Besta liðið í hvorri deild situr hjá í fyrstu umferðinni en í ár eru það lið Baltimore Ravens úr Ameríkudeildinni og lið San Francisco 49ers úr Þjóðardeildinni. Þau fá því dýrmæta aukaviku til að ná mönnum heilum og úthvíldum fyrir átökin framundan.
Sex lið úr hvorri deild berjast aftur á móti um þrjú laus sæti í undanúrslitum deildanna tveggja. Undanúrslitin eru síðan spiluð strax helgina á eftir.
The Bills started 6-6.
— NFL (@NFL) January 8, 2024
Since then, they rattled off five straight wins to end the year to clinch the division and the No. 2 seed. pic.twitter.com/D8B8F1xQOq
Jacksonville Jaguars missti af úrslitakeppninni þegar liðið tapaði lokaleik sínum á móti Tennessee Titans sem hafði að engu að keppa. Pittsburgh Steelers græddi á því og verður því með í úrslitakeppninni í Ameríkudeildinni. Houston Texans verður líka með eftir að sigur á Indianapolis Colts í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni.
Buffalo Bills vann síðan mikilvægan sigur á Miami Dolphins og tryggði sér með því sigur í sínum riðli og mögulega tvo heimaleiki í úrslitakeppninni. Green Bay Packers og Tampa Bay Buccaneers tryggðu sér á móti síðustu tvö sætin í Þjóðardeildinni.
Let's get WILD. #SuperWildCard #NFLPlayoffs pic.twitter.com/lG1x1oDBU9
— NFL (@NFL) January 8, 2024
Leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fara fram um næstkomandi helgi eða á laugardegi, sunnudegi og þá er lokaleikurinn á mánudaginn eftir viku.
Á laugardeginum mætast annars vegar Houston Texans og Cleveland Browns en hins vegar lið Kansas City Chiefs og Miami Dolphins.
Á sunnudeginum fara fram þrír leikir. Buffalo Bills fær Pittsburgh Steelers í heimsókn, Dallas Cowboys tekur á móti Green Bay Packers og Detroit Lions er á heimavelli á móti Los Angeles Rams.
Tampa Bay Buccaneers tekur síðan á móti Philadelphia Eagles í lokaleiknum á mánudagskvöldið.
Allir leikir í úrslitakeppninni eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.

-
Úrslitakeppni NFL - fyrsta umferð:
(Íslenskur tími - allt beint á Stöð 2 Sport 2)
- Laugardagurinn 13. janúar
- 21:35 Houston Texans - Cleveland Browns
- 1:15 Kansas City Chiefs - Miami Dolphins
- Sunnudagurinn 14. janúar
- 18:05 Buffalo Bills - Pittsburgh Steelers
- 21:40 Dallas Cowboys - Green Bay Packers
- 1:15 Detroit Lions - Los Angeles Rams
- Mánudagurinn 15. janúar
- 1:15 Tampa Bay Buccaneers - Philadelphia Eagles