á rætur að rekja allt aftur til kristnitöku Íslands sumarið 1000 og sögu Þorgeirs Ljósvetningagoða Þorkelssonar. Í Íslendingabók segir Ari fróði Þorgilsson að Ólafur Noregskonungur hafi send hingað til lands prestinn Þangbrand sem átti að breiða út kristna trú á Íslandi og skíra þá sem tóku við henni. Þingvellir á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Áður hafði kristniboð verið reynt með litlum árangri og allt stefndi í óefni í ljósi nýrra tilrauna Noregskonungs til að kristna þjóðina þar sem Alþingi hafði skipst í tvær fylkingar þeirra heiðnu og þeirra kristnu. Fylkingarnar höfðu hvor sinn lögsögumann og samþykktu ekki lög hvors annars. Báðar fylkingar sammæltust á endanum um að Þorgeir Ljósvetningagoði skyldi verða lögsögumaður allrar þessarar ungu þjóðar og ákveða fyrir fullt og allt hvaða trú Íslendingar skyldu taka. „En síðan er menn komu í búðir, þá lagðist hann niður Þorgeir og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð. En of morguninn eftir settist hann upp og gerði orð, að menn skyldu ganga til Lögbergs,“ segir í Íslendingabók. Íslendingar kristnir, með undantekningum Þegar allir höfðu safnast saman á Lögbergi hóf hann tölu sína og sagði að í óefni væri komið ef Íslendingar skyldu ekki hafa allir ein og sömu lögin. Hann sagði þessi sundrung þjóðarinnar myndu leiða til ófriðar sem yrði til þess að byggð í landinu legðist af. „Það mun vera satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Þorgeir kvað þá að allir menn á Íslandi skyldu vera kristnir og taka skírn en að útburður, hrossakjötsát og launblót skyldu áfram mega svo lengi sem lítið færi fyrir því. Blessunarlega er lítið um útburð og blót á Íslandi í dag en við getum þakkað Þorgeiri Ljósvetningagoða fyrir það að enginn þurfi að sæta útlegð fyrir að borða hrossakjöt og fyrir skemmtilegt orðtak sem mikið ber á í umræðunni síðustu daga. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Fleiri fréttir Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Sjá meira
Það er þó kannski ekki öllum eins ljóst um hvaða feld er verið að ræða eða hvers vegna fólk í umhugsunarferli kýs að leggjast undir feldinn. Undir hvaða feldi liggur hálf þjóðin um þessar mundir? Alls konar fólk að máta sig við embættið Eins og Vísir hefur greint frá jafnt og þétt síðustu daga frá tilkynningu Guðna liggja ófáir Íslendingar undir feldi og íhuga mögulegt framboð til embættis forseta Lýðveldisins. Þar má nefna Höllu Tómasdóttur, sem hlaut tæplega þrjátíu prósent atkvæða í kosningunni 2016 en laut í lægra haldi fyrir Guðna. En nöfn sem þjóðinni eru kannski ekki eins kunn stefna líka á að vera á kjörseðlunum í sumar eins og Hlynur Jónsson eða HJ Elite sem sagðist vera að máta sig við embættið í gær og Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitamaður úr Suðurnesjum sem gengur undir nafninu Kjullibangsi. Arnar Þór Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Laxness sem er einnig þekktur sem Dóri DNA, Páll Pálsson fasteignasali, Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkmaður í handbolta, Ástþór Magnússon athafnamaður og margfaldur fyrrum frambjóðandi og ýmsir í viðbót hafa allir viðrað hugmyndir sínar um framtíð á Bessastöðum á samfélagsmiðlum og í fréttatilkynningum og er þetta ekki tæmandi listi. Rekið til kristnitökunnar Orðatiltækið að liggja undir feldi á rætur að rekja allt aftur til kristnitöku Íslands sumarið 1000 og sögu Þorgeirs Ljósvetningagoða Þorkelssonar. Í Íslendingabók segir Ari fróði Þorgilsson að Ólafur Noregskonungur hafi send hingað til lands prestinn Þangbrand sem átti að breiða út kristna trú á Íslandi og skíra þá sem tóku við henni. Þingvellir á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Áður hafði kristniboð verið reynt með litlum árangri og allt stefndi í óefni í ljósi nýrra tilrauna Noregskonungs til að kristna þjóðina þar sem Alþingi hafði skipst í tvær fylkingar þeirra heiðnu og þeirra kristnu. Fylkingarnar höfðu hvor sinn lögsögumann og samþykktu ekki lög hvors annars. Báðar fylkingar sammæltust á endanum um að Þorgeir Ljósvetningagoði skyldi verða lögsögumaður allrar þessarar ungu þjóðar og ákveða fyrir fullt og allt hvaða trú Íslendingar skyldu taka. „En síðan er menn komu í búðir, þá lagðist hann niður Þorgeir og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð. En of morguninn eftir settist hann upp og gerði orð, að menn skyldu ganga til Lögbergs,“ segir í Íslendingabók. Íslendingar kristnir, með undantekningum Þegar allir höfðu safnast saman á Lögbergi hóf hann tölu sína og sagði að í óefni væri komið ef Íslendingar skyldu ekki hafa allir ein og sömu lögin. Hann sagði þessi sundrung þjóðarinnar myndu leiða til ófriðar sem yrði til þess að byggð í landinu legðist af. „Það mun vera satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Þorgeir kvað þá að allir menn á Íslandi skyldu vera kristnir og taka skírn en að útburður, hrossakjötsát og launblót skyldu áfram mega svo lengi sem lítið færi fyrir því. Blessunarlega er lítið um útburð og blót á Íslandi í dag en við getum þakkað Þorgeiri Ljósvetningagoða fyrir það að enginn þurfi að sæta útlegð fyrir að borða hrossakjöt og fyrir skemmtilegt orðtak sem mikið ber á í umræðunni síðustu daga.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Fleiri fréttir Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Sjá meira